Hefur gefið út tvö hundruð lög á fimm mánuðum Bjarki Sigurðsson skrifar 17. ágúst 2024 21:00 Magnús Valdimarsson er oftast þekktur sem Maggi Mix. Vísir/Arnar Á fimm mánuðum hefur samfélagsmiðlastjarnan Maggi Mix gefið út tæplega tvö hundruð lög með aðstoð gervigreindar. Hann semur textana sjálfur og segir lögin fyrst og fremst fyrir sjálfan sig. Magnús Valdimarsson, betur þekktur sem Maggi Mix, hefur verið iðinn við kolann síðustu mánuði og með aðstoð gervigreindar gefið út 187 lög á rúmum fimm mánuðum. Textinn er skrifaður af Magga sjálfum en gervigreind sér um að semja tónlistina og syngja lagið sem fer svo beint á helstu streymisveitur. „Þetta er ekkert að koma í staðinn fyrir alvöru tónlistarmann. Ég get ekki stjórnað hver syngur, ég get ekki stjórnað gæðunum. Stundum kemur lagið rosalega hátt eða lágt. Þetta er bara rosalega gaman og skemmtilegt. Ég hlusta á lögin. Ég man þegar ein spurði mig hvort einhver væri að hlusta. Ég svaraði að ég væri að því. Mér finnst þetta gaman,“ segir Maggi. Textarnir fjalla oftast um það sem honum er efst í huga á hverri stundu. Gervigreindin lærir svo að syngja á íslensku betur og betur með hverju lagi. Hann samdi eitt lag fyrir okkur til að sýna ferlið. „Hvað ætla ég að hafa lagið um? Hvað vil ég hafa lagið um? Ég hef undanfarið farið að gera ástarlög, við skulum bara gera eitt ástarlag,“ segir Maggi áður en hann skrifar texta fyrir lagið og setur inn í gervigreindarforritið Suno. Og fimm mínútum síðar er lagið tilbúið og má hlusta á það í klippunni í fréttinni. Sé hann ekki sáttur með lagið fer það beinustu leið í ruslið. „Útgáfan er kannski ekki nógu góð. Ég er það klár í þessu að ef ég fíla ekki fyrsta sem ég heyri, bara ef ég er ekki að fíla fyrstu sekúndurnar, þá bara nei takk. Svo líka, ef mér lýst vel á þessa útgáfu sem kemur núna en ég gerði stafsetningarvillu og vil laga það, þá get ég ekki notað sömu útgáfuna. Ég þarf alltaf að búa til nýja útgáfu af laginu,“ segir Maggi. Tónlist Gervigreind Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Komst í jólaskapið í september Lífið Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Fleiri fréttir Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Sjá meira
Magnús Valdimarsson, betur þekktur sem Maggi Mix, hefur verið iðinn við kolann síðustu mánuði og með aðstoð gervigreindar gefið út 187 lög á rúmum fimm mánuðum. Textinn er skrifaður af Magga sjálfum en gervigreind sér um að semja tónlistina og syngja lagið sem fer svo beint á helstu streymisveitur. „Þetta er ekkert að koma í staðinn fyrir alvöru tónlistarmann. Ég get ekki stjórnað hver syngur, ég get ekki stjórnað gæðunum. Stundum kemur lagið rosalega hátt eða lágt. Þetta er bara rosalega gaman og skemmtilegt. Ég hlusta á lögin. Ég man þegar ein spurði mig hvort einhver væri að hlusta. Ég svaraði að ég væri að því. Mér finnst þetta gaman,“ segir Maggi. Textarnir fjalla oftast um það sem honum er efst í huga á hverri stundu. Gervigreindin lærir svo að syngja á íslensku betur og betur með hverju lagi. Hann samdi eitt lag fyrir okkur til að sýna ferlið. „Hvað ætla ég að hafa lagið um? Hvað vil ég hafa lagið um? Ég hef undanfarið farið að gera ástarlög, við skulum bara gera eitt ástarlag,“ segir Maggi áður en hann skrifar texta fyrir lagið og setur inn í gervigreindarforritið Suno. Og fimm mínútum síðar er lagið tilbúið og má hlusta á það í klippunni í fréttinni. Sé hann ekki sáttur með lagið fer það beinustu leið í ruslið. „Útgáfan er kannski ekki nógu góð. Ég er það klár í þessu að ef ég fíla ekki fyrsta sem ég heyri, bara ef ég er ekki að fíla fyrstu sekúndurnar, þá bara nei takk. Svo líka, ef mér lýst vel á þessa útgáfu sem kemur núna en ég gerði stafsetningarvillu og vil laga það, þá get ég ekki notað sömu útgáfuna. Ég þarf alltaf að búa til nýja útgáfu af laginu,“ segir Maggi.
Tónlist Gervigreind Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Komst í jólaskapið í september Lífið Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Fleiri fréttir Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Sjá meira