Bronny James hefur klikkað á öllum skotunum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2024 14:00 Bronny James Jr. í níunni hjá Los Angeles Lakers en hann hefur enn ekki náð að skora níu stig í einum leik í Sumardeildinni. Getty/Thearon W. Henderson Los Angeles Lakers valdi Bronny James, tvítugan son LeBron James, í nýliðavalinu á dögunum en það er ekki hægt að segja að strákurinn sé að heilla marga með frammistöðu sinni í Sumardeild NBA. Bronny var valinn númer 55 í nýliðavalinu og LeBron James fékk því ósk sína uppfyllta um að fá að spila við hlið sonar síns í NBA. Hvort að strákurinn fái margar mínútur er þó langt frá því að vera öruggt. Hann er nefnilega ekki skila merkilegri frammistöðu í Sumardeildinni. pic.twitter.com/Pou3WNdFus— Bronny (@BronnyJamesJr) July 6, 2024 Einn af kostum Bronny James átti að vera góð nýting hans fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann hefur hins vegar klikkað á öllum tólf þriggja stiga skotum sínum í Sumardeildinni og er með aðeins 23 prósent skotnýtingu samtals. Bara sex skot hafa farið niður úr 26 tilraunum. Í síðasta leik skoraði hann átta stig og hitti úr 3 af 14 skotum sínum. Hann reyndi átta þriggja stiga skot án árangurs. Lakers tapaði leiknum 99-80 á móti Houston Rockets. Bronny var með fimm fráköst og enga stoðsendingu á 27 mínútum. Í fyrsta leiknum sem tapaðist 108-94 á móti Sacramento Kings var Bronny með fjögur stig á 21 mínútu auk þess að taka tvö fráköst og gefa tvær stoðsendingar. Í öðrum leiknum sem tapaðist 80-76 á móti Miami Heat var Bronny með þrjú stig á 29 mínútu auk þess að taka fimm fráköst og gefa þrjár stoðsendingar. Hann er því samanlagt í þremur leikjum með 15 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar á 77 mínútum í þessum þremur leikjum sínum í Sumardeildinni. Ef við uppfærum þær tölur á 30 mínútur þá eru það 5,8 stig, 4,7 fráköst og 1,9 stoðsendingar. Hann er heldur ekki að spila við bestu leikmenn NBA heldur við nýliða og leikmenn sem dreymir um að komast að í NBA deildinni. Það er þvi erfitt að vera bjartsýnn fyrir hönd NBA ferils Bronny James þessa dagana. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn) NBA Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fleiri fréttir „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Sjá meira
Bronny var valinn númer 55 í nýliðavalinu og LeBron James fékk því ósk sína uppfyllta um að fá að spila við hlið sonar síns í NBA. Hvort að strákurinn fái margar mínútur er þó langt frá því að vera öruggt. Hann er nefnilega ekki skila merkilegri frammistöðu í Sumardeildinni. pic.twitter.com/Pou3WNdFus— Bronny (@BronnyJamesJr) July 6, 2024 Einn af kostum Bronny James átti að vera góð nýting hans fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann hefur hins vegar klikkað á öllum tólf þriggja stiga skotum sínum í Sumardeildinni og er með aðeins 23 prósent skotnýtingu samtals. Bara sex skot hafa farið niður úr 26 tilraunum. Í síðasta leik skoraði hann átta stig og hitti úr 3 af 14 skotum sínum. Hann reyndi átta þriggja stiga skot án árangurs. Lakers tapaði leiknum 99-80 á móti Houston Rockets. Bronny var með fimm fráköst og enga stoðsendingu á 27 mínútum. Í fyrsta leiknum sem tapaðist 108-94 á móti Sacramento Kings var Bronny með fjögur stig á 21 mínútu auk þess að taka tvö fráköst og gefa tvær stoðsendingar. Í öðrum leiknum sem tapaðist 80-76 á móti Miami Heat var Bronny með þrjú stig á 29 mínútu auk þess að taka fimm fráköst og gefa þrjár stoðsendingar. Hann er því samanlagt í þremur leikjum með 15 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar á 77 mínútum í þessum þremur leikjum sínum í Sumardeildinni. Ef við uppfærum þær tölur á 30 mínútur þá eru það 5,8 stig, 4,7 fráköst og 1,9 stoðsendingar. Hann er heldur ekki að spila við bestu leikmenn NBA heldur við nýliða og leikmenn sem dreymir um að komast að í NBA deildinni. Það er þvi erfitt að vera bjartsýnn fyrir hönd NBA ferils Bronny James þessa dagana. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn)
NBA Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fleiri fréttir „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum