Hlaupið hefur haft mikil áhrif á ferðaþjónustu í kringum vegkaflann sem er lokaður. Víða er uppselt í gistingu á svæðinu og hafa ferðamenn misst af flugi. Hótelstjóri í Vík í Mýrdal segir flesta taka ástandinu með stóískri ró.
Ísraelski flugherinn segist hafa hæft skotmörk tengd Hezbollah samtökunum í Líbanon eftir að tólf börn og ungmenni létust í eldflaugaárás meðan þau spiluðu fótbolta á hernumdu svæði Ísrael í Gónalhæðum.
Þá fjöllum við um deilur um grunnskólakerfið og heyrum í sundkappa sem ætlaði að synda frá Akranesi til Reykjavíkur en þurfti að hætta á miðri leið.