Meðalævilengd Íslendinga styttist Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júlí 2024 10:35 Golf nýtur mikilla vinsælda meðal fólks á efri árum enda fínasta hreyfing og útivist um leið. Vísir/Vilhelm Meðalævilengd karla á Íslandi var 80,7 ár árið 2023 og meðalævilengd kvenna 83,8 ár og styttist í báðum tilfellum á milli ára. Meðalævilengd sýnir hve mörg ár einstaklingur á að meðaltali ólifuð við fæðingu ef miðað er við aldursbundna dánartíðni mannfjöldans. Mikil fylgni er milli aukins menntunarstigs og lengra lífs. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofunnar. Frá árinu 1985 hafa karlar bætt við sig tæplega sex árum og konur tæplega fjórum í meðalævilengd. Ævilengd karla styttist hins vegar um 0,4 ár frá árinu 2022 á meðan hún styttist nokkru minna hjá konum eða um 0,1 á milli áranna 2022 og 2023. Þróunina má sjá á grafinu hér að neðan. Ungbarnadauði í Evrópu þriðji minnsti á Íslandi Árið 2023 létust 2.571 einstaklingar sem búsettir voru á Íslandi, 1.376 karlar og 1.195 konur. Dánartíðni var 6,8 látnir á hverja 1.000 íbúa og lækkaði um 0,5 á milli ára. Árið 2023 mældist ungbarnadauði á Íslandi 2,3 börn af hverjum 1.000 lifandi fæddum sem er aukning um 0,9 frá árinu 2022. Þegar hins vegar er horft á tíu ára tímabil (2013–2022) var ungbarnadauði á Íslandi að meðaltali 2,0 börn af hverjum 1.000 lifandi fæddum og var ungbarnadauði hvergi í Evrópu jafn fátíður og hér nema í San Maríno (1,8) og Finnlandi (1,9). Fyrir sama tímabil var ungbarnadauði að meðaltali 2,1 barn í Slóveníu og Eistlandi, 2,2 í Noregi og 2,3 í Svíþjóð. Tíðastur var ungbarnadauði í Aserbaídsjan, 10,8 af hverjum 1.000 lifandi fæddum yfir tímabilið 2013-2022 samkvæmt tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Þróunina má sjá hér að neðan. Ævilengd háskólamenntaðra lengdist mest Árið 2023 var ólifuð meðalævi 30 ára kvenna með grunnskólamenntun 52,5 ár á meðan þrítugir grunnskólamenntaðir karlar máttu búast við því að lifa 48,8 ár til viðbótar. Konur með framhaldsskólamenntun gátu vænst þess að lifa tæplega þremur árum lengur en stallsystur þeirra með grunnskólamenntun eða í 55,3 ár frá 30 ára aldri. Munurinn var aðeins meiri á meðal karla þar sem ólifuð ævi 30 ára karla með framhaldsskólamenntun var að meðaltali 52,1 ár eða rúmlega þremur árum lengri en karla með grunnskólamenntun. Þrítugir háskólamenntaðir einstaklingar gátu átt von á því að lifa mun lengur en þeir sem minni menntun höfðu. Þannig var ætluð ólifuð meðalævi 30 ára kvenna með háskólamenntun 56,4 ár eða fjórum árum lengri en þrítugra kvenna með grunnskólamenntun árið 2023. Ólifuð ævilengd 30 ára karla með háskólamenntun var 53,8 ár eða fimm árum lengri en þrítugra karla með grunnskólamenntun. Á milli áranna 2011-2023 jókst ævilengd háskólamenntaðra mest eða um 1,7 ár á meðan hún jókst um 1,3 ár á meðal framhaldsskólamenntaðra en minnkaði hins vegar á meðal grunnskólamenntaðra um 0,2 ár. Ævilengd 30 ára eftir menntun og kyni 2011-2023 Ævilengd eftir menntunarstigi einstakra ára byggist á meðaltali á viðmiðunarári að viðbættum fjórum árum þar á undan. Þannig eru útreikningar fyrir 2023 byggðir á meðaltali áranna 2019-2023. Ólifuð meðalævi sýnir hve mörg æviár einstaklingur, karl eða kona, á að meðaltali ólifuð miðað við að hann/hún sé á lífi við upphaf tiltekins