Aðventistar svara sýslumanni fullum hálsi Jakob Bjarnar skrifar 15. júlí 2024 13:01 Lögmenn Kirkju sjöunda dags aðventista hafa svarað erindi Halldórs Þormars, sem hann ritaði fyrir hönd sýslumanns af mikilli hörku. Gavin Anthony hefur setið sem formaður félagsins, umboðslaus að margra mati, en ekki hefur varið fram aðalfundur í tvö ár. vísir/aðsend/vilhelm Sýslumaður hefur farið þess á leit við fjársýslu ríkisins að greiðslur til Kirkju sjöunda dags aðventista á sóknargjöldum til félagsins verði felldar niður. Lögmaður KSDA telur engar heimildir fyrir því. Eins og Vísir hefur þegar greint frá hefur sýslumaður hótað að fella söfnuðinn af skrá yfir trúfélög. Það hefur hann í hyggju að gera eigi síðar en 10. ágúst næstkomandi hafi ekki verið gerðar þær ráðstafanir sem til þarf svo ljóst sé að félagið sé starfhæft. Og að umboð stjórnarinnar og forstöðumanns félagsins þurfi að vera skýrt. Fer fram á að greiðslur á sóknargjöldum verði felldar niður Að auki segir í bréfi sem Halldór Þormar Halldórsson ritar fyrir hönd sýslumanns og dagsett er 25. júlí: „Að framan rituðu telur sýslumaður ljóst að verulegur vafi er uppi um starfshætti félagsins og umboð þeirrar stjórnar sem kjörin var árið 2019. Vegna þess hefur þess verið farið á leit við Fjársýslu ríkisins að greiðslur á sóknargjöldum til félagsins verði felldar niður frá og með deginum í dag, enda er um almannafé að ræða.“ KSDA hefur svarað, sent afrit til fjársýslunnar og er ekki að sjá að þeim sé brugðið. Í bréfi sem Guðrún S. Sigríðardóttir fyrir hönd Óskars Sigurðssonar hrl. á lögmannastofunni LEX, fyrir hönd Kirkju sjöunda dags aðventista er þess meðal annars óskað að þetta erindi sýslumanns verði einfaldlega afturkalla. Vilja að sýslumaður afturkalli erindið „Þar sem ekki eru uppfyllt lagaleg skilyrði fyrir því að krefja kirkjuna um úrbætur og fella úr skráningu trúfélagsins á grundvelli 1. mgr. 6. gr. laga nr. 108/1999, svo sem rekið hefur verið.“ Þá er þess jafnframt óskað að sýslumaður afturkalli erindi sitt til Fjársýslu ríkisins þar sem farið var fram á niðurfellingu sóknargjalda til kirkjunnar. „Verði ekki fallist á beiðni um afturköllun er þess óskað að sýslumaður framlengi þann frest sem hann setti kirkjunni til úrbóta í erindi sínu þannig að fresturinn nái fram yfir boðaðan síðari hluta aðalfundar 8. september næstkomandi.“ Samkvæmt heimildum Vísis mun Halldór Þormar svara þessu erindin á næstu tveimur dögum. Tengd skjöl AFRITPDF966KBSækja skjal Andmæli_Kirkju_sjöunda_dags_aðventistaPDF1.3MBSækja skjal Trúmál Félagasamtök Stjórnsýsla Tengdar fréttir Mögulegt umboðsleysi stjórnar Aðventista gæti skipt Ölfyssinga máli Kristinn Hallgrímsson lögmaður hjá ARTA lögmönnum hefur sent bæjarstjórn Ölfuss bréf þar sem hann varar hana við hugsanlegu umboðsleysi stjórnar Kirkju sjöunda dags aðventista við efnisölu (KSDA). 17. maí 2024 11:51 Segja valdarán framið og kirkju aðventista klofna Tveir félagar í Kirkju sjöunda dags aðventista (KSDA) bera stjórn safnaðarins þungum sökum og segja að þar hafi verið framið valdarán. Þeir segja söfnuðinn klofinn en undir lúra milljarða samningar þar sem heilt fjall er mulið og selt úr landi. 23. apríl 2024 08:50 Ósáttir aðventistar kæra stjórnina vegna námuvinnslu Hluti safnaðar Kirkju sjöunda dags aðventista hefur sótt samtakastjórn kirkjunnar til saka fyrir að hafa farið út fyrir lögskipað hlutverk kirkjunnar með námarekstri. Þeir hafa kært til héraðsdóms Reykjavíkur. 