Íslenski Daninn náði slemmunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2024 15:46 Hans Lindberg fagnar Ólympíugullinu með liðfélögum sínum Mathias Gidsel, Henrik Moellgaard og Mikkel Hansen. Getty/Alex Davidson Danski landsliðsmaðurinn Hans Lindberg kom sér í úrvalshóp í gær þegar hann varð Ólympíumeistari í París. Lindberg var í hlutverki varamanns þegar danska landsliðið varð Ólympíumeistari í Ríó árið 2016 en Guðmundur Guðmundsson þurfti þá ekki að kalla á hann inn í hópinn. Lindberg fékk því ekki gullið þá. Nú fékk Lindberg aftur á móti að vera með og kemur heim frá París með Ólympíugull um hálsinn. Með því að vinna Ólympíugullið hefur hann unnið stóru handboltaslemmuna (Grand Slam) en til að ná henni þarf viðkomandi leikmaður að vinna Ólympíugull, EM-gull, HM-gull og svo Meistaradeildina. Lindberg hafði orðið tvisvar sinnum heimsmeistari (2019 og 2023) og tvisvar sinnum Evrópumeistari (2008 og 2012) með danska landsliðinu. Hann vann síðan Meistaradeildina með HSV Hamburg árið 2013. Liðsfélagi hans, Niklas Landin hafði áður komist í hópinn sem og og Lasse Svan, fyrrum liðsfélagi hans í danska landsliðinu. Annars eru Frakkar mjög áberandi á listanum sem danski blaðamaðurinn Rasmus Boysen tók saman og má sjá hér fyrir neðan. Lindberg hefur alls unnið tíu verðlaun með danska landsliðinu á ÓL (1), HM (4) og EM (5) eða fimm gullverðlaun, fern silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. Hans Lindberg á íslenska foreldra en hefur búið alla tíð í Danmörku. Það kom í raun aldrei til greina í huga hans að gefa kost á sér í íslenska landsliðið. „Ég lít ekki á sjálfan mig sem Íslending," sagði hann í samtali við Fréttablaðið á sínum tíma. Lindberg hefur spilað 308 landsleiki fyrir Dani og skorað í þeim 809 mörk. Landsliðsferill hans nær yfir meira en 21 ár eða frá 19. mars 2003 til dagsins í dag. Meðlimir í slemmuhóp handboltans: Oleg Grebnev Oleg Kiselyov Jeromé Fernandez Didier Dinart Daniel Narcisse Nikola Karabatic Thierry Omeyer Joel Abati Luc Abalo Michaël Guigou Cedric Sorhaindo Lasse Svan Niklas Landin Vincent Gerard Valentin Porte Dika Mem Timothey N’Guessan Ludovic Fabregas Hans Lindberg Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
Lindberg var í hlutverki varamanns þegar danska landsliðið varð Ólympíumeistari í Ríó árið 2016 en Guðmundur Guðmundsson þurfti þá ekki að kalla á hann inn í hópinn. Lindberg fékk því ekki gullið þá. Nú fékk Lindberg aftur á móti að vera með og kemur heim frá París með Ólympíugull um hálsinn. Með því að vinna Ólympíugullið hefur hann unnið stóru handboltaslemmuna (Grand Slam) en til að ná henni þarf viðkomandi leikmaður að vinna Ólympíugull, EM-gull, HM-gull og svo Meistaradeildina. Lindberg hafði orðið tvisvar sinnum heimsmeistari (2019 og 2023) og tvisvar sinnum Evrópumeistari (2008 og 2012) með danska landsliðinu. Hann vann síðan Meistaradeildina með HSV Hamburg árið 2013. Liðsfélagi hans, Niklas Landin hafði áður komist í hópinn sem og og Lasse Svan, fyrrum liðsfélagi hans í danska landsliðinu. Annars eru Frakkar mjög áberandi á listanum sem danski blaðamaðurinn Rasmus Boysen tók saman og má sjá hér fyrir neðan. Lindberg hefur alls unnið tíu verðlaun með danska landsliðinu á ÓL (1), HM (4) og EM (5) eða fimm gullverðlaun, fern silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. Hans Lindberg á íslenska foreldra en hefur búið alla tíð í Danmörku. Það kom í raun aldrei til greina í huga hans að gefa kost á sér í íslenska landsliðið. „Ég lít ekki á sjálfan mig sem Íslending," sagði hann í samtali við Fréttablaðið á sínum tíma. Lindberg hefur spilað 308 landsleiki fyrir Dani og skorað í þeim 809 mörk. Landsliðsferill hans nær yfir meira en 21 ár eða frá 19. mars 2003 til dagsins í dag. Meðlimir í slemmuhóp handboltans: Oleg Grebnev Oleg Kiselyov Jeromé Fernandez Didier Dinart Daniel Narcisse Nikola Karabatic Thierry Omeyer Joel Abati Luc Abalo Michaël Guigou Cedric Sorhaindo Lasse Svan Niklas Landin Vincent Gerard Valentin Porte Dika Mem Timothey N’Guessan Ludovic Fabregas Hans Lindberg
Meðlimir í slemmuhóp handboltans: Oleg Grebnev Oleg Kiselyov Jeromé Fernandez Didier Dinart Daniel Narcisse Nikola Karabatic Thierry Omeyer Joel Abati Luc Abalo Michaël Guigou Cedric Sorhaindo Lasse Svan Niklas Landin Vincent Gerard Valentin Porte Dika Mem Timothey N’Guessan Ludovic Fabregas Hans Lindberg
Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira