Spænska liðið var sterkari aðilinn stærstan hluta leiksins og Nico Williams braut ísinn fyrir Spánverja strax á fyrstu mínútum síðari hálfleiks eftir góðan undirbúning Lamine Yamal.
Nico Williams kom Spánverjum yfir í upphafi seinni hálfleiks 🇪🇸 pic.twitter.com/6Tj0StNNMd
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 14, 2024
Enska liðið lagði þó ekki árar í bát og varamaðurinn Cole Plamer jafnaði metin fyrir Englendinga með hnitmiðuðu skoti á 73. mínútu, rétt rúmum tveimur mínútum eftir að hafa komið inn af bekknum.
Cole Palmer jafnar metin fyrir Englendinga! Þetta lið hreinlega neitar að gefast upp 🏴 pic.twitter.com/QeBAli26wC
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 14, 2024
Það voru þó Spánverjar sem átti síðasta orðið. Varamaðurinn Mikel Oyarzabal reyndist hetja liðsins þegar hann kom boltanum út á Marc Cucurella sem setti boltann í fyrsta inn á teig þar sem Oyarzabal var mættur og kláraði vel framhjá Jordan Pickford í markinu.
Mikel Oyarzabal kom Spánverjum aftur yfir á 85. mínútu leiksins. Eru Spánverjar að skrifa sig í sögubækurnar? 🇪🇸 pic.twitter.com/ZnkikLX4XB
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 14, 2024
Niðurstaðan því 2-1 sigur Spánverja og fjórði Evrópumeistaratitill karlaliðsins kominn í hús.