Martin seldi Doucoure að Tindastóll væri liðið fyrir hann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2024 22:31 Sadio Doucouré í leik með US Monastir. Nacer Talel/NBAE via Getty Images Tindastóll hefur samið við franska leikmanninn Sadio Doucouré fyrir komandi tímabil í Bónus-deild karla í körfubolta. Hann spurði Martin Hermannsson ráða þegar Tindastóll bankaði á dyrnar hjá sér og Martin ráðlagði honum að prófa að spila á Íslandi. „Sadio er mikill íþróttamaður og frábær varnarmaður. Ég hreifst mikið að dugnaði hans á vellinum og þeirri orku sem hann býr yfir. Við viljum tefla fram góðu varnarliði og ætlumst til að allir leikmenn liðsins séu vinnusamir á vellinum og leggi sig fram fyrir Tindastól. Sadio mun klárlega gera það. Þá er hann margrómaður karakter,“ segir Benedikt Guðmundsson, tiltölulega nýráðinn þjálfari Tindastóls. „Ég er mjög spenntur að koma og spila fyrir Tindastól. Ég hef átt góð samskipti við bæði þjálfara og formann klúbbsins. Ég hef spilað með Martin Hermannssyni og spurði hann út í liðið og samfélagið og hann sagði mér bara góða hluti svo ég er fullur tilhlökkunar að koma í þennan bæ sem elskar körfubolta,“ sagði hinn 31 árs gamli Sadio og hélt áfram. „Við fjölskyldan erum spennt að koma til Íslands, okkur hefur lengi langað til að heimsækja landið og við erum spennt að fá tækifæri til að búa þar og spila körfubolta. Ég hlakka til að kynnast liðinu og samfélaginu og leggja mitt af mörkum til að vinna leiki og ná í titla.“ Doucouré spilaði síðast í Túnis og þar áður í Kósovó en frá 2012 til 2023 spilaði hann í Frakklandi. Hann fór í nýliðaval NBA-deildarinnar árið 2014 en var ekki valinn. Síðar í vetur mun hann skipta Túnis út fyrir Ísland og reyna heilla íbúa Sauðárkróks með hæfileikum sínum. Körfubolti Tindastóll Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
„Sadio er mikill íþróttamaður og frábær varnarmaður. Ég hreifst mikið að dugnaði hans á vellinum og þeirri orku sem hann býr yfir. Við viljum tefla fram góðu varnarliði og ætlumst til að allir leikmenn liðsins séu vinnusamir á vellinum og leggi sig fram fyrir Tindastól. Sadio mun klárlega gera það. Þá er hann margrómaður karakter,“ segir Benedikt Guðmundsson, tiltölulega nýráðinn þjálfari Tindastóls. „Ég er mjög spenntur að koma og spila fyrir Tindastól. Ég hef átt góð samskipti við bæði þjálfara og formann klúbbsins. Ég hef spilað með Martin Hermannssyni og spurði hann út í liðið og samfélagið og hann sagði mér bara góða hluti svo ég er fullur tilhlökkunar að koma í þennan bæ sem elskar körfubolta,“ sagði hinn 31 árs gamli Sadio og hélt áfram. „Við fjölskyldan erum spennt að koma til Íslands, okkur hefur lengi langað til að heimsækja landið og við erum spennt að fá tækifæri til að búa þar og spila körfubolta. Ég hlakka til að kynnast liðinu og samfélaginu og leggja mitt af mörkum til að vinna leiki og ná í titla.“ Doucouré spilaði síðast í Túnis og þar áður í Kósovó en frá 2012 til 2023 spilaði hann í Frakklandi. Hann fór í nýliðaval NBA-deildarinnar árið 2014 en var ekki valinn. Síðar í vetur mun hann skipta Túnis út fyrir Ísland og reyna heilla íbúa Sauðárkróks með hæfileikum sínum.
Körfubolti Tindastóll Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik