Ber ekki vitni í spillingarrannsókn á eiginkonu sinni Kjartan Kjartansson skrifar 30. júlí 2024 14:53 Hópur stjórnarandstæðinga stóð fyrir utan Moncloa-höllina á meðan Sánchez ræddi við rannsóknardómarann og krafðist afsagnar forsætisráðherrans. Þeir héldu meðal annars á spjaldi með mynd af forsætisráðherrahjónunum þar sem þau voru lýst sek. Vísir/EPA Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, baðst undan að bera vitni í réttarrannsókn á meintri spillingu eiginkonu hans í dag. Hann sakar dómarann sem rannsakar málið um embættisafglöp. Rannsókn hófst á því hvort að Begoña Gómez, eiginkona Sánchez, hefði notfært sér aðstöðu sína til þess að fá styrktaraðila að meistaranámi sem hún hafði umsjón eftir kæru frá samtökum sem tengjast ysta hægri spænskra stjórnmála. Sánchez íhugaði að segja af sér vegna málsins í apríl. Forsætisráðherrann kom fyrir dómarann í Moncloa-höllinni í Madrid þar sem hann hefur aðsetur. Hann nýtti sér rétt sinn samkvæmt lögum sem heimila honum að neita að bera vitni gegn maka sínum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Með dómaranum í för var lögmaður Gómez og öfgahægriflokksins Vox sem kærði Gómez. Sánchez hefur ítrekað hafnað ásökunum á hendur konu sinnar en hún hefur sjálf ekki tjáð sig opinberlega um þær. Ríkissaksóknari höfðaði mál fyrir hönd Sánchez gegn dómaranum sem rannsakar ásakanirnar fyrir meint embættisglöp í dag. Pilar Alegría, talskona ríkisstjórnar Sánchez, sagði að málsóknin gegn dómaranum snerist um að að verja sjálfstæði dómstóla fyrir þeim sem láti stjórnast af pólitískum hvötum og utan ramma laganna. Spánn Tengdar fréttir Sánchez boðaður til að bera vitni í spillingarmáli eiginkonunnar Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur verið boðaður til að bera vitni fyrir dómi vegna rannsóknar á meintri spillingu eiginkonu hans sem er grunuð um að hafa notfært sér stöðu sína í viðskiptum. 22. júlí 2024 14:25 Sánchez hættir við að segja af sér Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur ákveðið að segja ekki af sér. Hann hafði áður sagst vera að íhuga það sökum aðfarar hægriafla að sér og eiginkonu sinni. 29. apríl 2024 10:25 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Rannsókn hófst á því hvort að Begoña Gómez, eiginkona Sánchez, hefði notfært sér aðstöðu sína til þess að fá styrktaraðila að meistaranámi sem hún hafði umsjón eftir kæru frá samtökum sem tengjast ysta hægri spænskra stjórnmála. Sánchez íhugaði að segja af sér vegna málsins í apríl. Forsætisráðherrann kom fyrir dómarann í Moncloa-höllinni í Madrid þar sem hann hefur aðsetur. Hann nýtti sér rétt sinn samkvæmt lögum sem heimila honum að neita að bera vitni gegn maka sínum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Með dómaranum í för var lögmaður Gómez og öfgahægriflokksins Vox sem kærði Gómez. Sánchez hefur ítrekað hafnað ásökunum á hendur konu sinnar en hún hefur sjálf ekki tjáð sig opinberlega um þær. Ríkissaksóknari höfðaði mál fyrir hönd Sánchez gegn dómaranum sem rannsakar ásakanirnar fyrir meint embættisglöp í dag. Pilar Alegría, talskona ríkisstjórnar Sánchez, sagði að málsóknin gegn dómaranum snerist um að að verja sjálfstæði dómstóla fyrir þeim sem láti stjórnast af pólitískum hvötum og utan ramma laganna.
Spánn Tengdar fréttir Sánchez boðaður til að bera vitni í spillingarmáli eiginkonunnar Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur verið boðaður til að bera vitni fyrir dómi vegna rannsóknar á meintri spillingu eiginkonu hans sem er grunuð um að hafa notfært sér stöðu sína í viðskiptum. 22. júlí 2024 14:25 Sánchez hættir við að segja af sér Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur ákveðið að segja ekki af sér. Hann hafði áður sagst vera að íhuga það sökum aðfarar hægriafla að sér og eiginkonu sinni. 29. apríl 2024 10:25 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Sánchez boðaður til að bera vitni í spillingarmáli eiginkonunnar Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur verið boðaður til að bera vitni fyrir dómi vegna rannsóknar á meintri spillingu eiginkonu hans sem er grunuð um að hafa notfært sér stöðu sína í viðskiptum. 22. júlí 2024 14:25
Sánchez hættir við að segja af sér Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur ákveðið að segja ekki af sér. Hann hafði áður sagst vera að íhuga það sökum aðfarar hægriafla að sér og eiginkonu sinni. 29. apríl 2024 10:25