6. nóvember 2023 13:55 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Eins og Vísir hefur þegar greint frá hefur sýslumaður hótað að fella söfnuðinn af skrá yfir trúfélög. Það hefur hann í hyggju að gera eigi síðar en 10. ágúst næstkomandi hafi ekki verið gerðar þær ráðstafanir sem til þarf svo ljóst sé að félagið sé starfhæft. Og að umboð stjórnarinnar og forstöðumanns félagsins þurfi að vera skýrt. Fer fram á að greiðslur á sóknargjöldum verði felldar niður Að auki segir í bréfi sem Halldór Þormar Halldórsson ritar fyrir hönd sýslumanns og dagsett er 25. júlí: „Að framan rituðu telur sýslumaður ljóst að verulegur vafi er uppi um starfshætti félagsins og umboð þeirrar stjórnar sem kjörin var árið 2019. Vegna þess hefur þess verið farið á leit við Fjársýslu ríkisins að greiðslur á sóknargjöldum til félagsins verði felldar niður frá og með deginum í dag, enda er um almannafé að ræða.“ KSDA hefur svarað, sent afrit til fjársýslunnar og er ekki að sjá að þeim sé brugðið. Í bréfi sem Guðrún S. Sigríðardóttir fyrir hönd Óskars Sigurðssonar hrl. á lögmannastofunni LEX, fyrir hönd Kirkju sjöunda dags aðventista er þess meðal annars óskað að þetta erindi sýslumanns verði einfaldlega afturkalla. Vilja að sýslumaður afturkalli erindið „Þar sem ekki eru uppfyllt lagaleg skilyrði fyrir því að krefja kirkjuna um úrbætur og fella úr skráningu trúfélagsins á grundvelli 1. mgr. 6. gr. laga nr. 108/1999, svo sem rekið hefur verið.“ Þá er þess jafnframt óskað að sýslumaður afturkalli erindi sitt til Fjársýslu ríkisins þar sem farið var fram á niðurfellingu sóknargjalda til kirkjunnar. „Verði ekki fallist á beiðni um afturköllun er þess óskað að sýslumaður framlengi þann frest sem hann setti kirkjunni til úrbóta í erindi sínu þannig að fresturinn nái fram yfir boðaðan síðari hluta aðalfundar 8. september næstkomandi.“ Samkvæmt heimildum Vísis mun Halldór Þormar svara þessu erindin á næstu tveimur dögum. Tengd skjöl AFRITPDF966KBSækja skjal Andmæli_Kirkju_sjöunda_dags_aðventistaPDF1.3MBSækja skjal
Trúmál Félagasamtök Stjórnsýsla Tengdar fréttir Mögulegt umboðsleysi stjórnar Aðventista gæti skipt Ölfyssinga máli Kristinn Hallgrímsson lögmaður hjá ARTA lögmönnum hefur sent bæjarstjórn Ölfuss bréf þar sem hann varar hana við hugsanlegu umboðsleysi stjórnar Kirkju sjöunda dags aðventista við efnisölu (KSDA). 17. maí 2024 11:51 Segja valdarán framið og kirkju aðventista klofna Tveir félagar í Kirkju sjöunda dags aðventista (KSDA) bera stjórn safnaðarins þungum sökum og segja að þar hafi verið framið valdarán. Þeir segja söfnuðinn klofinn en undir lúra milljarða samningar þar sem heilt fjall er mulið og selt úr landi. 23. apríl 2024 08:50 Ósáttir aðventistar kæra stjórnina vegna námuvinnslu Hluti safnaðar Kirkju sjöunda dags aðventista hefur sótt samtakastjórn kirkjunnar til saka fyrir að hafa farið út fyrir lögskipað hlutverk kirkjunnar með námarekstri. Þeir hafa kært til héraðsdóms Reykjavíkur. 6. nóvember 2023 13:55 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Mögulegt umboðsleysi stjórnar Aðventista gæti skipt Ölfyssinga máli Kristinn Hallgrímsson lögmaður hjá ARTA lögmönnum hefur sent bæjarstjórn Ölfuss bréf þar sem hann varar hana við hugsanlegu umboðsleysi stjórnar Kirkju sjöunda dags aðventista við efnisölu (KSDA). 17. maí 2024 11:51
Segja valdarán framið og kirkju aðventista klofna Tveir félagar í Kirkju sjöunda dags aðventista (KSDA) bera stjórn safnaðarins þungum sökum og segja að þar hafi verið framið valdarán. Þeir segja söfnuðinn klofinn en undir lúra milljarða samningar þar sem heilt fjall er mulið og selt úr landi. 23. apríl 2024 08:50
Ósáttir aðventistar kæra stjórnina vegna námuvinnslu Hluti safnaðar Kirkju sjöunda dags aðventista hefur sótt samtakastjórn kirkjunnar til saka fyrir að hafa farið út fyrir lögskipað hlutverk kirkjunnar með námarekstri. Þeir hafa kært til héraðsdóms Reykjavíkur. 6. nóvember 2023 13:55