Skógur á Snæfellsnesi undirlagður salernispappír Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júlí 2024 09:29 Klósettpappír hvert sem litið er í Hofsstaðaskógi á Snæfellsnesi. Vísir/vilhelm Sá hvimleiði siður margra ferðamanna, að ganga örna sinna úti í náttúrunni með tilheyrandi sóðaskap, verður aldrei upprættur, að mati leiðsögumanns. Skógur á Snæfellsnesi hefur verið undirlagður salernispappír í sumar. Vilji maður komast á klósett á ferðum sínum um landið eru bensínstöðvar nær eini kosturinn sem hægt er að ganga að vísum. En þeirra nýtur ekki alltaf við og þá leita menn gjarnan inn í næsta rjóður. Staðan var til að mynda slæm í Hofsstaðaskógi á sunnanverðu Snæfellsnesi, rétt við þjóðveginn, þegar ljósmyndara Vísis bar þar að garði fyrr í sumar. Klósettpappír hvert sem litið er, innan um trén og úti á göngustíg. Greinileg vísbending um að ferðalangar létti þarna á sér í ró og næði á ferð sinni um svæðið - og taki ekki endilega til eftir sig. Staðan í skóginum var sýnd í fréttum Stöðvar 2. Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands segir félagið meðvitað um vandann, hann sé þekktur í skógum landsins. Sérstakt hreinsunarteymi sé væntanlegt í Hofsstaðaskóg, þar sem klósettpappírinn verði væntanlega einnig hirtur. Örn Árnason, leiðsögumaður og leikari, þekkir vandamálið einnig vel. „Það er voða ljótt að sjá þetta og skynsamlegast væri náttúrulega að framleiða grænan pappír, sem félli betur inn í umhverfið,“ segir Örn léttur í bragði. Vandi sem aldrei verður upprættur Örn segir ljóst að margir tími ekki að greiða fyrir aðgengi að salerni og láti því vaða utandyra. Og þegar náttúran kallar fjarri salerni sé auðvitað ekki að spyrja að leikslokum. „Fjárréttir eru mjög vinsælar, ég hef tekið eftir því, ekki fyrir neðan hana heldur fyrir ofan hana. Það er mjög algengt.“ Þetta er auðvitað ekki í fyrsta sinn sem salernishegðun ferðamanna ratar í fjölmiðla eins og rifjað er upp í kvöldfréttinni hér fyrir ofan. Vandinn er áratugagamall, að sögn Arnar, og þó að gerður yrði skurkur í uppsetningu almenningssalerna á landinu hefði það lítið upp á sig. „Það held ég að sé alveg ómögulegt. Ég held að þetta sé vandi sem við náum aldrei að eyða. Fólk bara, ég ætla ekki að viðhafa einhver ósmekkleg orð, en það lætur það gossa þegar það finnur að það þarf að fara. En ef það gæti gengið frá því þannig að það liggi ekki eins og hráviði út um allt, það væri auðvitað miklu skárra.“ Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir Gekk fram á ferðamenn gera þarfir sínar í Hallargarðinum Þorsteinn Björnsson, nemi við Háskóla Íslands, greindi frá atvikinu í stöðuuppfærslu á Facebook í gær. Hann gekk fram á ferðamennina, karl og konu, þar sem þau höfðu lagt camper-bifreið sinni við Skothúsveg og gerðu þarfir sínar í Hallargarðinum, sem liggur að Skothúsvegi og Frikirkjuvegi. 3. júlí 2017 12:30 Ferðamenn kúkuðu á Hafnarstéttina: „Hún sagði að þetta væri í lagi af því að fuglarnir borða þetta“ Hafnarstéttin á Húsavík er ekki úr alfaraleið og fjöldi salerna í kring. 23. júlí 2015 20:40 Stóð yfir ferðamanni á meðan hann kúkaði í garð á Laugarvatni Sigríður Jónsdóttir er orðin langþreytt á hegðun ferðamanna á Laugarvatni. 