Miklar skemmdir á bíl eftir að þyrla lenti við hliðina Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. ágúst 2024 15:33 Sverrir segir grjótkast undan þyrlunni hafa valdið þessum skemmdum á bílnum. „Þetta eru ekki stórar skellur, kannski eins og hálf nögl á stærð, en þær eru á öllum bílnum,“ segir Sverrir. Vísir Sverrir Tryggvason varð fyrir því óláni í vikunni að flugmaður þyrlu ákvað að lenda á malarplani á Suðurnesjum þar sem bílnum hans var lagt. Hann segir grjótkast undan þyrlunni hafa valdið miklum skemmdum á bílnum, en fyrirtækið á bak við þyrluna neitar að borga tjónið, og segir ekki ljóst hvort skemmdirnar séu vegna þyrlunnar. „Ég var að fara veiða með afastrákunum mínum við Seltjörn, og legg þar á malarbílaplani. Ég er svo rétt nýfarinn úr honum þegar þyrlan kemur aðsvífandi og lendir rétt fyrir aftan bílinn. Ég reif upp símann og tók þetta upp,“ segir Sverrir, sem birti myndbandið upphaflega á Facebook. Sverrir skoðaði svo bílinn þegar hann kom til baka úr veiðinni. „Þá sé ég að hann er allur grjótbarinn. Það eru skellur á bílnum alveg niður í stál, út um allt, á húddinu, á rúðunum,“ segir Sverrir, sem heldur að þetta endi þannig að hann þurfi að heilmála bílinn. Fyrirtækið neitar ábyrgð Sverrir segist hafa sett sig í samband við fyrirtækið sem rekur þyrluna, sem heitir Glacierheli. Hann hafi fengið svar frá þeim í tölvupósti, á ensku, þar sem fram kom að þetta væri ekki þeim að kenna. „Þetta er algjör langloka. Fyrirtækið sem á Glacierheli heitir Shani ehf. Þeir eru með einhverja kennitölu, en þyrlan er samt skráð í Slóveníu,“ segir hann. Litlar skemmdir vegna grjótkasts eru um allan bílinn.Vísir Þrátt fyrir það sé hans eigin kaskótrygging það eina sem standi honum til boða. „Þetta er með ólíkindum hvernig þeir geta komist upp með þetta. Það liggur við að þeir segi bara fokk jú,“ segir hann. „Vinur minn er þyrluflugmaður og hann segist hafa lent á þessu plani, en hann segist aldrei lenda þarna ef það eru bílar,“ segir Sverrir. Ekki ljóst hvort þyrlan hafi valdið skemmdunum Usman Mehmood, forstjóri Glacierheli, segir að verið sé að rannsaka málið. Það sé ekki alveg ljóst hvort grjótkast undan þyrlunni hafi valdið skemmdunum. „Hann er þarna að keyra á malarvegum, og við vitum ekki hvort það er vegna þyrlunnar sem þessar litlu skemmdir finnast,“ segir Usman. Komi það hins vegar í ljós við rannsókn, að grjótkast undan þyrlunni hafi valdið skemmdum á bílnum, muni þau að sjálfsögðu taka ábyrgð og borga. „En málið er svolítið flókið, af því tryggingarnar okkar eru erlendar. Þyrlan er frá Austurríki og er skráð í Slóveníu. Tryggingarnar sem við borgum eru slóvenskar. Þannig þetta verður bara að taka sinn tíma og við munum skoða þetta,“ segir Usman. Bílar Reykjanesbær Tryggingar Fréttir af flugi Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
„Ég var að fara veiða með afastrákunum mínum við Seltjörn, og legg þar á malarbílaplani. Ég er svo rétt nýfarinn úr honum þegar þyrlan kemur aðsvífandi og lendir rétt fyrir aftan bílinn. Ég reif upp símann og tók þetta upp,“ segir Sverrir, sem birti myndbandið upphaflega á Facebook. Sverrir skoðaði svo bílinn þegar hann kom til baka úr veiðinni. „Þá sé ég að hann er allur grjótbarinn. Það eru skellur á bílnum alveg niður í stál, út um allt, á húddinu, á rúðunum,“ segir Sverrir, sem heldur að þetta endi þannig að hann þurfi að heilmála bílinn. Fyrirtækið neitar ábyrgð Sverrir segist hafa sett sig í samband við fyrirtækið sem rekur þyrluna, sem heitir Glacierheli. Hann hafi fengið svar frá þeim í tölvupósti, á ensku, þar sem fram kom að þetta væri ekki þeim að kenna. „Þetta er algjör langloka. Fyrirtækið sem á Glacierheli heitir Shani ehf. Þeir eru með einhverja kennitölu, en þyrlan er samt skráð í Slóveníu,“ segir hann. Litlar skemmdir vegna grjótkasts eru um allan bílinn.Vísir Þrátt fyrir það sé hans eigin kaskótrygging það eina sem standi honum til boða. „Þetta er með ólíkindum hvernig þeir geta komist upp með þetta. Það liggur við að þeir segi bara fokk jú,“ segir hann. „Vinur minn er þyrluflugmaður og hann segist hafa lent á þessu plani, en hann segist aldrei lenda þarna ef það eru bílar,“ segir Sverrir. Ekki ljóst hvort þyrlan hafi valdið skemmdunum Usman Mehmood, forstjóri Glacierheli, segir að verið sé að rannsaka málið. Það sé ekki alveg ljóst hvort grjótkast undan þyrlunni hafi valdið skemmdunum. „Hann er þarna að keyra á malarvegum, og við vitum ekki hvort það er vegna þyrlunnar sem þessar litlu skemmdir finnast,“ segir Usman. Komi það hins vegar í ljós við rannsókn, að grjótkast undan þyrlunni hafi valdið skemmdum á bílnum, muni þau að sjálfsögðu taka ábyrgð og borga. „En málið er svolítið flókið, af því tryggingarnar okkar eru erlendar. Þyrlan er frá Austurríki og er skráð í Slóveníu. Tryggingarnar sem við borgum eru slóvenskar. Þannig þetta verður bara að taka sinn tíma og við munum skoða þetta,“ segir Usman.
Bílar Reykjanesbær Tryggingar Fréttir af flugi Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira