Scheffler kláraði hringina fjóra á nítján höggum undir pari eða einu höggi á undan Bretanum Tommy Fleetwood sem fékk silfur, og tveimur höggum á undan Japananum Hideki Matsuyama sem fékk brons.
Spánverjinn Jon Rahm var í frábærri stöðu á lokahringum og um tíma með fjögurra högga forystu en hann náði ekki að halda út. Rahm endaði fjórum höggum á eftir Ólympíumeistaranum.
Scheffler lék lokahringinn á 62 höggum eða níu höggum undir pari en hann byrjaði daginn fjórum höggum frá fyrsta sætinu. 62 högg er jöfnun á vallarmetinu.
Scheffler vann líka tvö ristamót á árinu, fyrst PGA meistaramótið í mars og svo Mastersmótið í apríl. Hann er efstur á heimslistanum í golfi og hefur verið það í 63 vikur samfellt.
SCOTTIE SCHEFFLER TIES THE COURSE RECORD WITH A 62 EN ROUTE TO WINNING GOLD IN PARIS 🥇 pic.twitter.com/5FMaq6hLgq
— ESPN (@espn) August 4, 2024