Nafngreina árásarmanninn til að stemma stigu við upplýsingafalsi Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2024 11:55 Blóm og bangsar sem fólk hefur skilið eftir nærri vettvangi stunguárásarinnar í Southport á mánudag. AP/James Speakman/PA Dómari í Bretlandi úrskurðaði að birta mætti nafn piltsins sem stakk fjölda barna, þar á meðal þrjú til bana, í Southport á Englandi í dag. Tvö börn sem hann særði hafa nú verið útskrifuð af sjúkrahúsi og ástand annarra fórnarlamba er sagt stöðugt. Árásarmaðurinn heitir Axel Rudakubana. Dómari úrskurðaði að heimilt væri að birta nafn hans þrátt fyrir að bresk lög kveði á um að ekki megi nafngreina ungmenni yngri en átján ára. Sky-fréttastöðin segir að Rudakubana verði átján ára eftir sex daga. Óvanalegt sé að nafngreining sé leyfð. Áður hefur komið fram að Rudakubana sé fæddur í Cardiff í Wales en hann hefur verið búsettur í þorpinu Banks nærri Southport. Rangar upplýsingar um nafn og uppruna hans hafa verið í dreifingu og meðal annars orðið kveikjan að óeirðum hægriöfgamanna í Southport og London í vikunni. Dómarinn útskýrði ákvörðun sína þannig að ef nafn Rudakubana yrði ekki birt gerði það fólki kleift að dreifa upplýsingafalsi. „Að halda áfram að koma í veg fyrir fullan fréttaflutning hefur þann ókost að leyfa öðrum að dreifa röngum upplýsingum í tómarúmi,“ sagði Andrew Menary, dómari í Liverpool. Rudakubana hefur þegar verið ákærður fyrir að myrða þrjár ungar stúlkur á aldrinu sex til níu ára. Fyrir dómi í morgun kom fram að hann hefði notað sveigðan eldshúshníf til þess að ráðast á börn á dansskemmtun. Sakborningurinn á að koma aftur fyrir dómara síðar í dag. Tvö börn sem særðust í árásinni á mánudag hafa nú verið úrskrifuð af Alder Hey-barnasjúkrahúsinu en fimm önnur eru til meðferðar þar. Í tilkynningu frá sjúkrahúsinu kom fram að börnin væru öll í stöðugu ástandi. Fleiri en hundrað manns voru handteknir í uppþotunum vegna hnífaárásarinnar í London í gær. Óeirðarseggirnir kýlu lögreglumann meðal annars í brjóstkassann og spörkuðu í annan ítrekað samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í London. Hnífaárás í Southport Bretland Erlend sakamál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira
Árásarmaðurinn heitir Axel Rudakubana. Dómari úrskurðaði að heimilt væri að birta nafn hans þrátt fyrir að bresk lög kveði á um að ekki megi nafngreina ungmenni yngri en átján ára. Sky-fréttastöðin segir að Rudakubana verði átján ára eftir sex daga. Óvanalegt sé að nafngreining sé leyfð. Áður hefur komið fram að Rudakubana sé fæddur í Cardiff í Wales en hann hefur verið búsettur í þorpinu Banks nærri Southport. Rangar upplýsingar um nafn og uppruna hans hafa verið í dreifingu og meðal annars orðið kveikjan að óeirðum hægriöfgamanna í Southport og London í vikunni. Dómarinn útskýrði ákvörðun sína þannig að ef nafn Rudakubana yrði ekki birt gerði það fólki kleift að dreifa upplýsingafalsi. „Að halda áfram að koma í veg fyrir fullan fréttaflutning hefur þann ókost að leyfa öðrum að dreifa röngum upplýsingum í tómarúmi,“ sagði Andrew Menary, dómari í Liverpool. Rudakubana hefur þegar verið ákærður fyrir að myrða þrjár ungar stúlkur á aldrinu sex til níu ára. Fyrir dómi í morgun kom fram að hann hefði notað sveigðan eldshúshníf til þess að ráðast á börn á dansskemmtun. Sakborningurinn á að koma aftur fyrir dómara síðar í dag. Tvö börn sem særðust í árásinni á mánudag hafa nú verið úrskrifuð af Alder Hey-barnasjúkrahúsinu en fimm önnur eru til meðferðar þar. Í tilkynningu frá sjúkrahúsinu kom fram að börnin væru öll í stöðugu ástandi. Fleiri en hundrað manns voru handteknir í uppþotunum vegna hnífaárásarinnar í London í gær. Óeirðarseggirnir kýlu lögreglumann meðal annars í brjóstkassann og spörkuðu í annan ítrekað samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í London.
Hnífaárás í Southport Bretland Erlend sakamál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira