Stefna Starmers mörkuð í ræðu konungs Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. júlí 2024 10:10 Margar hefðir tengjast athöfninni sem eiga margar hverjar rætur sínar að rekja mörghundruð ár aftur í tímann. EPA/Andy Rain Í dag hefur breska þingið störf eftir stórsigur Verkamannaflokksins í kosningum fyrr í mánuðinum. Eins og hefð er fyrir heldur Karl III Bretakonungur ræðu í þinghúsinu við tilefnið. Ræða konungs er eins konar stefnuyfirlýsing nýviðtekinnar ríkisstjórnar og er skrifuð af ríkisstjórnarliðum. Ræða konungs er eins konar stikla af komandi störfum ríkisstjórnarinnar þar sem farið er yfir stefnur og mögulega löggjöf sem hún hyggst gera á kjörtímabilinu. Síðast í nóvember flutti konungur ræðu Rishi Sunaks þáverandi forsætisráðherra en nú er Keir Starmer tekinn við. Konungurinn mun fara frá Buckingham-höll í gullhúðaða vagni konungsins í þinghúsið. Þá verður kórónan sett á höfuð honum og hann sest í hásætið. Ræðan verður flutt úr hásæti konungs klukkan 10:30 á íslenskum tíma. Ræðuhöldunum fylgja alls konar skrautlegar og sögulegar athafnir sem fylgjast má með í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan. Samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins er búist við að konungurinn muni afhjúpa ríflega 35 frumvörp ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnarliðar Verkamannaflokksins hafa sagt að þeir muni einblína á að bæta lífsskilyrði verkafólks og að metnaðarfull löggjafaráætlun sé í smíðum. Í ofangreindri metnaðarfullri löggjafaráætlun felst meðal annars frumvarp um að koma breskum lestarsamgöngum aftur í eigu hins opinbera þegar samningar ríkisins við einkarekstraraðila renna út. Verkamannaflokkurinn stefnir að því að sofna nýtt opinbert félag sem ber nafnið Great British Railways eða Stórbreskar járnbrautir sem mun hafa umsjón með lestarsamgöngum í landinu. Þá er einnig á döfinni ný áætlun í húsnæðis- og innviðauppbyggingu ásamt frumvarpi um frekara valdaafsal til ríkisstjórna Skotlands, Wales og Norður-Írlands. Bretland Karl III Bretakonungur Kosningar í Bretlandi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira
Ræða konungs er eins konar stikla af komandi störfum ríkisstjórnarinnar þar sem farið er yfir stefnur og mögulega löggjöf sem hún hyggst gera á kjörtímabilinu. Síðast í nóvember flutti konungur ræðu Rishi Sunaks þáverandi forsætisráðherra en nú er Keir Starmer tekinn við. Konungurinn mun fara frá Buckingham-höll í gullhúðaða vagni konungsins í þinghúsið. Þá verður kórónan sett á höfuð honum og hann sest í hásætið. Ræðan verður flutt úr hásæti konungs klukkan 10:30 á íslenskum tíma. Ræðuhöldunum fylgja alls konar skrautlegar og sögulegar athafnir sem fylgjast má með í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan. Samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins er búist við að konungurinn muni afhjúpa ríflega 35 frumvörp ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnarliðar Verkamannaflokksins hafa sagt að þeir muni einblína á að bæta lífsskilyrði verkafólks og að metnaðarfull löggjafaráætlun sé í smíðum. Í ofangreindri metnaðarfullri löggjafaráætlun felst meðal annars frumvarp um að koma breskum lestarsamgöngum aftur í eigu hins opinbera þegar samningar ríkisins við einkarekstraraðila renna út. Verkamannaflokkurinn stefnir að því að sofna nýtt opinbert félag sem ber nafnið Great British Railways eða Stórbreskar járnbrautir sem mun hafa umsjón með lestarsamgöngum í landinu. Þá er einnig á döfinni ný áætlun í húsnæðis- og innviðauppbyggingu ásamt frumvarpi um frekara valdaafsal til ríkisstjórna Skotlands, Wales og Norður-Írlands.
Bretland Karl III Bretakonungur Kosningar í Bretlandi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira