„Hér stígum við fast á bensíngjöfina og höldum henni í botni í níutíu mínútur plús“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júlí 2024 22:30 Höskuldur Gunnlaugsson og félagar í Breiðabliki búa yfir mikilli reynslu af Evrópuleikjum. vísir/arnar Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir að Kópavogsliðið ætli ekki að vera með neitt hálfkák í leiknum gegn Drita frá Kósóvó í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun. „Það er komin tilhlökkun og það styttist í þetta. Þjálfarateymið er búið að leggja fyrir okkur það helsta sem við getum rýnt í þá. Þetta er verðugur andstæðingur og hörkugæjar. Við þurfum bara að sjá til þess að við mætum á tánum og með þessa ákefð sem hefur einkennt okkur á Kópavogsvelli og ekki síst í Evrópuverkefnunum,“ sagði Höskuldur í samtali við Val Pál Eiríksson. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara Í 1. umferð forkeppninnar sló Breiðablik Tikves frá Norður-Makedóníu úr leik, 5-4 samanlagt. „Það er erfitt að segja fyrirfram,“ sagði Höskuldur aðspurður um muninn á Tikves og Drita. „Þetta er þannig séð ekkert ósvipað. Þeir virðast vera með ákveðin einstaklingsgæði, kraftmiklir í skyndisóknum og harðir. Tikves var það alveg líka og nýttu þá sénsa sem við gáfum þeim. Við þurfum bara að vera sérstaklega einbeittir að hleypa ekki á okkur auðveldum færum og upphlaupum.“ Höskuldur segir að Blikar ætli að byrja leikinn á morgun af fullum krafti. „Ef ég þyrfti að velja myndi ég vilja byrja úti en mér er svo sem alveg sama. Við þurfum bara að sjá til þess að við tökum okkur ekki of langan tíma í að vera hálft í hálft að þreifa fyrir okkur. Hérna erum við bara á Kópavogsvelli og þá stígum við fast á bensíngjöfina og höldum henni í botni í níutíu mínútur plús,“ sagði Höskuldur að lokum. Klippa: Viðtal við Höskuld Gunnlaugsson Hlusta má á viðtalið við Höskuld í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Breiðabliks og Drita hefst klukkan 19:15 annað kvöld og verður sýndur beint á rás Bestu deildarinnar 2. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Fleiri fréttir Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Í beinni: Lyon - Man. Utd | Onana og Matic hófu stríðið Í beinni: Tottenham - Frankfurt | Grýtt leið til að bjarga tímabilinu Í beinni: Celje - Fiorentina | Kemst Albert í undanúrslit? Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Sjá meira
„Það er komin tilhlökkun og það styttist í þetta. Þjálfarateymið er búið að leggja fyrir okkur það helsta sem við getum rýnt í þá. Þetta er verðugur andstæðingur og hörkugæjar. Við þurfum bara að sjá til þess að við mætum á tánum og með þessa ákefð sem hefur einkennt okkur á Kópavogsvelli og ekki síst í Evrópuverkefnunum,“ sagði Höskuldur í samtali við Val Pál Eiríksson. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara Í 1. umferð forkeppninnar sló Breiðablik Tikves frá Norður-Makedóníu úr leik, 5-4 samanlagt. „Það er erfitt að segja fyrirfram,“ sagði Höskuldur aðspurður um muninn á Tikves og Drita. „Þetta er þannig séð ekkert ósvipað. Þeir virðast vera með ákveðin einstaklingsgæði, kraftmiklir í skyndisóknum og harðir. Tikves var það alveg líka og nýttu þá sénsa sem við gáfum þeim. Við þurfum bara að vera sérstaklega einbeittir að hleypa ekki á okkur auðveldum færum og upphlaupum.“ Höskuldur segir að Blikar ætli að byrja leikinn á morgun af fullum krafti. „Ef ég þyrfti að velja myndi ég vilja byrja úti en mér er svo sem alveg sama. Við þurfum bara að sjá til þess að við tökum okkur ekki of langan tíma í að vera hálft í hálft að þreifa fyrir okkur. Hérna erum við bara á Kópavogsvelli og þá stígum við fast á bensíngjöfina og höldum henni í botni í níutíu mínútur plús,“ sagði Höskuldur að lokum. Klippa: Viðtal við Höskuld Gunnlaugsson Hlusta má á viðtalið við Höskuld í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Breiðabliks og Drita hefst klukkan 19:15 annað kvöld og verður sýndur beint á rás Bestu deildarinnar 2.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Fleiri fréttir Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Í beinni: Lyon - Man. Utd | Onana og Matic hófu stríðið Í beinni: Tottenham - Frankfurt | Grýtt leið til að bjarga tímabilinu Í beinni: Celje - Fiorentina | Kemst Albert í undanúrslit? Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti