Mennt er máttur í sjávarútvegi – Skóli sjávarútvegs og siglinga Eyjólfur Ármannsson skrifar 6. ágúst 2024 13:31 Skipstjórnarnám á sér langa sögu á Íslandi. Frá 1891 til 2003 var skipstjórnarnámið í sjálfstæðum skóla. Saga skipstjórnarnáms á Íslandi hefst með stofnun Stýrimannaskólans í Reykjavík 1891 sem var hluti af sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Bygging Sjómannaskólans í Reykjavík var vígð 4. júní 1944 og var hluti af lýðveldisstofnuninni nokkrum dögum síðar. Sjómannaskólinn, byggingin, er helsta einkenni höfuðborgarinnar og eign sjómannastéttarinnar. Við undirbúning byggingarinnar á kreppuárunum var tekið fram að skólinn skyldi vera djarfmannleg auglýsing um þýðingu hinnar íslensku sjómannastéttar fyrir samfélagið. Sá andi og metnaður sem lá að baki byggingu skólans fyrir 80 árum virðist gjörsamlega á bak og burt. Í dag er námið í Tækniskóla Íslands og hluti af framhaldsskólanámi sem þar er boðið upp á. Að undanförnu hefur komið fram vaxandi óánægja með nám í skipstjórn í Tækniskólanum á meðal starfandi skipstjórnarmanna, nemenda, kennara og útgerða. Þessa óánægju ber að taka alvarlega. Félag skipstjórnarmanna hefur vísað til ofangreindrar óánægju og lagt fram skýrar tillögur um framtíð skipstjórnarnáms á Íslandi sem fela í sér að stórefla nám í skipstjórn og sjávarútvegstengdum greinum og leggur til að stofnaður verði skóli sjávarútvegs og siglinga. Skóli sjávarútvegs og siglinga yrði í húsi Sjómannaskólans sem yrði mennta- og þekkingarsetur sjávarútvegs á Íslandi. Menntun skipstjórnarmanna er að hluta til starfsnám sem verður að byggja á góðri sjómennsku. Sjómennska er reynslufag sem ekki verður lært í framhaldsskóla á aldrinum 16-19 ára. Mikilvægt er því að í skipstjórnarnámið sæki eldri nemendur sem hafa verið nokkur ár til sjós og öðlast þar góða sjóreynslu og eru tilbúnir að námi loknu að takast á við þá miklu ábyrgð sem skipstjórn fylgir. Einungis góður sjómaður getur orðið góður skipstjóri. Sérskóli tengdur atvinnugreininni er mun líklegri til að ná til eldri nemenda en skóli sem tekur á móti 16 ára nemendum eftir grunnskóla. Hér er um að ræða nám sem menntar fólk til að stjórna verðmætustu atvinnutækjum samfélagsins í undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Verðmætasköpun atvinnugreinarinnar hefur verið og er ein helsta undirstaða velmegunar í íslensku samfélagi. Mikilvægt er að sjávarútvegur, ein helsta atvinnugrein þjóðarinnar, eigi sitt menntasetur. Án aðgerða gæti framtíðin orðið sú að farið verði að manna fiskiskipflotann með erlendum verktökum. Viljum við það? Til samanburðar má benda á að Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri er menntasetur landbúnaðarins og bænda í landinu. Íslenskir sjómenn og sjávarútvegur þurfa slíkt menntasetur. Í tillögum Félags skipstjórnarmanna er gert ráð fyrir námi í skipstjórn, vélstjórn, fisktækni, fiskeldi, slysavörnum, þróun veiðarfæra og nýsköpun í samvinnu við fyrirtæki innan greinarinnar. Ég skora á menntamálaráðherra og alla þá sem láta sig menntun í þessari undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar varða, og þá sérstaklega útgerðarmenn, að taka tillögur Félags skipstjórnarmanna til alvarlegrar skoðunar. Við þurfum að hefja umræðu um þetta mikilvæga mál. Með samvinnu getur orðið til skóli sem tryggir orðstír greinarinnar og þeirra sem innan hennar starfa. Sjávarútvegur á Íslandi dafnar einungis með vel menntuðum starfsmönnum. Mennt er máttur í sjávarútvegi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi og varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Eyjólfur Ármannsson Sjávarútvegur Skóla- og menntamál Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Halldór 12.04.2025 Halldór Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Skipstjórnarnám á sér langa sögu á Íslandi. Frá 1891 til 2003 var skipstjórnarnámið í sjálfstæðum skóla. Saga skipstjórnarnáms á Íslandi hefst með stofnun Stýrimannaskólans í Reykjavík 1891 sem var hluti af sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Bygging Sjómannaskólans í Reykjavík var vígð 4. júní 1944 og var hluti af lýðveldisstofnuninni nokkrum dögum síðar. Sjómannaskólinn, byggingin, er helsta einkenni höfuðborgarinnar og eign sjómannastéttarinnar. Við undirbúning byggingarinnar á kreppuárunum var tekið fram að skólinn skyldi vera djarfmannleg auglýsing um þýðingu hinnar íslensku sjómannastéttar fyrir samfélagið. Sá andi og metnaður sem lá að baki byggingu skólans fyrir 80 árum virðist gjörsamlega á bak og burt. Í dag er námið í Tækniskóla Íslands og hluti af framhaldsskólanámi sem þar er boðið upp á. Að undanförnu hefur komið fram vaxandi óánægja með nám í skipstjórn í Tækniskólanum á meðal starfandi skipstjórnarmanna, nemenda, kennara og útgerða. Þessa óánægju ber að taka alvarlega. Félag skipstjórnarmanna hefur vísað til ofangreindrar óánægju og lagt fram skýrar tillögur um framtíð skipstjórnarnáms á Íslandi sem fela í sér að stórefla nám í skipstjórn og sjávarútvegstengdum greinum og leggur til að stofnaður verði skóli sjávarútvegs og siglinga. Skóli sjávarútvegs og siglinga yrði í húsi Sjómannaskólans sem yrði mennta- og þekkingarsetur sjávarútvegs á Íslandi. Menntun skipstjórnarmanna er að hluta til starfsnám sem verður að byggja á góðri sjómennsku. Sjómennska er reynslufag sem ekki verður lært í framhaldsskóla á aldrinum 16-19 ára. Mikilvægt er því að í skipstjórnarnámið sæki eldri nemendur sem hafa verið nokkur ár til sjós og öðlast þar góða sjóreynslu og eru tilbúnir að námi loknu að takast á við þá miklu ábyrgð sem skipstjórn fylgir. Einungis góður sjómaður getur orðið góður skipstjóri. Sérskóli tengdur atvinnugreininni er mun líklegri til að ná til eldri nemenda en skóli sem tekur á móti 16 ára nemendum eftir grunnskóla. Hér er um að ræða nám sem menntar fólk til að stjórna verðmætustu atvinnutækjum samfélagsins í undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Verðmætasköpun atvinnugreinarinnar hefur verið og er ein helsta undirstaða velmegunar í íslensku samfélagi. Mikilvægt er að sjávarútvegur, ein helsta atvinnugrein þjóðarinnar, eigi sitt menntasetur. Án aðgerða gæti framtíðin orðið sú að farið verði að manna fiskiskipflotann með erlendum verktökum. Viljum við það? Til samanburðar má benda á að Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri er menntasetur landbúnaðarins og bænda í landinu. Íslenskir sjómenn og sjávarútvegur þurfa slíkt menntasetur. Í tillögum Félags skipstjórnarmanna er gert ráð fyrir námi í skipstjórn, vélstjórn, fisktækni, fiskeldi, slysavörnum, þróun veiðarfæra og nýsköpun í samvinnu við fyrirtæki innan greinarinnar. Ég skora á menntamálaráðherra og alla þá sem láta sig menntun í þessari undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar varða, og þá sérstaklega útgerðarmenn, að taka tillögur Félags skipstjórnarmanna til alvarlegrar skoðunar. Við þurfum að hefja umræðu um þetta mikilvæga mál. Með samvinnu getur orðið til skóli sem tryggir orðstír greinarinnar og þeirra sem innan hennar starfa. Sjávarútvegur á Íslandi dafnar einungis með vel menntuðum starfsmönnum. Mennt er máttur í sjávarútvegi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi og varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun