Argentína vann frestaðan úrslitaleik Copa América Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. júlí 2024 07:00 Argentína hefur oftast allra þjóða unnið Copa América. Pablo Morano/BSR Agency/Getty Images Rúmlega klukkutíma seinkun varð á úrslitaleik Copa América, sem Argentína vann 1-0 eftir framlengingu gegn Kólumbíu. Öryggisráðstafanir voru ekki nægilegar á Hard Rock leikvanginum í Miami þar sem leikurinn fór fram. Tveimur tímum fyrir leik voru aðdáendur byrjaðir að brjótast inn á völlinn. Þetta skapaði óreiðu og öryggishliðum var lokað svo öryggisverðir kæmust annað til að bola miðalausum burt. Aðdáendur með miða þurftu því að bíða heillengi í steikjandi hita til að komast inn á völlinn. "Seguridad de mierda"Por los disturbios con la gente de Argentina y Colombia en el ingreso al Hard Rock Stadium. Mucha economía pero no saben organizar un partido de fútbol los Yankees hijos de re mil puta, la concha bien puta de su madre. pic.twitter.com/B5tM67KlC3— Tendencias Deportes (@TendenciaDepor) July 14, 2024 Hay gente en el sistema de ventilación del Hard Rock Stadium. Esto es simplemente surreal 🤯🤯 pic.twitter.com/rLIE9yJzH3— Sopitas (@sopitas) July 15, 2024 Leikurinn frestaðist fyrst um hálftíma, svo aðrar 45 mínútur og hófs loks klukkutíma og 22 mínútum síðar en hann átti að gera. Þar að auki var hálfleikshléið tíu mínútum lengra en vanalega vegna tónlistaratriðis söngkonunnar Shakira. Það var fátt um dauðafæri en Argentína skoraði ólöglegt mark og Kólumbía átti skot í stöng í fyrri hálfleik. Lionel Messi meiddist og gekk tárvotur af velli um miðjan seinni hálfleik. Leikurinn fór í framlengingu og Messi gat tekið gleði sína á ný þegar Lautaro Martínez setti sigurmarkið fyrir Argentínu á 112. mínútu eftir stungusendingu Giovanni Lo Celso. Þetta var fimmta mark Martínez á mótinu, tryggði honum gullskóinn og Argentínu sextánda Copa América titilinn. Messi fór meiddur af velli á 66. mínútu.Pablo Morano/BSR Agency/Getty Images Martínez var markahæstur á mótinu.Pablo Morano/BSR Agency/Getty Images Copa América Tengdar fréttir Luis Suárez hetjan í mögulega síðasta landsleiknum Luis Suárez tryggði Úrúgvæ vítakeppni og skoraði síðan úr sínu víti í henni þegar Úrúgvæ vann bronsið í Suðurameríkukeppni landsliða í nótt. 14. júlí 2024 09:30 Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Sjá meira
Öryggisráðstafanir voru ekki nægilegar á Hard Rock leikvanginum í Miami þar sem leikurinn fór fram. Tveimur tímum fyrir leik voru aðdáendur byrjaðir að brjótast inn á völlinn. Þetta skapaði óreiðu og öryggishliðum var lokað svo öryggisverðir kæmust annað til að bola miðalausum burt. Aðdáendur með miða þurftu því að bíða heillengi í steikjandi hita til að komast inn á völlinn. "Seguridad de mierda"Por los disturbios con la gente de Argentina y Colombia en el ingreso al Hard Rock Stadium. Mucha economía pero no saben organizar un partido de fútbol los Yankees hijos de re mil puta, la concha bien puta de su madre. pic.twitter.com/B5tM67KlC3— Tendencias Deportes (@TendenciaDepor) July 14, 2024 Hay gente en el sistema de ventilación del Hard Rock Stadium. Esto es simplemente surreal 🤯🤯 pic.twitter.com/rLIE9yJzH3— Sopitas (@sopitas) July 15, 2024 Leikurinn frestaðist fyrst um hálftíma, svo aðrar 45 mínútur og hófs loks klukkutíma og 22 mínútum síðar en hann átti að gera. Þar að auki var hálfleikshléið tíu mínútum lengra en vanalega vegna tónlistaratriðis söngkonunnar Shakira. Það var fátt um dauðafæri en Argentína skoraði ólöglegt mark og Kólumbía átti skot í stöng í fyrri hálfleik. Lionel Messi meiddist og gekk tárvotur af velli um miðjan seinni hálfleik. Leikurinn fór í framlengingu og Messi gat tekið gleði sína á ný þegar Lautaro Martínez setti sigurmarkið fyrir Argentínu á 112. mínútu eftir stungusendingu Giovanni Lo Celso. Þetta var fimmta mark Martínez á mótinu, tryggði honum gullskóinn og Argentínu sextánda Copa América titilinn. Messi fór meiddur af velli á 66. mínútu.Pablo Morano/BSR Agency/Getty Images Martínez var markahæstur á mótinu.Pablo Morano/BSR Agency/Getty Images
Copa América Tengdar fréttir Luis Suárez hetjan í mögulega síðasta landsleiknum Luis Suárez tryggði Úrúgvæ vítakeppni og skoraði síðan úr sínu víti í henni þegar Úrúgvæ vann bronsið í Suðurameríkukeppni landsliða í nótt. 14. júlí 2024 09:30 Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Sjá meira
Luis Suárez hetjan í mögulega síðasta landsleiknum Luis Suárez tryggði Úrúgvæ vítakeppni og skoraði síðan úr sínu víti í henni þegar Úrúgvæ vann bronsið í Suðurameríkukeppni landsliða í nótt. 14. júlí 2024 09:30
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti