Íslendingar styrkja varnir kvenna í Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 10. júlí 2024 12:32 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra með Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna í gærkvöldi á fundi sem Blinken boðaði til um konur, frið og öryggi. AP/Stephanie Scarbrough Utanríkisráðherra greindi frá sjötíu og fimm milljón króna framlagi Íslands á leiðtogafundi NATO í gærkvöldi, til að efla búnað kvenna á víglínunni í varnarbaráttu Úkraínu gegn innrás Rússa. Konur gegndu mikilvægu hlutverki í stríðinu og áríðandi að hlusta eftir röddum þeirra á þeirra eigin forsendum. Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu er mættur til Washington. Á fundi með fréttamönnum í gær sagði hann Úkraínumenn ekki geta beðið eftir ákvörðunum Bandaríkjanna um framtíðarstuðning fram yfir forsetakosningar í Bandaríkjunum í nóvember.AP/Jose Luis Magana Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra ræddu stöðu og hlutverk kvenna í að tryggja frið og öryggi í heiminum á viðburði sem Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna boðaði til á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Washington í gærkvöldi. Hún sagði mikilvægt að nýta krafta kvenna til að efla hagvöxt, hernaðarfælingu og varnir. Í þeim efnum gæti umheimurinn lært mikið af Úkraínumönnum. „Úkraínskar konur eru á víglínunni í þessu stríði og gegna þar vaxandi hlutverki. Framlag þeirra er mikilvægt í vörnum Úkraínu í dag og á morgun og styrkir þrek Úkraínu til að komast af. Þær leiða mannúðaraðstoð, gegna mikilvægum störfum í stjórnsýslunni og rödd þeirra gegnir lykilhlutverki í samfélaginu,"“ sagði Þórdís Kolbrún Það væri mikilvægt að hlusta á konur í Úkraínu og styðja þær á þeirra eigin forsendum. Bjarni Benediktsson í hópi nokkurra leiðtoga NATO ríkja í hefðbundinni "fjölskyldumyndatöku" af leiðtogunum í gærkvöldi.AP/Adrian Wyld „Þess vegna er mér ljúft að greina frá hálfrar milljónar evra (75 milljón króna) framlagi Íslands í CAP-sjóðinn til að greiða fyrir mikilvægan líkamlegan varnarbúnað fyrir konur, einkennisbúninga og skó. Það er mikilvægt að þær hafi aðgang að nauðsynlegum vörnum sem einnig hjálpar til við að nútímavæða úkraínska heraflann,“" sagði utanríkisráðherra í ávarpi sínu þegar hún greindi frá 75 milljón króna framlagi Íslands í styrktarsjóð NATO fyrir Úkraínu. Leiðtogafundinum sem hófst með 75 ára hátíðardagskrá í gærkvöldi, verður framhaldið í dag og á morgun. Í hátíðarávarpi sínu greindi Joe Biden forseti Bandaríkjanna frá 40 milljarða dollara viðbótarframlagi NATO ríkja til að efla varnir Úkraínu. Joe Biden forseti Bandaríkjanna sæmdi Jens Stoltenberg fráfarandi framkvæmdastjóra NATO forsetaorðunni Medal of Freedom í gærkvöldi. Það er æðsta orða sem forseti Bandaríkjanna veitir.AP/Evan Vucci Fyrsti almenni fundur leiðtoganna þar sem framtíðaruppbygging NATO verður rædd hefst klukkan fimm að íslenskum tíma í dag. Á morgun funda leiðtogarnir með Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra situr fundi leiðtoganna og Þórdís Kolbrún situr fundi með utanríkis- og varnarmálaráðherrum. NATO Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Biden heitir Úkraínu nýjum loftvarnarkerfum Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í ræðu sinni í tilefni af 75 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins að Bandaríkin myndu í samstarfi við aðrar bandalagsþjóðir sjá Úkraínumönnum fyrir fimm loftvarnarkerfum. 9. júlí 2024 23:21 Atlantshafsbandalagið heldur upp á 75 ára afmæli Leiðtogar Atlantshafsbandalagsríkjanna koma saman á fundi í Washington. Fundurinn markar 75 ár frá stofnun bandalagsins, auk þess sem hann verður sá síðasti í tíð Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra. 9. júlí 2024 21:02 Eldflaugin greinilega úr rússnesku vopnabúri Alþjóðasamfélagið er slegið vegna mannskæðrar árásar Rússa á barnaspítala í Kænugarði, sem lýst hefur verið sem stríðsglæp. Rússar þræta fyrir ábyrgð en sérfræðingar segja sprengjuna úr rússnesku vopnabúri. 9. júlí 2024 19:10 Allra augu á Biden og bein útsending úr loftbelg Alþjóðasamfélagið er slegið vegna mannskæðrar árásar Rússa á barnaspítala í Kænugarði, sem lýst hefur verið sem stríðsglæp. Rússar þræta fyrir ábyrgð en sérfræðingar segja sprengjuna úr rússnesku vopnabúri. 9. júlí 2024 18:19 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Sjá meira
Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu er mættur til Washington. Á fundi með fréttamönnum í gær sagði hann Úkraínumenn ekki geta beðið eftir ákvörðunum Bandaríkjanna um framtíðarstuðning fram yfir forsetakosningar í Bandaríkjunum í nóvember.AP/Jose Luis Magana Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra ræddu stöðu og hlutverk kvenna í að tryggja frið og öryggi í heiminum á viðburði sem Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna boðaði til á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Washington í gærkvöldi. Hún sagði mikilvægt að nýta krafta kvenna til að efla hagvöxt, hernaðarfælingu og varnir. Í þeim efnum gæti umheimurinn lært mikið af Úkraínumönnum. „Úkraínskar konur eru á víglínunni í þessu stríði og gegna þar vaxandi hlutverki. Framlag þeirra er mikilvægt í vörnum Úkraínu í dag og á morgun og styrkir þrek Úkraínu til að komast af. Þær leiða mannúðaraðstoð, gegna mikilvægum störfum í stjórnsýslunni og rödd þeirra gegnir lykilhlutverki í samfélaginu,"“ sagði Þórdís Kolbrún Það væri mikilvægt að hlusta á konur í Úkraínu og styðja þær á þeirra eigin forsendum. Bjarni Benediktsson í hópi nokkurra leiðtoga NATO ríkja í hefðbundinni "fjölskyldumyndatöku" af leiðtogunum í gærkvöldi.AP/Adrian Wyld „Þess vegna er mér ljúft að greina frá hálfrar milljónar evra (75 milljón króna) framlagi Íslands í CAP-sjóðinn til að greiða fyrir mikilvægan líkamlegan varnarbúnað fyrir konur, einkennisbúninga og skó. Það er mikilvægt að þær hafi aðgang að nauðsynlegum vörnum sem einnig hjálpar til við að nútímavæða úkraínska heraflann,“" sagði utanríkisráðherra í ávarpi sínu þegar hún greindi frá 75 milljón króna framlagi Íslands í styrktarsjóð NATO fyrir Úkraínu. Leiðtogafundinum sem hófst með 75 ára hátíðardagskrá í gærkvöldi, verður framhaldið í dag og á morgun. Í hátíðarávarpi sínu greindi Joe Biden forseti Bandaríkjanna frá 40 milljarða dollara viðbótarframlagi NATO ríkja til að efla varnir Úkraínu. Joe Biden forseti Bandaríkjanna sæmdi Jens Stoltenberg fráfarandi framkvæmdastjóra NATO forsetaorðunni Medal of Freedom í gærkvöldi. Það er æðsta orða sem forseti Bandaríkjanna veitir.AP/Evan Vucci Fyrsti almenni fundur leiðtoganna þar sem framtíðaruppbygging NATO verður rædd hefst klukkan fimm að íslenskum tíma í dag. Á morgun funda leiðtogarnir með Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra situr fundi leiðtoganna og Þórdís Kolbrún situr fundi með utanríkis- og varnarmálaráðherrum.
NATO Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Biden heitir Úkraínu nýjum loftvarnarkerfum Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í ræðu sinni í tilefni af 75 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins að Bandaríkin myndu í samstarfi við aðrar bandalagsþjóðir sjá Úkraínumönnum fyrir fimm loftvarnarkerfum. 9. júlí 2024 23:21 Atlantshafsbandalagið heldur upp á 75 ára afmæli Leiðtogar Atlantshafsbandalagsríkjanna koma saman á fundi í Washington. Fundurinn markar 75 ár frá stofnun bandalagsins, auk þess sem hann verður sá síðasti í tíð Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra. 9. júlí 2024 21:02 Eldflaugin greinilega úr rússnesku vopnabúri Alþjóðasamfélagið er slegið vegna mannskæðrar árásar Rússa á barnaspítala í Kænugarði, sem lýst hefur verið sem stríðsglæp. Rússar þræta fyrir ábyrgð en sérfræðingar segja sprengjuna úr rússnesku vopnabúri. 9. júlí 2024 19:10 Allra augu á Biden og bein útsending úr loftbelg Alþjóðasamfélagið er slegið vegna mannskæðrar árásar Rússa á barnaspítala í Kænugarði, sem lýst hefur verið sem stríðsglæp. Rússar þræta fyrir ábyrgð en sérfræðingar segja sprengjuna úr rússnesku vopnabúri. 9. júlí 2024 18:19 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Sjá meira
Biden heitir Úkraínu nýjum loftvarnarkerfum Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í ræðu sinni í tilefni af 75 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins að Bandaríkin myndu í samstarfi við aðrar bandalagsþjóðir sjá Úkraínumönnum fyrir fimm loftvarnarkerfum. 9. júlí 2024 23:21
Atlantshafsbandalagið heldur upp á 75 ára afmæli Leiðtogar Atlantshafsbandalagsríkjanna koma saman á fundi í Washington. Fundurinn markar 75 ár frá stofnun bandalagsins, auk þess sem hann verður sá síðasti í tíð Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra. 9. júlí 2024 21:02
Eldflaugin greinilega úr rússnesku vopnabúri Alþjóðasamfélagið er slegið vegna mannskæðrar árásar Rússa á barnaspítala í Kænugarði, sem lýst hefur verið sem stríðsglæp. Rússar þræta fyrir ábyrgð en sérfræðingar segja sprengjuna úr rússnesku vopnabúri. 9. júlí 2024 19:10
Allra augu á Biden og bein útsending úr loftbelg Alþjóðasamfélagið er slegið vegna mannskæðrar árásar Rússa á barnaspítala í Kænugarði, sem lýst hefur verið sem stríðsglæp. Rússar þræta fyrir ábyrgð en sérfræðingar segja sprengjuna úr rússnesku vopnabúri. 9. júlí 2024 18:19