Kamala auðmjúk og allra augu á varaforsetaefnum Eiður Þór Árnason skrifar 21. júlí 2024 22:27 Joe Biden hefur óskað eftir því að Kamala Harris verði útnefnd eftirmaður hans. AP/Matt Kelley „Með þessu óeigingjarna og þjóðrækna verki gerir Biden forseti það sem hann hefur ætíð gert á ævi tileinkaðri þjónustu við aðra: Að setja bandarísku þjóðina og landið okkar ofar öllu öðru.“ Þetta segir Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna eftir að Joe Biden tilkynnti að hann hygðist draga framboð sitt til baka í komandi forsetakosningum og mælast til þess að Harris taki við keflinu í baráttunni við Donald Trump. Harris segist ætla að leggja sig fram við að sameina Demókrataflokkinn til að sigra Trump í nóvember. Það sé heiður að hljóta stuðning forsetans og hún hyggist tryggja sér tilnefninguna. „Fyrir hönd bandarísku þjóðarinnar þakka ég Joe Biden fyrir ótrúlega forystu hans sem forseti Bandaríkjanna og fyrir áratuga þjónustu hans við landið okkar. Merkileg arfleifð hans og afrek eiga engan sér líka í nútímasögu Bandaríkjanna, og er arfleið hans meiri en margra forseta sem hafa setið tvö kjörtímabil í embætti,“ segir varaforsetinn í yfirlýsingu. „Það eru 107 dagar til kjördags. Saman munum við berjast. Og saman munum við sigra.“ Obama ekki minnst á Harris Demókrataflokkurinn velur forsetaefni sitt með formlegum hætti á flokksþingi sínu sem hefst þann 19. ágúst næstkomandi. Ekki er öruggt að Harris hljóti tilnefninguna en frammáfólk í Demókrataflokknum hefur stigið fram í kvöld til stuðnings henni. Þeirra á meðal eru Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og utanríkisráðherra, Pramila Jayapal, þingkona frá Washington, Tammy Baldwin, öldungadeildarþingmaður sem býður sig fram til endurkjörs í sveifluríkinu Wisconsin, og Andy Kim, þingmaður sem býður sig nú fram til öldungadeildar fyrir New Jersey. Athygli vekur að Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti birti yfirlýsingu þar sem hann mærði Biden en minntist ekki á Harris. Mörg koma til greina sem varaforsetaefni Auk Harris hafa Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu og Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan til að mynda verið nefnd á síðustu mánuðum sem mögulegir arftakar Joe Biden í forsetaembætti. New York Times segir að hvorugt þeirra ætli að bjóða sig fram á móti Harris og hefur Whitmer staðfest það í yfirlýsingu. Bæði hafa einnig verið nefnd til leiks sem mögulegt varaforsetaefni Harris en talið er vinna gegn Newsom að hann, líkt og Harris komi, komi frá Kaliforníuríki sem hafi lengi stutt demókrata. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, er meðal þeirra sem hefur verið nefndur sem hugsanlegt varaforsetaefni.EPA/RICH PEDRONCELLI Í umfjöllun stjórnmálamiðlsins The Hill er til að mynda minnst á Andy Beshear, ríkisstjóra Kentucky, Roy Cooper, ríkisstjóra í Norður-Karólínu, Josh Shapiro, ríkisstjóra Pennsylvaníu, og JB Pritzker, ríkisstjóra Illinois, auk áðurnefndrar Whitmer. Öll eiga þau sameiginlegt að koma frá ríkjum sem báðir stjórnmálaflokkarnir telja sig geta unnið og þau þannig skipt sköpum í forsetakosningunum í nóvember. Harris var bæði fyrsta konan og litaða konan til að verða varaforseti Bandaríkjanna. Útlit er fyrir að hún eigi nú aftur möguleika á því að skrá nafn sitt í sögubækurnar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Kamala Harris Tengdar fréttir „Eina spilið sem þeir áttu eftir á hendi“ Stjórnmálafræðingur segir þá ákvörðun Bidens Bandaríkjaforseta að draga framboð sitt til baka hafa endurstillt baráráttu demókrata og repúblikana um Hvíta húsið í nóvember. Ekki eru fordæmi fyrir því að forsetaefni stigi til hliðar svo seint í baráttunni. 21. júlí 2024 20:50 Joe Biden dregur framboð sitt til baka Joe Biden Bandaríkjaforseti og forsetaefni Demókrata hyggst draga framboð sitt til endurkjörs til baka. Vaxandi fjöldi flokksmanna hefur á síðustu vikum kallað eftir því að Biden stígi til hliðar. Hann vill að Kamala Harris varaforseti taki við keflinu en um þrír og hálfur mánuður eru nú til kosninga. 21. júlí 2024 17:53 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