3. september 2018 10:20 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Vilji maður komast á klósett á ferðum sínum um landið eru bensínstöðvar nær eini kosturinn sem hægt er að ganga að vísum. En þeirra nýtur ekki alltaf við og þá leita menn gjarnan inn í næsta rjóður. Staðan var til að mynda slæm í Hofsstaðaskógi á sunnanverðu Snæfellsnesi, rétt við þjóðveginn, þegar ljósmyndara Vísis bar þar að garði fyrr í sumar. Klósettpappír hvert sem litið er, innan um trén og úti á göngustíg. Greinileg vísbending um að ferðalangar létti þarna á sér í ró og næði á ferð sinni um svæðið - og taki ekki endilega til eftir sig. Staðan í skóginum var sýnd í fréttum Stöðvar 2. Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands segir félagið meðvitað um vandann, hann sé þekktur í skógum landsins. Sérstakt hreinsunarteymi sé væntanlegt í Hofsstaðaskóg, þar sem klósettpappírinn verði væntanlega einnig hirtur. Örn Árnason, leiðsögumaður og leikari, þekkir vandamálið einnig vel. „Það er voða ljótt að sjá þetta og skynsamlegast væri náttúrulega að framleiða grænan pappír, sem félli betur inn í umhverfið,“ segir Örn léttur í bragði. Vandi sem aldrei verður upprættur Örn segir ljóst að margir tími ekki að greiða fyrir aðgengi að salerni og láti því vaða utandyra. Og þegar náttúran kallar fjarri salerni sé auðvitað ekki að spyrja að leikslokum. „Fjárréttir eru mjög vinsælar, ég hef tekið eftir því, ekki fyrir neðan hana heldur fyrir ofan hana. Það er mjög algengt.“ Þetta er auðvitað ekki í fyrsta sinn sem salernishegðun ferðamanna ratar í fjölmiðla eins og rifjað er upp í kvöldfréttinni hér fyrir ofan. Vandinn er áratugagamall, að sögn Arnar, og þó að gerður yrði skurkur í uppsetningu almenningssalerna á landinu hefði það lítið upp á sig. „Það held ég að sé alveg ómögulegt. Ég held að þetta sé vandi sem við náum aldrei að eyða. Fólk bara, ég ætla ekki að viðhafa einhver ósmekkleg orð, en það lætur það gossa þegar það finnur að það þarf að fara. En ef það gæti gengið frá því þannig að það liggi ekki eins og hráviði út um allt, það væri auðvitað miklu skárra.“
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir Gekk fram á ferðamenn gera þarfir sínar í Hallargarðinum Þorsteinn Björnsson, nemi við Háskóla Íslands, greindi frá atvikinu í stöðuuppfærslu á Facebook í gær. Hann gekk fram á ferðamennina, karl og konu, þar sem þau höfðu lagt camper-bifreið sinni við Skothúsveg og gerðu þarfir sínar í Hallargarðinum, sem liggur að Skothúsvegi og Frikirkjuvegi. 3. júlí 2017 12:30 Ferðamenn kúkuðu á Hafnarstéttina: „Hún sagði að þetta væri í lagi af því að fuglarnir borða þetta“ Hafnarstéttin á Húsavík er ekki úr alfaraleið og fjöldi salerna í kring. 23. júlí 2015 20:40 Stóð yfir ferðamanni á meðan hann kúkaði í garð á Laugarvatni Sigríður Jónsdóttir er orðin langþreytt á hegðun ferðamanna á Laugarvatni. 3. september 2018 10:20 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Gekk fram á ferðamenn gera þarfir sínar í Hallargarðinum Þorsteinn Björnsson, nemi við Háskóla Íslands, greindi frá atvikinu í stöðuuppfærslu á Facebook í gær. Hann gekk fram á ferðamennina, karl og konu, þar sem þau höfðu lagt camper-bifreið sinni við Skothúsveg og gerðu þarfir sínar í Hallargarðinum, sem liggur að Skothúsvegi og Frikirkjuvegi. 3. júlí 2017 12:30
Ferðamenn kúkuðu á Hafnarstéttina: „Hún sagði að þetta væri í lagi af því að fuglarnir borða þetta“ Hafnarstéttin á Húsavík er ekki úr alfaraleið og fjöldi salerna í kring. 23. júlí 2015 20:40
Stóð yfir ferðamanni á meðan hann kúkaði í garð á Laugarvatni Sigríður Jónsdóttir er orðin langþreytt á hegðun ferðamanna á Laugarvatni. 3. september 2018 10:20