Upp kemst um Brexit ósannindamenn og -lygara um síðir – Þeir eru líka hér Ole Anton Bieltvedt skrifar 31. júlí 2024 08:01 Undirritaður skrifaði grein í Morgunblaðið nokkru eftir að Bretar höfðu samþykkt Brexit, þó mjög naumlega hafi verið, og alls ekki með meirihluta kjósenda, hvað þá miklum, eins og Brexit-sinnar hafa ranglega fullyrt - það voru aðeins 37% breskra kjósenda, sem studdu Brexit, 35% voru á móti og heil 28% tóku ekki afstöðu. Í þessari grein sagði m.a. þetta í inngangi: „... Brexit er í augum undirritaðs einfaldlega stórfellt sögulegt slys, sem ábyrgðarlausir þjóðernissinnar, popúlistar og valdasjúkir menn æstu að nokkru óupplýstan almenning í, án greiningar á því, hvað þetta myndi þýða, svo og án greiningar á því, sem á eftir kynni að koma...“ Ég benti líka á þetta í greininni: „Það er aðeins ein Evrópa, eitt ESB Það er alllangt síðan, að ESB varð stærsti markaður heims, með yfir 500 milljónir að verulegu leyti velstæðra neytenda. Nú um áramótin bættist fríverzlun við Kanada og 37 milljónir mest efnaðra neytenda við. Þetta markaðssvæði er á góðri leið með að verða tvisvar sinnum stærra en Bandaríkin. Auk þess er ESB við húsdyr Breta. Hvert ætla Bretar að fara með sinn útflutning og sína þjónustu?“. Því miður hefur komið á daginn, að Brexit var stórfellt og sögulegt slys, sem hefur - andstætt því sem fagurgalar og ósannindamenn lofuðu -, skaðað efnahag, velferð og líka frelsi Breta bæði til ferða og athafna í stórfelldum mæli. Í gær var eftirfarandi fyrirsögn í Viðskiptablaðinu, sem ég hygg, að hafi ekkert haft á móti Brexit á sínum tíma: „Segja Brexit hafa sogað lífskraftinn úr breska hagkerfinu“, og, þessi undirfyrirsögn: „Ný skýrsla frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum málar svarta mynd af breska hagkerfinu“. Í raun þurfti engan spámann til að sjá þetta fyrir, enda telst undirritaður ekki til slíkra. Almennar upplýsingar og almenn skynsemi dugði. Það, sem gerðist í Bretlandi, og er að gerast víða um Evrópu um þessar mundir, er, að almenningur er ruglaður í ríminu með yfirkeyrðum popúlísima, sem er drifinn áfram af þjóðernislegri skírskotun, þar sem spilað er á strengi þjóðernistilfinninga og þjóðernisstolts, líka „sjálfstæðisvitundar“, líka strengi þess, að aðrir, aðkomumenn, séu að hirða eigur okkar og velferð - þó að þetta fólk leggi svo sannarlega sitt af mörkum til að fylla eyður í okkar atvinnulífi og tryggja okkur okkar eigin velferð - og þessi lygasaga er svo öll pökkuð inn í umbúðir innihaldslausra loforða um gull og græna skóga. Í þessu ljósi er vert að skoða, hvað Bretar sjálfir segja nú um sitt Brexit. Fréttamaður RÚV fór nýlega þar um til að fylgjast með þeim kosningum til breska þingsins, sem fram fóru, en hann átti líka viðtöl við ýmsa, bæði Íslendinga, sem þar bjuggu, og heimamenn, um stöðu mála og þá einkum afleiðingar Brexit. Á vef RÚV birtist svo frétt um þessi viðtöl 17. júlí sl. undir fyrirsögninni „Hefur enn ekki orðið vör við jákvæð áhrif af Brexit“,þar sem vitnað er í íslenzka tónlistarkonu, sem hefur búið í Bretlandi í 30 ár. „Víða í Bretlandi finnst kjósendum, að logið hafi verið að þeim í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Brexit“, segir svo í undritexta. Tónlistarkonan bætir við: „Þær eru alveg ótvíræðar þær breytingar, sem hafa orðið, hvað varðar alla stjórnsýslu. Ég, sem tónlistarmaður, þarf að hafa skírteini um það, að ég greiði skatta í þessu landi. Og ferli, sem tók fjórar til fimm vikur, tekur núna upp í níu mánuði“. Svo segir þetta í fréttinni: „Þá merkir Sigrún (tónlistarkonan) áhrif á verðlag og atvinnulíf. „Maður er að sjá fyrirtæki, sem manni þótti frekar rótgróin, loka. Verslunarhúsnæði, sem stendur autt, sem aldrei hafði gert það áður. Og svo náttúrlega það, sem maður heyrir frá fólki, sem er í einhvers konar viðskiptum, sem var með inn- eða útflutning til Evrópu, bara hversu margfalt erfiðara það er að standa í slíku. Og fólk er að gefast upp á því.