Mesta rúmmálið sem hefur safnast frá því að gosin hófust Lovísa Arnardóttir skrifar 17. ágúst 2024 22:09 Hraun hefur runnið yfir innviði í síðustu gosum. Eins og Grindavíkurveg. Vísir/Arnar Enn er óbreytt staða á Reykjanesi og líklegt að annað hvort eldgos eða kvikuinnskot geti hafist á hverri stundu. Meiri virkni er í dag en í gær en ekkert stórt stökk að sögn Minneyjar Sigurðardóttur náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Enn safnast kvika undir Svartsengi. „Það eru alltaf einhverjir litlir skjálftar að tikka inn og virknin virðist örlítið meiri í dag en í gær, en ekkert stórt stökk,“ segir Minney í samtali við fréttastofu. Hún segir ekkert að frétta af óróa en að starfsfólk Veðurstofu fylgist grannt með stöðunni. Það megi, eins og áður hefur komið fram, búast við því að eldgos hefjist með skömmum fyrirvara. Miðað við fyrri gos geti verið um hálftíma fyrirvari. „Við erum ekki á staðnum en við fylgjumst vel með öllum gögnum, mælitækjum og vefmyndavélum.“ Líkt og greint hefur verið frá er rúmmál kviku undir Svartsengi áætlað meira en fyrir síðasta eldgos 29. maí. Þá hafði rúmmál kviku einnig aldrei verið meiri en kvikusöfnunin hélt áfram í tvær vikur eftir að fyrri mörkum var náð þar til eldgos hófst. „Þetta er mesta rúmmálið sem hefur safnast frá því að gosin hófust. En það sama mátti segja um síðasta gos. Það var líka mesta magnið sem hafði safnast fyrir það gos,“ segir Minney og heldur áfram: „Við erum komin á ákveðinn punkt en það er erfitt að segja hvort þetta gerist í nótt eða eftir tvær vikur. En við erum viðbúin öllu.“ Skjálftahrina við Flatey Seinnipartinn í dag mældist einnig jarðskjálftahrina við Flatey. Töluvert hefur dregið úr henni en enn mælist einn og einn skjálfti. „Þetta er mjög virkt svæði og það var síðast hrina þarna í júlí,# segir Minney og að algengt sé að þarna séu litlar hrinur. Upptökin eru úti í sjó og skjálftarnir flestir í kringum einn að stærð og ólíklegt að þeir finnist í byggð að sögn Minneyjar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir „Ekki sniðugt að vera með fólk sofandi þarna inni“ Skjálftavirkni við Sundhnúksgígaröðina fer vaxandi og hefur verið töluverð síðasta sólarhringinn. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands mælir eindregið gegn því að fólk gisti í húsum í norðurhluta bæjarins, líkt og einhverjir hafa verið að gera. 15. ágúst 2024 11:44 Fastur á leigumarkaði með verðlaust hús í Grindavík Hafsteinn Sævarsson hafði ekki búið lengi í Grindavík þegar hörmungarnar dundu yfir í nóvember í fyrra. Hann og konan hans keyptu sér eign þar í júlí í fyrra og ætluðu að búa sér til framtíðarheimili í Grindavík. Í dag búa þau í Þorlákshöfn en greiða enn af húsnæði í Grindavík sem þau geta ekki selt Þórkötlu nema með milljónatapi. 15. ágúst 2024 08:33 Allt með kyrrum kjörum þrátt fyrir reyk og ljóstýru „Það er bara svo sem sama, mest lítið að frétta,” segir vakthafandi náttúrrvársérfræðingur sem líkt og fleiri á von á því að gos geti hafist hvað úr hverju á Reykjanesskaga. 14. ágúst 2024 22:27 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Sjá meira
„Það eru alltaf einhverjir litlir skjálftar að tikka inn og virknin virðist örlítið meiri í dag en í gær, en ekkert stórt stökk,“ segir Minney í samtali við fréttastofu. Hún segir ekkert að frétta af óróa en að starfsfólk Veðurstofu fylgist grannt með stöðunni. Það megi, eins og áður hefur komið fram, búast við því að eldgos hefjist með skömmum fyrirvara. Miðað við fyrri gos geti verið um hálftíma fyrirvari. „Við erum ekki á staðnum en við fylgjumst vel með öllum gögnum, mælitækjum og vefmyndavélum.“ Líkt og greint hefur verið frá er rúmmál kviku undir Svartsengi áætlað meira en fyrir síðasta eldgos 29. maí. Þá hafði rúmmál kviku einnig aldrei verið meiri en kvikusöfnunin hélt áfram í tvær vikur eftir að fyrri mörkum var náð þar til eldgos hófst. „Þetta er mesta rúmmálið sem hefur safnast frá því að gosin hófust. En það sama mátti segja um síðasta gos. Það var líka mesta magnið sem hafði safnast fyrir það gos,“ segir Minney og heldur áfram: „Við erum komin á ákveðinn punkt en það er erfitt að segja hvort þetta gerist í nótt eða eftir tvær vikur. En við erum viðbúin öllu.“ Skjálftahrina við Flatey Seinnipartinn í dag mældist einnig jarðskjálftahrina við Flatey. Töluvert hefur dregið úr henni en enn mælist einn og einn skjálfti. „Þetta er mjög virkt svæði og það var síðast hrina þarna í júlí,# segir Minney og að algengt sé að þarna séu litlar hrinur. Upptökin eru úti í sjó og skjálftarnir flestir í kringum einn að stærð og ólíklegt að þeir finnist í byggð að sögn Minneyjar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir „Ekki sniðugt að vera með fólk sofandi þarna inni“ Skjálftavirkni við Sundhnúksgígaröðina fer vaxandi og hefur verið töluverð síðasta sólarhringinn. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands mælir eindregið gegn því að fólk gisti í húsum í norðurhluta bæjarins, líkt og einhverjir hafa verið að gera. 15. ágúst 2024 11:44 Fastur á leigumarkaði með verðlaust hús í Grindavík Hafsteinn Sævarsson hafði ekki búið lengi í Grindavík þegar hörmungarnar dundu yfir í nóvember í fyrra. Hann og konan hans keyptu sér eign þar í júlí í fyrra og ætluðu að búa sér til framtíðarheimili í Grindavík. Í dag búa þau í Þorlákshöfn en greiða enn af húsnæði í Grindavík sem þau geta ekki selt Þórkötlu nema með milljónatapi. 15. ágúst 2024 08:33 Allt með kyrrum kjörum þrátt fyrir reyk og ljóstýru „Það er bara svo sem sama, mest lítið að frétta,” segir vakthafandi náttúrrvársérfræðingur sem líkt og fleiri á von á því að gos geti hafist hvað úr hverju á Reykjanesskaga. 14. ágúst 2024 22:27 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Sjá meira
„Ekki sniðugt að vera með fólk sofandi þarna inni“ Skjálftavirkni við Sundhnúksgígaröðina fer vaxandi og hefur verið töluverð síðasta sólarhringinn. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands mælir eindregið gegn því að fólk gisti í húsum í norðurhluta bæjarins, líkt og einhverjir hafa verið að gera. 15. ágúst 2024 11:44
Fastur á leigumarkaði með verðlaust hús í Grindavík Hafsteinn Sævarsson hafði ekki búið lengi í Grindavík þegar hörmungarnar dundu yfir í nóvember í fyrra. Hann og konan hans keyptu sér eign þar í júlí í fyrra og ætluðu að búa sér til framtíðarheimili í Grindavík. Í dag búa þau í Þorlákshöfn en greiða enn af húsnæði í Grindavík sem þau geta ekki selt Þórkötlu nema með milljónatapi. 15. ágúst 2024 08:33
Allt með kyrrum kjörum þrátt fyrir reyk og ljóstýru „Það er bara svo sem sama, mest lítið að frétta,” segir vakthafandi náttúrrvársérfræðingur sem líkt og fleiri á von á því að gos geti hafist hvað úr hverju á Reykjanesskaga. 14. ágúst 2024 22:27