Að sögn Bjarna Ingimarssonar, varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, voru fjórir í bílunum þremur og enginn þeirra er talinn alvarlega slasaður. Hann segir engan hafa verið fluttan á sjúkrahús en þrír sjúkrabílar og einn dælubíll hafi verið sendir á vettvang.
Aðgerðum á vettvangi er lokið og því eru engar tafir á umferð til suðurs lengur.
Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við öllum ábendingum og myndum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Fréttin hefur verið uppfærð.