Eftir leikinn í 8-liða úrslitum í gær, sem Frakkland vann 1-0, brutust út slagsmál. Aðeins hafði gengið á á undan, franskir stuðningsmenn bauluðu til dæmis á argentínska þjóðsönginn fyrir leik og voru almennt ekki mjög gestrisnir.
Svo fauk allt í háaloft eftir leik og menn tókust á eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiðum.
After getting 12 minutes of added time out of nowhere and robbing France of a fair goal, Argentina were humbled and eliminated. And they still couldn’t accept losing and started fighting after full time
— German (@PopOutGerman) August 2, 2024
Justice won today in football after all the corruption 🙏 thank you France pic.twitter.com/TKXgjL6OYS
#Paris2024
— 𝙈𝙖𝙧𝙞𝙤 𝙈𝙤𝙧𝙖𝙮 (@Mario_Moray) August 2, 2024
FINAL ESCÁNDALOSO ENTRE #ARGENTINA Y #FRANCIA
Un jugador francés provocó a los suplentes "Albicelestes", que explotaron de la bronca ante la eliminación de los #JuegosOlímpicos #Olympics #JeuxOlympiques pic.twitter.com/ZCJfEgZXCN
France Olympic Team celebrating in front of Argentina players' family members thinking they won the World Cup
— All About Argentina 🛎🇦🇷 (@AlbicelesteTalk) August 2, 2024
Honestly I’d love to know what would have happened if Argentina, the so-called villains of the world had done that. Imagine the outrage.. pic.twitter.com/wwt7aGkoQ5
Frá því þjóðirnar mættust í úrslitaleik HM 2022 hefur blásið köldu milli þeirra. Rígurinn var að mestu sjáanlegur á internetinu þar sem stuðningsmenn skutu föstum skotum sín á milli.
Allt þar til Enzo Fernandez fagnaði Copa América titlinum með því að syngja níðsöngva um franska landsliðið, sem tók auðvitað ekki þátt í keppninni.
Síðan þá hefur hann teygt sig utan fótboltans og svo virðist sem Frakkar og Argentínumenn muni ekki eiga góða samleið á næstunni.
https://www.visir.is/g/20242601088d/rigur-argentinu-og-frakk-lands-teygir-sig-til-annarra-i-throtta