Þetta segir Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna eftir að Joe Biden tilkynnti að hann hygðist draga framboð sitt til baka í komandi forsetakosningum og mælast til þess að Harris taki við keflinu í baráttunni við Donald Trump. Harris segist ætla að leggja sig fram við að sameina Demókrataflokkinn til að sigra Trump í nóvember. Það sé heiður að hljóta stuðning forsetans og hún hyggist tryggja sér tilnefninguna. „Fyrir hönd bandarísku þjóðarinnar þakka ég Joe Biden fyrir ótrúlega forystu hans sem forseti Bandaríkjanna og fyrir áratuga þjónustu hans við landið okkar. Merkileg arfleifð hans og afrek eiga engan sér líka í nútímasögu Bandaríkjanna, og er arfleið hans meiri en margra forseta sem hafa setið tvö kjörtímabil í embætti,“ segir varaforsetinn í yfirlýsingu. „Það eru 107 dagar til kjördags. Saman munum við berjast. Og saman munum við sigra.“ Obama ekki minnst á Harris Demókrataflokkurinn velur forsetaefni sitt með formlegum hætti á flokksþingi sínu sem hefst þann 19. ágúst næstkomandi. Ekki er öruggt að Harris hljóti tilnefninguna en frammáfólk í Demókrataflokknum hefur stigið fram í kvöld til stuðnings henni. Þeirra á meðal eru Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og utanríkisráðherra, Pramila Jayapal, þingkona frá Washington, Tammy Baldwin, öldungadeildarþingmaður sem býður sig fram til endurkjörs í sveifluríkinu Wisconsin, og Andy Kim, þingmaður sem býður sig nú fram til öldungadeildar fyrir New Jersey. Athygli vekur að Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti birti yfirlýsingu þar sem hann mærði Biden en minntist ekki á Harris. Mörg koma til greina sem varaforsetaefni Auk Harris hafa Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu og Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan til að mynda verið nefnd á síðustu mánuðum sem mögulegir arftakar Joe Biden í forsetaembætti. New York Times segir að hvorugt þeirra ætli að bjóða sig fram á móti Harris og hefur Whitmer staðfest það í yfirlýsingu. Bæði hafa einnig verið nefnd til leiks sem mögulegt varaforsetaefni Harris en talið er vinna gegn Newsom að hann, líkt og Harris komi, komi frá Kaliforníuríki sem hafi lengi stutt demókrata. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, er meðal þeirra sem hefur verið nefndur sem hugsanlegt varaforsetaefni.EPA/RICH PEDRONCELLI Í umfjöllun stjórnmálamiðlsins The Hill er til að mynda minnst á Andy Beshear, ríkisstjóra Kentucky, Roy Cooper, ríkisstjóra í Norður-Karólínu, Josh Shapiro, ríkisstjóra Pennsylvaníu, og JB Pritzker, ríkisstjóra Illinois, auk áðurnefndrar Whitmer. Öll eiga þau sameiginlegt að koma frá ríkjum sem báðir stjórnmálaflokkarnir telja sig geta unnið og þau þannig skipt sköpum í forsetakosningunum í nóvember. Harris var bæði fyrsta konan og litaða konan til að verða varaforseti Bandaríkjanna. Útlit er fyrir að hún eigi nú aftur möguleika á því að skrá nafn sitt í sögubækurnar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Kamala Harris Tengdar fréttir „Eina spilið sem þeir áttu eftir á hendi“ Stjórnmálafræðingur segir þá ákvörðun Bidens Bandaríkjaforseta að draga framboð sitt til baka hafa endurstillt baráráttu demókrata og repúblikana um Hvíta húsið í nóvember. Ekki eru fordæmi fyrir því að forsetaefni stigi til hliðar svo seint í baráttunni. 21. júlí 2024 20:50 Joe Biden dregur framboð sitt til baka Joe Biden Bandaríkjaforseti og forsetaefni Demókrata hyggst draga framboð sitt til endurkjörs til baka. Vaxandi fjöldi flokksmanna hefur á síðustu vikum kallað eftir því að Biden stígi til hliðar. Hann vill að Kamala Harris varaforseti taki við keflinu en um þrír og hálfur mánuður eru nú til kosninga. 21. júlí 2024 17:53 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
„Eina spilið sem þeir áttu eftir á hendi“ Stjórnmálafræðingur segir þá ákvörðun Bidens Bandaríkjaforseta að draga framboð sitt til baka hafa endurstillt baráráttu demókrata og repúblikana um Hvíta húsið í nóvember. Ekki eru fordæmi fyrir því að forsetaefni stigi til hliðar svo seint í baráttunni. 21. júlí 2024 20:50
Joe Biden dregur framboð sitt til baka Joe Biden Bandaríkjaforseti og forsetaefni Demókrata hyggst draga framboð sitt til endurkjörs til baka. Vaxandi fjöldi flokksmanna hefur á síðustu vikum kallað eftir því að Biden stígi til hliðar. Hann vill að Kamala Harris varaforseti taki við keflinu en um þrír og hálfur mánuður eru nú til kosninga. 21. júlí 2024 17:53