“ Ennfremur: „Og það er víðar en í Lundúnum, sem gætir gremju vegna Brexit. „Þeim var öllum talin trú um, að sjávarútvegurinn, einkum í Grimsby, yrði betur settur utan sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu ESB. Það hafði mikil áhrif. En sjö eða átta árum síðar er það orðið að veruleika? „Nei“, segir Martyn Boyers, forstjóri Grimsby Fish Market“. „Það var logið að okkur öllum um Brexit. Okkur var sagt, að þar endaði regnboginn, fjársjóðurinn biði, en það gerðist ekki,“ segir vegfarandi í Blackpool. Sigrún segist enn sem komið er ekki sjá jákvæð áhrif af Brexit. „Ég hef ekki séð það enn sem komið er. Það er ekki eitthvað, sem ég hef orðið vör við. Og svo sannarlega virðist ekkert jákvætt í þeirri umræðu, sem ég er hluti af.“ Takk fyrir þessa frétt, RÚV. Einn er sá maður, íslenzkur, sem barðist hart og mikið fyrir Brexit, Hjörtur J. Guðmundsson. Hann ritaði greinar um ágæti Brexit, hversu frábært það hefði verið og yrði fyrir Breta, bæðir hér og í breska miðla, t.a.m. á heimsasíðu „brexitcentral.com“, í júlí 2017, með fyrirsögninni: „The UK will soon learn that being a sovereign country allows you to successfully manage your fishing industries“, þar sem hann sagði m.a. þetta í íslenzkri þýðingu: „Það hvernig breskum sjávarútvegi var fórnað, þegar Bretland gekk í forvera ESB árið 1973, hefur varpað dökkum skugga á aðild landsins að sambandinu síðan. Því mun það án efa skipta miklu máli, hvernig fjallað verður um sjávarútvegsmálin í komandi Brexit-viðræðum bresku ríkisstjórnarinnar og ESB, þegar sagan skoðar hversu árangursrík útganga úr ESB var í raun og veru“. Hversu árangursrík útgangan var, fyrir breskan sjávarútveg, í sannleika og raun, kemur vel fram í máli Martyn Boyers, forstjóra Grimsby Fish Market, hér fyrir ofan, þar sem hann staðfestir, nú 8 árum eftir Brexit atkvæðagreiðsluna, að ekkert, núll, hafi breytzt til batnaðar fyrir breskan sjávarútveg við eða eftir Brexit. Þessi sami Hjörtur J. fer mikinn hér á Vísi þessa dagana, með fjárstuðningi hvers er ekki vitað, en á einhverju verður maðurinn að lifa, í því að reyna að gera ESB tortryggilegt, og beitir hann svipuðum ósannindum og lygum og hann sjálfur og breskir Brexit vinir hans og samherjar beittu á sínum tíma. Ein ósannindin eru, að stóru þjóðirnar í ESB ráði öllu, og, að Íslendingar myndu ekkert hafa að segja, ef við færum inn. Önnur, að það sé um ekkert að semja fyrir Íslendinga, ef þeir vilja fara inna. Allt sé fyrirfram ákveðið og niðurneglt af ESB. Þessum ósannindum og lygum hef ég margsvarað hér á Vísi, með rökum og staðreyndum, og vil ég þar vísa á þessar nýlegu greinar -„Vilja menn þá sérhagsmunagæzlu og það spillingar- og klíkuveldi, sem núverandi stjórnarfar og króna leyfa?“, 22. júni sl. -„Þegar andi Mussolini svífur yfir vötnunum og titlar verða langir“, 28. júní sl. - „Það er víst hægt að semja um aðildarskilmála! Mörg dæmi sanna það“. 14. júlí sl. - „Verða rangfærslur að sannleika, ef þær eru endurteknar nógu oft!?“, 15. júlí sl. Geta þeir, sem vilja, auðvitað flett upp á þessu efni til að fá sanna og rétta mynd af þessum málum. Staðreyndir, í stað síendurtekinna rangfærslna, áróðurs og óhróðurs. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Ole Anton Bieltvedt Bretland Brexit Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Undirritaður skrifaði grein í Morgunblaðið nokkru eftir að Bretar höfðu samþykkt Brexit, þó mjög naumlega hafi verið, og alls ekki með meirihluta kjósenda, hvað þá miklum, eins og Brexit-sinnar hafa ranglega fullyrt - það voru aðeins 37% breskra kjósenda, sem studdu Brexit, 35% voru á móti og heil 28% tóku ekki afstöðu. Í þessari grein sagði m.a. þetta í inngangi: „... Brexit er í augum undirritaðs einfaldlega stórfellt sögulegt slys, sem ábyrgðarlausir þjóðernissinnar, popúlistar og valdasjúkir menn æstu að nokkru óupplýstan almenning í, án greiningar á því, hvað þetta myndi þýða, svo og án greiningar á því, sem á eftir kynni að koma...“ Ég benti líka á þetta í greininni: „Það er aðeins ein Evrópa, eitt ESB Það er alllangt síðan, að ESB varð stærsti markaður heims, með yfir 500 milljónir að verulegu leyti velstæðra neytenda. Nú um áramótin bættist fríverzlun við Kanada og 37 milljónir mest efnaðra neytenda við. Þetta markaðssvæði er á góðri leið með að verða tvisvar sinnum stærra en Bandaríkin. Auk þess er ESB við húsdyr Breta. Hvert ætla Bretar að fara með sinn útflutning og sína þjónustu?“. Því miður hefur komið á daginn, að Brexit var stórfellt og sögulegt slys, sem hefur - andstætt því sem fagurgalar og ósannindamenn lofuðu -, skaðað efnahag, velferð og líka frelsi Breta bæði til ferða og athafna í stórfelldum mæli. Í gær var eftirfarandi fyrirsögn í Viðskiptablaðinu, sem ég hygg, að hafi ekkert haft á móti Brexit á sínum tíma: „Segja Brexit hafa sogað lífskraftinn úr breska hagkerfinu“, og, þessi undirfyrirsögn: „Ný skýrsla frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum málar svarta mynd af breska hagkerfinu“. Í raun þurfti engan spámann til að sjá þetta fyrir, enda telst undirritaður ekki til slíkra. Almennar upplýsingar og almenn skynsemi dugði. Það, sem gerðist í Bretlandi, og er að gerast víða um Evrópu um þessar mundir, er, að almenningur er ruglaður í ríminu með yfirkeyrðum popúlísima, sem er drifinn áfram af þjóðernislegri skírskotun, þar sem spilað er á strengi þjóðernistilfinninga og þjóðernisstolts, líka „sjálfstæðisvitundar“, líka strengi þess, að aðrir, aðkomumenn, séu að hirða eigur okkar og velferð - þó að þetta fólk leggi svo sannarlega sitt af mörkum til að fylla eyður í okkar atvinnulífi og tryggja okkur okkar eigin velferð - og þessi lygasaga er svo öll pökkuð inn í umbúðir innihaldslausra loforða um gull og græna skóga. Í þessu ljósi er vert að skoða, hvað Bretar sjálfir segja nú um sitt Brexit. Fréttamaður RÚV fór nýlega þar um til að fylgjast með þeim kosningum til breska þingsins, sem fram fóru, en hann átti líka viðtöl við ýmsa, bæði Íslendinga, sem þar bjuggu, og heimamenn, um stöðu mála og þá einkum afleiðingar Brexit. Á vef RÚV birtist svo frétt um þessi viðtöl 17. júlí sl. undir fyrirsögninni „Hefur enn ekki orðið vör við jákvæð áhrif af Brexit“,þar sem vitnað er í íslenzka tónlistarkonu, sem hefur búið í Bretlandi í 30 ár. „Víða í Bretlandi finnst kjósendum, að logið hafi verið að þeim í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Brexit“, segir svo í undritexta. Tónlistarkonan bætir við: „Þær eru alveg ótvíræðar þær breytingar, sem hafa orðið, hvað varðar alla stjórnsýslu. Ég, sem tónlistarmaður, þarf að hafa skírteini um það, að ég greiði skatta í þessu landi. Og ferli, sem tók fjórar til fimm vikur, tekur núna upp í níu mánuði“. Svo segir þetta í fréttinni: „Þá merkir Sigrún (tónlistarkonan) áhrif á verðlag og atvinnulíf. „Maður er að sjá fyrirtæki, sem manni þótti frekar rótgróin, loka. Verslunarhúsnæði, sem stendur autt, sem aldrei hafði gert það áður. Og svo náttúrlega það, sem maður heyrir frá fólki, sem er í einhvers konar viðskiptum, sem var með inn- eða útflutning til Evrópu, bara hversu margfalt erfiðara það er að standa í slíku. Og fólk er að gefast upp á því.“ Ennfremur: „Og það er víðar en í Lundúnum, sem gætir gremju vegna Brexit. „Þeim var öllum talin trú um, að sjávarútvegurinn, einkum í Grimsby, yrði betur settur utan sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu ESB. Það hafði mikil áhrif. En sjö eða átta árum síðar er það orðið að veruleika? „Nei“, segir Martyn Boyers, forstjóri Grimsby Fish Market“. „Það var logið að okkur öllum um Brexit. Okkur var sagt, að þar endaði regnboginn, fjársjóðurinn biði, en það gerðist ekki,“ segir vegfarandi í Blackpool. Sigrún segist enn sem komið er ekki sjá jákvæð áhrif af Brexit. „Ég hef ekki séð það enn sem komið er. Það er ekki eitthvað, sem ég hef orðið vör við. Og svo sannarlega virðist ekkert jákvætt í þeirri umræðu, sem ég er hluti af.“ Takk fyrir þessa frétt, RÚV. Einn er sá maður, íslenzkur, sem barðist hart og mikið fyrir Brexit, Hjörtur J. Guðmundsson. Hann ritaði greinar um ágæti Brexit, hversu frábært það hefði verið og yrði fyrir Breta, bæðir hér og í breska miðla, t.a.m. á heimsasíðu „brexitcentral.com“, í júlí 2017, með fyrirsögninni: „The UK will soon learn that being a sovereign country allows you to successfully manage your fishing industries“, þar sem hann sagði m.a. þetta í íslenzkri þýðingu: „Það hvernig breskum sjávarútvegi var fórnað, þegar Bretland gekk í forvera ESB árið 1973, hefur varpað dökkum skugga á aðild landsins að sambandinu síðan. Því mun það án efa skipta miklu máli, hvernig fjallað verður um sjávarútvegsmálin í komandi Brexit-viðræðum bresku ríkisstjórnarinnar og ESB, þegar sagan skoðar hversu árangursrík útganga úr ESB var í raun og veru“. Hversu árangursrík útgangan var, fyrir breskan sjávarútveg, í sannleika og raun, kemur vel fram í máli Martyn Boyers, forstjóra Grimsby Fish Market, hér fyrir ofan, þar sem hann staðfestir, nú 8 árum eftir Brexit atkvæðagreiðsluna, að ekkert, núll, hafi breytzt til batnaðar fyrir breskan sjávarútveg við eða eftir Brexit. Þessi sami Hjörtur J. fer mikinn hér á Vísi þessa dagana, með fjárstuðningi hvers er ekki vitað, en á einhverju verður maðurinn að lifa, í því að reyna að gera ESB tortryggilegt, og beitir hann svipuðum ósannindum og lygum og hann sjálfur og breskir Brexit vinir hans og samherjar beittu á sínum tíma. Ein ósannindin eru, að stóru þjóðirnar í ESB ráði öllu, og, að Íslendingar myndu ekkert hafa að segja, ef við færum inn. Önnur, að það sé um ekkert að semja fyrir Íslendinga, ef þeir vilja fara inna. Allt sé fyrirfram ákveðið og niðurneglt af ESB. Þessum ósannindum og lygum hef ég margsvarað hér á Vísi, með rökum og staðreyndum, og vil ég þar vísa á þessar nýlegu greinar -„Vilja menn þá sérhagsmunagæzlu og það spillingar- og klíkuveldi, sem núverandi stjórnarfar og króna leyfa?“, 22. júni sl. -„Þegar andi Mussolini svífur yfir vötnunum og titlar verða langir“, 28. júní sl. - „Það er víst hægt að semja um aðildarskilmála! Mörg dæmi sanna það“. 14. júlí sl. - „Verða rangfærslur að sannleika, ef þær eru endurteknar nógu oft!?“, 15. júlí sl. Geta þeir, sem vilja, auðvitað flett upp á þessu efni til að fá sanna og rétta mynd af þessum málum. Staðreyndir, í stað síendurtekinna rangfærslna, áróðurs og óhróðurs. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun