Þrátt fyrir að nýtt hættumat bendi til að miklar líkur séu á að hraun komi upp innan Grindavíkur á næstu vikum verður ráðist í framkvæmdir innan bæjarins eftir Verslunarmannahelgi. Brottfluttir íbúar eru bjartsýnir á að komast aftur heim.
Við fjöllum um hrottalegt mál í Svíþjóð, hittum spænskan götulistamann sem hefur undanfarið skreytt fráveitulok og rafmagnskassa í Hafnarfirði og verðum í beinni útsendingu frá Bæjarbíó þar sem Jónas Sig er með tónleika í kvöld.