Gjörningurinn hefur verið gagnrýndur af mörgum og við heyrum í matvælaráðherra en einnig í forstjóra Samkeppniseftirlitsins sem hefur ítrekað bent á og gagnrýnt þær breytingar sem gerðar voru á búvörulögunum á dögunum en þær breytingar gera mönnum kleift að sameina fyrirtækin nú.
Einnig verður rætt við formann Afstöðu, félags fanga á Íslandi um ástand sem skapast hefur á Litla-Hrauni vegna fanga sem þar er vistaður.
Þá fjöllum við áfram um leiðtogafund NATO sem fram fer í Bandaríkjunum og ræðum við félagsmálaráðherra um útlendingamál.