Starfsmenn Veðurstofunnar í biðstöðu og kvikusöfnun heldur áfram Bjarki Sigurðsson skrifar 13. ágúst 2024 12:16 Benedikt Gunnar Ófeigsson er náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni. Vísir/Arnar Náttúruvársérfræðingur segir litlar líkur á að gos hefjist innan bæjarmarka Grindavíkur. Starfsmenn Veðurstofunnar eru nú í biðstöðu og bíða eftir kvikuhlaupi eða eldgosi sem gæti hafist hvenær sem er. Kvikumagnið í hólfinu undir Svartsengi er komið yfir þau mörk sem við sáum áður en síðasta eldgos hófst í lok maímánaðar. Starfsmenn Veðurstofunnar telja að gos eða kvikuhlaup gæti hafist í raun hvenær sem er á næstu dögum, að sögn Benedikts Gunnars Ófeigssonar, náttúruvársérfræðings hjá stofnuninni. Þrátt fyrir það helst samt hættumat stofnunarinnar óbreytt og gildir næstu vikuna til 20. ágúst. Hættulegt er að vera í Grindavík og við svæðið þar sem síðustu gos hafa komið upp. Hættumatskortið gildir til 20. ágúst.Veðurstofan „Jarðskjálftavirkni á svæðinu hefur farið vaxandi síðustu vikur og sýnir svipaða þróun og fyrir síðustu kvikuhlaup og eldgos. Síðustu sjö daga hefur virknin verið svipuð á milli daga og um 60 til 80 skjálftar mælst á sólarhring á svæðinu frá Stóra-Skógfelli að Grindavík. Flestir skjálftanna eru á um 2 – 4 km dýpi, þeir grynnstu á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells,“ segir í nýrri færslu á vef Veðurstofunnar. Þá hefur landris verið stöðugt síðustu eina og hálfa vikuna, þó það séu vísbendingar um að það gæti verið að hægja á því, sem bendir til þess að kvikuþrýstingur sé að aukast undir Svartsengi. „Fyrir síðasta gos, þá þurftum við að bíða í tvær vikur eftir að þessum mörkum var náð. Þannig við þurfum aðeins að hafa það í huga að þetta gæti dregist um nokkrar vikur. Virknin er samt sem áður orðin mjög svipuð og hún var fyrir síðasta gos, kannski örlítið minni en hún er að nálgast þá virkni mjög hratt,“ segir Benedikt. Eftir því sem lengra líður, því meiri líkur eru á að gos hefjist. „Núna eru öll mæligögn að sýna að þetta er svipað og fyrir síðasta gos og við þurfum að vera tilbúin, þetta getur gerst hvenær sem er. En við verðum bara líka að hafa í huga að þetta getur tafist. Bara vera þolinmóð og bíða,“ segir Benedikt. Erfitt sé að fullyrða hvort næsta gos yrði stærra en hin þó kvikumagnið í kvikuhólfinu sé meira. Þá telur hann ólíklegt að kvika komi upp innan Grindavíkur. „Við verðum að gera ráð fyrir, sérstaklega að það komi upp svona lítil eldgos eins og gerðist í janúar síðast. Að það geti skriðið upp nálægt bænum smá gusur. Það er ekki hægt að útiloka það en að það komi stórt eldgos inni í Grindavík held ég að sé mjög ólíklegt,“ segir Benedikt. Komi til goss er líklegast að það verði í sömu sprungu og gosið hefur nokkrum sinnum úr síðustu mánuði. „Svo breyta þessi eldgos sér alltaf á milli atburða. Þau gera það á óútreiknanlegan hátt. Við verðum bara að vera tilbúin fyrir það að það gerist eitthvað aðeins öðruvísi en síðast,“ segir Benedikt. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Náttúruhamfarir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Kvikumagnið í hólfinu undir Svartsengi er komið yfir þau mörk sem við sáum áður en síðasta eldgos hófst í lok maímánaðar. Starfsmenn Veðurstofunnar telja að gos eða kvikuhlaup gæti hafist í raun hvenær sem er á næstu dögum, að sögn Benedikts Gunnars Ófeigssonar, náttúruvársérfræðings hjá stofnuninni. Þrátt fyrir það helst samt hættumat stofnunarinnar óbreytt og gildir næstu vikuna til 20. ágúst. Hættulegt er að vera í Grindavík og við svæðið þar sem síðustu gos hafa komið upp. Hættumatskortið gildir til 20. ágúst.Veðurstofan „Jarðskjálftavirkni á svæðinu hefur farið vaxandi síðustu vikur og sýnir svipaða þróun og fyrir síðustu kvikuhlaup og eldgos. Síðustu sjö daga hefur virknin verið svipuð á milli daga og um 60 til 80 skjálftar mælst á sólarhring á svæðinu frá Stóra-Skógfelli að Grindavík. Flestir skjálftanna eru á um 2 – 4 km dýpi, þeir grynnstu á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells,“ segir í nýrri færslu á vef Veðurstofunnar. Þá hefur landris verið stöðugt síðustu eina og hálfa vikuna, þó það séu vísbendingar um að það gæti verið að hægja á því, sem bendir til þess að kvikuþrýstingur sé að aukast undir Svartsengi. „Fyrir síðasta gos, þá þurftum við að bíða í tvær vikur eftir að þessum mörkum var náð. Þannig við þurfum aðeins að hafa það í huga að þetta gæti dregist um nokkrar vikur. Virknin er samt sem áður orðin mjög svipuð og hún var fyrir síðasta gos, kannski örlítið minni en hún er að nálgast þá virkni mjög hratt,“ segir Benedikt. Eftir því sem lengra líður, því meiri líkur eru á að gos hefjist. „Núna eru öll mæligögn að sýna að þetta er svipað og fyrir síðasta gos og við þurfum að vera tilbúin, þetta getur gerst hvenær sem er. En við verðum bara líka að hafa í huga að þetta getur tafist. Bara vera þolinmóð og bíða,“ segir Benedikt. Erfitt sé að fullyrða hvort næsta gos yrði stærra en hin þó kvikumagnið í kvikuhólfinu sé meira. Þá telur hann ólíklegt að kvika komi upp innan Grindavíkur. „Við verðum að gera ráð fyrir, sérstaklega að það komi upp svona lítil eldgos eins og gerðist í janúar síðast. Að það geti skriðið upp nálægt bænum smá gusur. Það er ekki hægt að útiloka það en að það komi stórt eldgos inni í Grindavík held ég að sé mjög ólíklegt,“ segir Benedikt. Komi til goss er líklegast að það verði í sömu sprungu og gosið hefur nokkrum sinnum úr síðustu mánuði. „Svo breyta þessi eldgos sér alltaf á milli atburða. Þau gera það á óútreiknanlegan hátt. Við verðum bara að vera tilbúin fyrir það að það gerist eitthvað aðeins öðruvísi en síðast,“ segir Benedikt.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Náttúruhamfarir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira