Sopið marga fjöruna saman: „Ég vil ekki losna við hann, ekki strax“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. ágúst 2024 08:01 Ástbjörn og Gyrðir hafa fylgst vel að. Mynd/KR Æskufélagarnir Ástbjörn Þórðarson og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson eru mættir í heimahagana í Vestubæ Reykjavíkur og munu taka slaginn með KR í Bestu deild karla. Þeir fagna því báðir að vera komnir heim. Báðir hafa leikið með FH síðustu misseri en fóru í skiptum frá Hafnafjarðarfélaginu til KR í stað Kristjáns Flóka Finnbogasonar sem fór í hina áttina. Þeir kveðja Kaplakrika með söknuði á sama tíma og þeir fagna heimkomunni. „Tilfinningin er virkilega góð. Frábært að vera komnir heim en á sama tíma var þetta erfið ákvörðun og maður saknar FH líka. Það var erfitt að fara en ég er virkilega ánægður að vera kominn í svarthvíta liðið mitt,“ segir Gyrðir Hrafn og Ástbjörn tekur undir: „FH er góður klúbbur og fólk sem maður mun sakna þaðan en ég er virkilega ánægður með þetta.“ Klippa: Kátir KR-ingar komnir heim Orðrómarnir trufluðu ekki mikið Skiptin höfðu legið í loftinu um hríð en Ástbjörn segir talið um þau hafa verið meira úti í bæ heldur en við þá beint. „Maður las mikið á miðlum og heyrði annarsstaðar frá en það var ekki alltaf verið að tala við mig varðandi þessi skipti. Það er búinn að vera smá aðdragandi en gott að þetta er klárt,“ segir Ástbjörn. En eru engin óþægindi sem fylgja slíkum orðrómum? „Þegar við vorum í FH vorum við bara 100 prósent fókuseraðir á FH. Svo þegar okkur var tilkynnt að þetta væri að fara að gerast og að ganga í gegn þá komum við hingað, fórum á fundi og stöndum með KR í þeim markmiðum sem á að ná,“ segir Gyrðir. Standa saman Þeir félagar hafa marga fjöruna sopið saman og fóru saman upp yngri flokkana hjá KR. Þeir hafa verið saman hjá FH undanfarið og fara nú saman í pakkadíl þaðan til KR. Nú tekur því enn eitt verkefni þeirra saman við. Gyrðir Hrafn fagnar heimkomunni.Mynd/KR „Gott að við séum saman í þessu. Við erum búnir að fylgjast í gegnum margt í gegnum lífið og það er bara enn sætara að gera þetta með Gyrði,“ segir Ástbjörn. „Við erum búnir að fara í gegnum yngri flokkana og skólann saman. Við höfum tapað saman og unnið titla saman og þekkjum hvorn annan mjög vel,“ bætir Ástbjörn við. Þeir losna aldrei við hvorn annan, félagarnir. „Ég vil ekki losna við hann. Ekki strax,“ segir Gyrðir og hlær. Verk að vinna í Vesturbæ KR hefur verið í miklum vandræðum í sumar og dregist í fallbaráttu. KR átti að mæta HK í gær þar sem Gyrðir hefði spilað sinn fyrsta leik ef aðstæður hefðu verið í lagi í Kórnum. Það er verk að vinna vestur í bæ. „Auðvitað vilja allir KR-ingar vera ofar. Allir KR-ingar horfa upp töfluna en ekki niður. Auðvitað erum við ekki á góðum stað. Það er nóg eftir, við ætlum að ná í þessi stig sem eru í boði,“ segir Gyrðir. Ástbjörn með KR-treyjuna.Mynd/KR Ástbjörn gat ekki tekið þátt í fyrirhuguðum leik gærkvöldsins vegna meiðsla en segist á réttri leið. „Ég er búinn að vera meiddur í nokkrar vikur í ökklanum. Ég fer í segulómun á föstudaginn. Þá kannski sér maður þetta aðeins betur. Þetta er vonandi ekkert alvarlegt og það styttist í mig,“ segir Ástbjörn. Mikilvægt að KR-hjartað slái Í Vesturbæ hefur sú stefna verið mörkuð að fá uppalda KR-inga heim og þeir félagar segja það mikilvægt fyrir liðið. „Það er ákveðin stemning sem fylgir þessu en það þýðir ekki að maður fari beint í liðið því maður sé uppalinn. Ég ætla að vona að við höfum líka verið fengnir því við erum góðir leikmenn. Það að maður þekki hvað er að vera KR-ingur (er mikilvægt) og það er sú stemning sem er verið að skapa,“ segir Ástbjörn. „Það er líka bara búa til alvöru kjarna hérna. Ég held að KR þurfi að gera það. Búa til alvöru KR-lið, KR kjarna. Það er bara þannig,“ segir Gyrðir að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. KR Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Sjá meira
Báðir hafa leikið með FH síðustu misseri en fóru í skiptum frá Hafnafjarðarfélaginu til KR í stað Kristjáns Flóka Finnbogasonar sem fór í hina áttina. Þeir kveðja Kaplakrika með söknuði á sama tíma og þeir fagna heimkomunni. „Tilfinningin er virkilega góð. Frábært að vera komnir heim en á sama tíma var þetta erfið ákvörðun og maður saknar FH líka. Það var erfitt að fara en ég er virkilega ánægður að vera kominn í svarthvíta liðið mitt,“ segir Gyrðir Hrafn og Ástbjörn tekur undir: „FH er góður klúbbur og fólk sem maður mun sakna þaðan en ég er virkilega ánægður með þetta.“ Klippa: Kátir KR-ingar komnir heim Orðrómarnir trufluðu ekki mikið Skiptin höfðu legið í loftinu um hríð en Ástbjörn segir talið um þau hafa verið meira úti í bæ heldur en við þá beint. „Maður las mikið á miðlum og heyrði annarsstaðar frá en það var ekki alltaf verið að tala við mig varðandi þessi skipti. Það er búinn að vera smá aðdragandi en gott að þetta er klárt,“ segir Ástbjörn. En eru engin óþægindi sem fylgja slíkum orðrómum? „Þegar við vorum í FH vorum við bara 100 prósent fókuseraðir á FH. Svo þegar okkur var tilkynnt að þetta væri að fara að gerast og að ganga í gegn þá komum við hingað, fórum á fundi og stöndum með KR í þeim markmiðum sem á að ná,“ segir Gyrðir. Standa saman Þeir félagar hafa marga fjöruna sopið saman og fóru saman upp yngri flokkana hjá KR. Þeir hafa verið saman hjá FH undanfarið og fara nú saman í pakkadíl þaðan til KR. Nú tekur því enn eitt verkefni þeirra saman við. Gyrðir Hrafn fagnar heimkomunni.Mynd/KR „Gott að við séum saman í þessu. Við erum búnir að fylgjast í gegnum margt í gegnum lífið og það er bara enn sætara að gera þetta með Gyrði,“ segir Ástbjörn. „Við erum búnir að fara í gegnum yngri flokkana og skólann saman. Við höfum tapað saman og unnið titla saman og þekkjum hvorn annan mjög vel,“ bætir Ástbjörn við. Þeir losna aldrei við hvorn annan, félagarnir. „Ég vil ekki losna við hann. Ekki strax,“ segir Gyrðir og hlær. Verk að vinna í Vesturbæ KR hefur verið í miklum vandræðum í sumar og dregist í fallbaráttu. KR átti að mæta HK í gær þar sem Gyrðir hefði spilað sinn fyrsta leik ef aðstæður hefðu verið í lagi í Kórnum. Það er verk að vinna vestur í bæ. „Auðvitað vilja allir KR-ingar vera ofar. Allir KR-ingar horfa upp töfluna en ekki niður. Auðvitað erum við ekki á góðum stað. Það er nóg eftir, við ætlum að ná í þessi stig sem eru í boði,“ segir Gyrðir. Ástbjörn með KR-treyjuna.Mynd/KR Ástbjörn gat ekki tekið þátt í fyrirhuguðum leik gærkvöldsins vegna meiðsla en segist á réttri leið. „Ég er búinn að vera meiddur í nokkrar vikur í ökklanum. Ég fer í segulómun á föstudaginn. Þá kannski sér maður þetta aðeins betur. Þetta er vonandi ekkert alvarlegt og það styttist í mig,“ segir Ástbjörn. Mikilvægt að KR-hjartað slái Í Vesturbæ hefur sú stefna verið mörkuð að fá uppalda KR-inga heim og þeir félagar segja það mikilvægt fyrir liðið. „Það er ákveðin stemning sem fylgir þessu en það þýðir ekki að maður fari beint í liðið því maður sé uppalinn. Ég ætla að vona að við höfum líka verið fengnir því við erum góðir leikmenn. Það að maður þekki hvað er að vera KR-ingur (er mikilvægt) og það er sú stemning sem er verið að skapa,“ segir Ástbjörn. „Það er líka bara búa til alvöru kjarna hérna. Ég held að KR þurfi að gera það. Búa til alvöru KR-lið, KR kjarna. Það er bara þannig,“ segir Gyrðir að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
KR Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Sjá meira