Ein af hverjum fimm glímir við átröskun: „Grafalvarlegur geðsjúkdómur og því ber að taka alvarlega“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 12. ágúst 2024 09:31 Elísa Viðarsdóttir er fyrirliði Vals í Bestu deild kvenna og starfar samhliða því sem næringarfræðingur hjá Heil Heilsumiðstöð. vísir / ívar Niðurstöður rannsóknar sem alþjóðlegu leikmannasamtökin FifPro standa að leiða í ljós að ein af hverjum fimm atvinnukonum í knattspyrnu glímir við átröskun. Næringarfræðingur segir niðurstöðurnar sláandi. Verkefnastjóri Leikmannasamtakanna berst fyrir auknu fjármagni í íþróttahreyfinguna og kallar eftir íþróttasálfræðingum til starfa hjá öllum félögum. Rannsóknin hófst árið 2019 og stendur yfir í tíu ár. Sú umfangsmesta sinnar tegundar og nú þegar hún er hálfnuð hafa fyrstu niðurstöður verið birtar. Ein af hverjum fimm, sem taka þátt í rannsókninni glímir við átröskun. „Þessar niðurstöður eru náttúrulega bara sláandi þar sem átröskun er grafalvarlegur geðsjúkdómur og því ber að taka alvarlega og vinna slíkt í samvinnu við fagaðila, bæði sálfræðinga og næringarfræðinga. Birtingarmyndin hjá öllum er bæði líkamleg og andleg. Það sem ég fagna kannski mest við þetta er að við erum að gera rannsóknina og þannig fá þessar niðurstöður til að geta brugðist við og við þurfum að bregðast við. Fólkið sem stendur næst þessu íþróttafólki þarf að upplýsa það og fræða til að við getum hjálpað,“ segir Elísa Viðarsdóttir, knattspyrnukona og næringarfræðingur. Dr. Vincent Gouttebarge er fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu og starfar í dag sem yfirlæknir Alþjóðlegu Leikmannasamtakanna.fifpro Dr. Vincent Gouttebarge fer fyrir rannsókninni og segir það gríðarlega mikilvægt að innleiða geðheilbrigðisskoðun í læknisskoðanirnar sem lið framkvæma reglulega á leikmönnum sínum. „Það er kominn íþróttasálfræðingur inn í knattspyrnusambandið, sem er hluti af því að gera þetta að afreksteymi. Allir sérfræðingar eru náttúrulega mjög mikilvægir inni í öllum samböndum og ég er búinn að hvetja mikið til þess að hafa íþróttasálfræðinga helst inni í öllum klúbbum líka því þetta skiptir ofboðslega miklu máli,“ segir Sif Atladóttir, verkefnastjóri Leikmannasamtaka Íslands. Elísa og Sif eiga báðar fjölda landsleikja að baki.vísir / fotojet Hún segir jafnframt að íþróttasálfræðingar séu mikilvægir í öllu afreksstarfi, burt séð frá átröskun, og kallar eftir meira fjármagni í íþróttahreyfinguna. „Burt séð frá bara næringunni, álagið að spila á afreksstigi er rosalega mikil, þannig að öll sérfræðiþekking innanborðs þar sem auðvelt aðgengi er að henni skiptir ofboðslega miklu máli. Þá komum við alltaf að þessu pólitíska, við verðum að fá aðeins meira fjármagn inn í íþróttahreyfinguna til að veita okkar íþróttafólki bestu mögulegu eiginleikana til að ná sínu besta fram.“ Innslagið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenski boltinn Besta deild kvenna Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord Sjá meira
Rannsóknin hófst árið 2019 og stendur yfir í tíu ár. Sú umfangsmesta sinnar tegundar og nú þegar hún er hálfnuð hafa fyrstu niðurstöður verið birtar. Ein af hverjum fimm, sem taka þátt í rannsókninni glímir við átröskun. „Þessar niðurstöður eru náttúrulega bara sláandi þar sem átröskun er grafalvarlegur geðsjúkdómur og því ber að taka alvarlega og vinna slíkt í samvinnu við fagaðila, bæði sálfræðinga og næringarfræðinga. Birtingarmyndin hjá öllum er bæði líkamleg og andleg. Það sem ég fagna kannski mest við þetta er að við erum að gera rannsóknina og þannig fá þessar niðurstöður til að geta brugðist við og við þurfum að bregðast við. Fólkið sem stendur næst þessu íþróttafólki þarf að upplýsa það og fræða til að við getum hjálpað,“ segir Elísa Viðarsdóttir, knattspyrnukona og næringarfræðingur. Dr. Vincent Gouttebarge er fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu og starfar í dag sem yfirlæknir Alþjóðlegu Leikmannasamtakanna.fifpro Dr. Vincent Gouttebarge fer fyrir rannsókninni og segir það gríðarlega mikilvægt að innleiða geðheilbrigðisskoðun í læknisskoðanirnar sem lið framkvæma reglulega á leikmönnum sínum. „Það er kominn íþróttasálfræðingur inn í knattspyrnusambandið, sem er hluti af því að gera þetta að afreksteymi. Allir sérfræðingar eru náttúrulega mjög mikilvægir inni í öllum samböndum og ég er búinn að hvetja mikið til þess að hafa íþróttasálfræðinga helst inni í öllum klúbbum líka því þetta skiptir ofboðslega miklu máli,“ segir Sif Atladóttir, verkefnastjóri Leikmannasamtaka Íslands. Elísa og Sif eiga báðar fjölda landsleikja að baki.vísir / fotojet Hún segir jafnframt að íþróttasálfræðingar séu mikilvægir í öllu afreksstarfi, burt séð frá átröskun, og kallar eftir meira fjármagni í íþróttahreyfinguna. „Burt séð frá bara næringunni, álagið að spila á afreksstigi er rosalega mikil, þannig að öll sérfræðiþekking innanborðs þar sem auðvelt aðgengi er að henni skiptir ofboðslega miklu máli. Þá komum við alltaf að þessu pólitíska, við verðum að fá aðeins meira fjármagn inn í íþróttahreyfinguna til að veita okkar íþróttafólki bestu mögulegu eiginleikana til að ná sínu besta fram.“ Innslagið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenski boltinn Besta deild kvenna Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord Sjá meira