aldursskeiðs. Algengt er að reikna ólifaða meðalævi við fæðingu, 1 árs aldur, 15 ára, 50 ára, 65 ára og 80 ára aldur. Ólifuð meðalævi við fæðingu er jafnframt kölluð meðalævilengd. Heilbrigðismál Eldri borgarar Heilsa Mannfjöldi Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Þetta kemur fram í samantekt Hagstofunnar. Frá árinu 1985 hafa karlar bætt við sig tæplega sex árum og konur tæplega fjórum í meðalævilengd. Ævilengd karla styttist hins vegar um 0,4 ár frá árinu 2022 á meðan hún styttist nokkru minna hjá konum eða um 0,1 á milli áranna 2022 og 2023. Þróunina má sjá á grafinu hér að neðan. Ungbarnadauði í Evrópu þriðji minnsti á Íslandi Árið 2023 létust 2.571 einstaklingar sem búsettir voru á Íslandi, 1.376 karlar og 1.195 konur. Dánartíðni var 6,8 látnir á hverja 1.000 íbúa og lækkaði um 0,5 á milli ára. Árið 2023 mældist ungbarnadauði á Íslandi 2,3 börn af hverjum 1.000 lifandi fæddum sem er aukning um 0,9 frá árinu 2022. Þegar hins vegar er horft á tíu ára tímabil (2013–2022) var ungbarnadauði á Íslandi að meðaltali 2,0 börn af hverjum 1.000 lifandi fæddum og var ungbarnadauði hvergi í Evrópu jafn fátíður og hér nema í San Maríno (1,8) og Finnlandi (1,9). Fyrir sama tímabil var ungbarnadauði að meðaltali 2,1 barn í Slóveníu og Eistlandi, 2,2 í Noregi og 2,3 í Svíþjóð. Tíðastur var ungbarnadauði í Aserbaídsjan, 10,8 af hverjum 1.000 lifandi fæddum yfir tímabilið 2013-2022 samkvæmt tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Þróunina má sjá hér að neðan. Ævilengd háskólamenntaðra lengdist mest Árið 2023 var ólifuð meðalævi 30 ára kvenna með grunnskólamenntun 52,5 ár á meðan þrítugir grunnskólamenntaðir karlar máttu búast við því að lifa 48,8 ár til viðbótar. Konur með framhaldsskólamenntun gátu vænst þess að lifa tæplega þremur árum lengur en stallsystur þeirra með grunnskólamenntun eða í 55,3 ár frá 30 ára aldri. Munurinn var aðeins meiri á meðal karla þar sem ólifuð ævi 30 ára karla með framhaldsskólamenntun var að meðaltali 52,1 ár eða rúmlega þremur árum lengri en karla með grunnskólamenntun. Þrítugir háskólamenntaðir einstaklingar gátu átt von á því að lifa mun lengur en þeir sem minni menntun höfðu. Þannig var ætluð ólifuð meðalævi 30 ára kvenna með háskólamenntun 56,4 ár eða fjórum árum lengri en þrítugra kvenna með grunnskólamenntun árið 2023. Ólifuð ævilengd 30 ára karla með háskólamenntun var 53,8 ár eða fimm árum lengri en þrítugra karla með grunnskólamenntun. Á milli áranna 2011-2023 jókst ævilengd háskólamenntaðra mest eða um 1,7 ár á meðan hún jókst um 1,3 ár á meðal framhaldsskólamenntaðra en minnkaði hins vegar á meðal grunnskólamenntaðra um 0,2 ár. Ævilengd 30 ára eftir menntun og kyni 2011-2023 Ævilengd eftir menntunarstigi einstakra ára byggist á meðaltali á viðmiðunarári að viðbættum fjórum árum þar á undan. Þannig eru útreikningar fyrir 2023 byggðir á meðaltali áranna 2019-2023. Ólifuð meðalævi sýnir hve mörg æviár einstaklingur, karl eða kona, á að meðaltali ólifuð miðað við að hann/hún sé á lífi við upphaf tiltekins aldursskeiðs. Algengt er að reikna ólifaða meðalævi við fæðingu, 1 árs aldur, 15 ára, 50 ára, 65 ára og 80 ára aldur. Ólifuð meðalævi við fæðingu er jafnframt kölluð meðalævilengd.
Heilbrigðismál Eldri borgarar Heilsa Mannfjöldi Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira