Arnar: Það sjá það allir að við erum í dauðafæri á að gera gott sumar Árni Jóhannsson skrifar 5. ágúst 2024 22:24 Arnar Gunnlaugs var líflegur. Vísir/Hulda Margrét Arnari Gunnlaugssyni var létt eftir sigurinn við FH í Hafnarfirði í kvöld. Leikar enduðu 2-3 og voru það varamennirnir sem skópu sigurinn að lokum. Honum fannst leikurinn rosalegur og fór um víðan völl í viðtali við Gunnlaug Jónsson eftir leikinn. „Þetta var rosalegur leikur. Blautt grasið bauð upp á flottan fótboltaleik sem hafði allt. Dramatík og læti innan vallar sem utan. Þetta var geggjuð auglýsing fyrir deildina. Ég mun ekki lifa lengi ef allir verða svona ef allir leikir verða svona. Við erum nýkomnir frá Albaníu þar sem var sama staða en FH neitaði að gefast upp og köstuðu öllu í okkur í lokin. Við þurftum að hanga með smá lukku og gæðum. Strákarnir frábærir í dag.“ Þetta var mikilvægur leikur verandi á milli Evrópuverkefna og mikil orka fór í þennan leik. „Ég veit ekki hvar strákarnir fá þessa orku. Við skynjum að þetta gæti verið sérstakt sumar og strákarnir skynja að þetta gæti orðið besta sumar í lífi okkar þannig að menn finna einhverja smá orku. Þetta er erfiður heimavöllur og FH búnir að vera virkilega öflugir hérna. Við þurftum að grafa mjög djúpt en það er ótrúlegur karakter í þessum strákum og ég get ekki beðið eftir leiknum á fimmtudaginn.“ Gunnar Vatnhamar fór út af og Gunnlaugur og Arnar í sameiningu töldu upp einhverja sex leikmenn sem vantar í liðið áður en Arnar tók við. „Þetta eru reynsluboltar sem við gjarnan vildum hafa með okkur. Til þess er hópurinn og aðrir hafa stigið upp. Við höfum fengið unga menn inn og t.d. Gísli Gottskálk er búinn að gera mjög vel. Hópurinn þarf bara að taka við, við erum búnir að dásama hann í allan vetur og monta okkur af honum og nú þarf hann að standa sig. Sem hann er búinn. Okkur veitir samt ekki af smá hjálp. Við erum vonandi að landa einum tveimur leikmönnum.“ Eru þá tveir leikmenn að koma inn? „Einn til tveir. Það sjá það allir að við erum í dauðafæri á að gera gott sumar. Mögulega tækifæri, án þess að vera of dramatískur, kemur ekki aftur. Við erum að berjast á öllum vígstöðum og drátturinn í Evrópukeppninni góður en megum ekki fara fram úr sjálfum okkur. Við þurfum að klára Flora Tallin en klúbburinn þarf að standa saman og finna eitthvað til að hjálpa strákunum. Gunnlaugur spurði þá hvort það væri staðfest að Tarik Ibrahimagic úr Vestra væri á leiðinni til Víkings. „Það er ekki staðfest en við höfum klárlega mikinn áhuga á honum.“ Það eru síðan engir af leikmönnunum sem eru meiddir núna eru ekki klárir fyrir fimmtudaginn en það er ekki fyrr en um helgina sem einhverjir snúa til baka. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjör og viðtöl: FH - Víkingur 2-3 | Skiptingar sem skiptu sköpum Íslandsmeistarar Víkings gerðu góða ferð í Kaplakrikann í kvöld í 17. umferð Bestu deildar karla. Þeir báru sigurorð af FH sem var 2-1 yfir í hálfleik. Sveinn Gísli Þorkelsson og Valdimar Þór Ingimundarson komu inn á í upphafi seinni hálfleiks og bjuggu til tvö mörk til að vinna leikinn. Víkingur leiðir deildina með níu stigum eins og staðan er núna. 5. ágúst 2024 18:35 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Kamerúnsk og brasilísk tvenna þegar Sara Björk og félagar fóru í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Sjá meira
„Þetta var rosalegur leikur. Blautt grasið bauð upp á flottan fótboltaleik sem hafði allt. Dramatík og læti innan vallar sem utan. Þetta var geggjuð auglýsing fyrir deildina. Ég mun ekki lifa lengi ef allir verða svona ef allir leikir verða svona. Við erum nýkomnir frá Albaníu þar sem var sama staða en FH neitaði að gefast upp og köstuðu öllu í okkur í lokin. Við þurftum að hanga með smá lukku og gæðum. Strákarnir frábærir í dag.“ Þetta var mikilvægur leikur verandi á milli Evrópuverkefna og mikil orka fór í þennan leik. „Ég veit ekki hvar strákarnir fá þessa orku. Við skynjum að þetta gæti verið sérstakt sumar og strákarnir skynja að þetta gæti orðið besta sumar í lífi okkar þannig að menn finna einhverja smá orku. Þetta er erfiður heimavöllur og FH búnir að vera virkilega öflugir hérna. Við þurftum að grafa mjög djúpt en það er ótrúlegur karakter í þessum strákum og ég get ekki beðið eftir leiknum á fimmtudaginn.“ Gunnar Vatnhamar fór út af og Gunnlaugur og Arnar í sameiningu töldu upp einhverja sex leikmenn sem vantar í liðið áður en Arnar tók við. „Þetta eru reynsluboltar sem við gjarnan vildum hafa með okkur. Til þess er hópurinn og aðrir hafa stigið upp. Við höfum fengið unga menn inn og t.d. Gísli Gottskálk er búinn að gera mjög vel. Hópurinn þarf bara að taka við, við erum búnir að dásama hann í allan vetur og monta okkur af honum og nú þarf hann að standa sig. Sem hann er búinn. Okkur veitir samt ekki af smá hjálp. Við erum vonandi að landa einum tveimur leikmönnum.“ Eru þá tveir leikmenn að koma inn? „Einn til tveir. Það sjá það allir að við erum í dauðafæri á að gera gott sumar. Mögulega tækifæri, án þess að vera of dramatískur, kemur ekki aftur. Við erum að berjast á öllum vígstöðum og drátturinn í Evrópukeppninni góður en megum ekki fara fram úr sjálfum okkur. Við þurfum að klára Flora Tallin en klúbburinn þarf að standa saman og finna eitthvað til að hjálpa strákunum. Gunnlaugur spurði þá hvort það væri staðfest að Tarik Ibrahimagic úr Vestra væri á leiðinni til Víkings. „Það er ekki staðfest en við höfum klárlega mikinn áhuga á honum.“ Það eru síðan engir af leikmönnunum sem eru meiddir núna eru ekki klárir fyrir fimmtudaginn en það er ekki fyrr en um helgina sem einhverjir snúa til baka.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjör og viðtöl: FH - Víkingur 2-3 | Skiptingar sem skiptu sköpum Íslandsmeistarar Víkings gerðu góða ferð í Kaplakrikann í kvöld í 17. umferð Bestu deildar karla. Þeir báru sigurorð af FH sem var 2-1 yfir í hálfleik. Sveinn Gísli Þorkelsson og Valdimar Þór Ingimundarson komu inn á í upphafi seinni hálfleiks og bjuggu til tvö mörk til að vinna leikinn. Víkingur leiðir deildina með níu stigum eins og staðan er núna. 5. ágúst 2024 18:35 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Kamerúnsk og brasilísk tvenna þegar Sara Björk og félagar fóru í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Sjá meira
Uppgjör og viðtöl: FH - Víkingur 2-3 | Skiptingar sem skiptu sköpum Íslandsmeistarar Víkings gerðu góða ferð í Kaplakrikann í kvöld í 17. umferð Bestu deildar karla. Þeir báru sigurorð af FH sem var 2-1 yfir í hálfleik. Sveinn Gísli Þorkelsson og Valdimar Þór Ingimundarson komu inn á í upphafi seinni hálfleiks og bjuggu til tvö mörk til að vinna leikinn. Víkingur leiðir deildina með níu stigum eins og staðan er núna. 5. ágúst 2024 18:35