Valsmenn kaupa Svía og kalla Orra Hrafn til baka úr láni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2024 09:27 Albin Skoglund er þegar orðinn löglegur með Valsmönnum en hann spilar nú í fyrsta sinn utan Svíþjóðar. Valur Valsmenn hafa styrkt sig fyrir lokakafla Bestu deildar karla í fótbolta og keypt sænskan sóknarmann sem nýr þjálfari Valsliðsins þekkir vel til. Valur hefur einnig kallað miðjumanninn Orra Hrafn Kjartansson til baka úr láni frá Fylki. Áður höfðu Valsmenn misst tvo sóknarmenn en Adam Ægir Pálsson fór á láni til Perugia og Guðmundur Andri Tryggvason fór til KR. Valur kaupir hinn 27 ára gamla Albin Skoglund frá sænska B-deildarfélaginu Utsiktens BK og er hann þegar kominn með leikheimild með Valsmönnum. Albin gerir samning við Val út tímabilið 2026 en hann hefur leikið yfir hundrað leiki í næstefstu deild í Svíþjóð og á að baki nokkra unglingalandsleiki. Albin er uppalinn í Hacken en hefur einnig leikið fyrir Örgryte, IK Oddevold og Ljungskilde SK í heimalandinu. Þekkir Albin vel „Albin Skoglund er að koma úr liði í sænsku B-deildinni sem er deild sem ég persónulega þekki mjög vel enda þjálfaði ég þar og Albin er hörkuleikmaður,“ segir Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, í fréttatilkynningu frá Val. „Ég myndi lýsa honum sem sóknarsinnuðum leikmanni sem getur spilað bæði inni á miðjunni en líka á kantinum. Albin er kraftmikill, tæknilega góður og með mikla hlaupagetu. Hann hefur spilað yfir 100 leiki í sænsku B-deildinni sem segir margt um hæfileika hans. Ég er mjög ánægður með að hafa náð að semja við hann og er þess fullviss að hann muni styrkja okkur í komandi baráttu,“ segir Túfa. Gaman að spila með Gylfa Albin sjálfur er spenntur fyrir komandi baráttu með Val. „Valur er með hörkuleikmannahóp og ég hlakka til að takast á við nýja áskorun. Ég hef alltaf spilað í Svíþjóð og það er mjög spennandi að fá að máta sig við deildina hér á Íslandi sem er mjög öflug. Það verður gaman að spila með leikmönnum eins og Gylfa Sigurðssyni, Aroni Jóhannssyni og Hólmari sem ég þekki til. Ég mun gera mitt besta til þess að Valur nái þeim árangri sem ég veit að félagið stefnir að,“ segir Albin Skoglund. Valsmenn mæta Blikum í Bestu deildinni á fimmtudagskvöldið. Besta deild karla Valur Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira
Valur hefur einnig kallað miðjumanninn Orra Hrafn Kjartansson til baka úr láni frá Fylki. Áður höfðu Valsmenn misst tvo sóknarmenn en Adam Ægir Pálsson fór á láni til Perugia og Guðmundur Andri Tryggvason fór til KR. Valur kaupir hinn 27 ára gamla Albin Skoglund frá sænska B-deildarfélaginu Utsiktens BK og er hann þegar kominn með leikheimild með Valsmönnum. Albin gerir samning við Val út tímabilið 2026 en hann hefur leikið yfir hundrað leiki í næstefstu deild í Svíþjóð og á að baki nokkra unglingalandsleiki. Albin er uppalinn í Hacken en hefur einnig leikið fyrir Örgryte, IK Oddevold og Ljungskilde SK í heimalandinu. Þekkir Albin vel „Albin Skoglund er að koma úr liði í sænsku B-deildinni sem er deild sem ég persónulega þekki mjög vel enda þjálfaði ég þar og Albin er hörkuleikmaður,“ segir Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, í fréttatilkynningu frá Val. „Ég myndi lýsa honum sem sóknarsinnuðum leikmanni sem getur spilað bæði inni á miðjunni en líka á kantinum. Albin er kraftmikill, tæknilega góður og með mikla hlaupagetu. Hann hefur spilað yfir 100 leiki í sænsku B-deildinni sem segir margt um hæfileika hans. Ég er mjög ánægður með að hafa náð að semja við hann og er þess fullviss að hann muni styrkja okkur í komandi baráttu,“ segir Túfa. Gaman að spila með Gylfa Albin sjálfur er spenntur fyrir komandi baráttu með Val. „Valur er með hörkuleikmannahóp og ég hlakka til að takast á við nýja áskorun. Ég hef alltaf spilað í Svíþjóð og það er mjög spennandi að fá að máta sig við deildina hér á Íslandi sem er mjög öflug. Það verður gaman að spila með leikmönnum eins og Gylfa Sigurðssyni, Aroni Jóhannssyni og Hólmari sem ég þekki til. Ég mun gera mitt besta til þess að Valur nái þeim árangri sem ég veit að félagið stefnir að,“ segir Albin Skoglund. Valsmenn mæta Blikum í Bestu deildinni á fimmtudagskvöldið.
Besta deild karla Valur Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira