BBC greinir frá „nokkrum tilfellum þar sem Hollendingar hafa ráðist á bari þar sem Englendingar halda sig og reynt að stela fánum.“
Breska lögreglan er á svæðinu til að aðstoða þá þýsku og tryggja öryggi.
Í lögregluskýrslu segir að flestir hollenskir aðdáendur hafi verið að njóta sín og drekka í sig andrúmsloftið fyrir leik. Minnihluti meðal þeirra hafi þó mætt á staðinn til að valda usla og óeirðum.
Allt að 80.000 Hollendingar hafa gert sér ferð til Dortmund, tvöfalt fleiri en Englendingarnir 40.000 sem eru í borginni.
Nokkur myndskeið af átökunum er að finna á samfélagsmiðlinum X.
England fans under attack by Dutch fans in Dortmund! 🇳🇱🏴👊 pic.twitter.com/vzaPEWXOOa
— Football Fights (@footbalIfights) July 10, 2024
Dutch fans attack England supporters in Dortmund.
— Turning Point UK 🇬🇧 (@TPointUK) July 10, 2024
You will never see this on the mainstream media as it doesn’t fit the narrative that “all England supporters are violent thugs”. pic.twitter.com/cuSbUB4YnX
Leikurinn er í beinni textalýsingu á Vísi sem má finna hér fyrir neðan.