Sagði söguna af myndbandinu af henni ungri með Michael Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2024 11:30 Katie Ledecky vann fern verðlaun á Ólympíuleikunum í París, tvö gull, eitt silfur og eitt brons. Þá var ástæða til að rifja upp gamalt myndband með henni og Michael Jordan. Getty/Don Juan Moore/Kristy Sparow Myndband með körfuboltagoðsögninni Michael Jordan vakti athygli fyrir meira en tveimur áratugum síðan en fór síðan aftur á flug á dögunum þegar fólk áttaði sig á því hver var þarna með honum. Bandaríska sundkonan Katie Ledecky vann tvenn gullverðlaun og alls fern verðlaun á Ólympíuleikunum í París. Hún varð um leið sigursælasta bandaríska íþróttakonan í sögu Ólympíuleikanna. Seinna gullið var hennar níunda á Ólympíuleikum en hún vann ein gullverðlaun í London 2012, fern á Ólympíuleikum í Ríó 2016 og tvenn á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021. Myndbandið fór á flug Myndband með Ledecky og NBA goðsögninni Michael Jordan fór á mikið flug eftir að hún tryggði sér gullverðlaun í París. Þar má sjá Jordan stríða henni þegar Ledecky er aðeins tveggja ára gömul og stödd í heiðursstúkunni á leik með Washington Wizards. Throwback to when Michael Jordan played peek-a-boo with 2-year-old Katie Ledecky and blessed her with generational greatness pic.twitter.com/1lbu8fdBqx— Jeff Eisenband (@JeffEisenband) August 2, 2024 Ledecky var spurð út í myndbandið með henni og Jordan. „Jon frændi minn var einn af eigendum Washington Capitals á þessum tíma. Við vorum þarna á leik með Wizards og stödd í eigendastúkunni,“ sagði Ledecky. „Michael Jordan var þarna líka því hann var hluti af eigendahópi Washington Wizards á þessum tíma. Ég var bara að borða poppkornið mitt og Jordan fór að leika við mig í gjugg í borg [peekabo]. Ég lét það ekkert trufla mig og hélt bara áfram að borða poppkornið mitt,“ sagði Ledecky. Vissi hver hann var „Hann setti líka hendina fyrir muninn á mér til að reyna að koma í veg fyrir að ég kæmi poppkorninu upp í munninn,“ sagði Ledecky. Hún bendir á það að það má sjá líka að hún er spurð hvort hún viti hver þetta sé og að hún hafi svarað Michael Jordan. „Ég gerði mér alveg grein fyrir því hversu merkilegur hann var og hver hann var. Ég vil líta þannig á að hann hafi veitt mér innblástur og smitað mig aðeins af hans mikilfengleika. Það var mjög gott fyrir mig að fá að umgangast frábært íþróttafólk frá unga aldri,“ sagði Ledecky. „Þetta er mjög fyndið myndband og ég held að það hafi líka vakið athygli á sínum tíma áður en einhver vissi hver ég var,“ sagði Ledecky. View this post on Instagram A post shared by Shal-Om!🙏🏾 (@supersaiyanshalom26) Sund Ólympíuleikar 2024 í París NBA Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira
Bandaríska sundkonan Katie Ledecky vann tvenn gullverðlaun og alls fern verðlaun á Ólympíuleikunum í París. Hún varð um leið sigursælasta bandaríska íþróttakonan í sögu Ólympíuleikanna. Seinna gullið var hennar níunda á Ólympíuleikum en hún vann ein gullverðlaun í London 2012, fern á Ólympíuleikum í Ríó 2016 og tvenn á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021. Myndbandið fór á flug Myndband með Ledecky og NBA goðsögninni Michael Jordan fór á mikið flug eftir að hún tryggði sér gullverðlaun í París. Þar má sjá Jordan stríða henni þegar Ledecky er aðeins tveggja ára gömul og stödd í heiðursstúkunni á leik með Washington Wizards. Throwback to when Michael Jordan played peek-a-boo with 2-year-old Katie Ledecky and blessed her with generational greatness pic.twitter.com/1lbu8fdBqx— Jeff Eisenband (@JeffEisenband) August 2, 2024 Ledecky var spurð út í myndbandið með henni og Jordan. „Jon frændi minn var einn af eigendum Washington Capitals á þessum tíma. Við vorum þarna á leik með Wizards og stödd í eigendastúkunni,“ sagði Ledecky. „Michael Jordan var þarna líka því hann var hluti af eigendahópi Washington Wizards á þessum tíma. Ég var bara að borða poppkornið mitt og Jordan fór að leika við mig í gjugg í borg [peekabo]. Ég lét það ekkert trufla mig og hélt bara áfram að borða poppkornið mitt,“ sagði Ledecky. Vissi hver hann var „Hann setti líka hendina fyrir muninn á mér til að reyna að koma í veg fyrir að ég kæmi poppkorninu upp í munninn,“ sagði Ledecky. Hún bendir á það að það má sjá líka að hún er spurð hvort hún viti hver þetta sé og að hún hafi svarað Michael Jordan. „Ég gerði mér alveg grein fyrir því hversu merkilegur hann var og hver hann var. Ég vil líta þannig á að hann hafi veitt mér innblástur og smitað mig aðeins af hans mikilfengleika. Það var mjög gott fyrir mig að fá að umgangast frábært íþróttafólk frá unga aldri,“ sagði Ledecky. „Þetta er mjög fyndið myndband og ég held að það hafi líka vakið athygli á sínum tíma áður en einhver vissi hver ég var,“ sagði Ledecky. View this post on Instagram A post shared by Shal-Om!🙏🏾 (@supersaiyanshalom26)
Sund Ólympíuleikar 2024 í París NBA Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira