Verði ykkur að trú ykkar! Vangaveltur um stóra kirkjugarðsmálið Gunnar Jóhannesson skrifar 19. ágúst 2024 15:00 Verði ykkur að trú ykkar! sagði Jesús, eins og lesa má í guðspjalli Matteusar (sbr. Matt 9.27-31). Hver er trú okkar, hvað er fólgið í henni og hverju getur hún komið til leiðar? Kannski er þetta stóra spurningin sem guðspjallið skilur eftir hjá okkur. Og er það ekki örugglega eitthvað sem við getum mörg velt vöngum yfir lengi – og ættum kannski að gera oftar og ákveðnar (svo ég tali fyrir sjálfan mig í öllu falli!). Jesú sagði þetta við tvo blinda menn. Við vitum lítið sem ekkert um þá annað en að þeir voru blindir og fóru á eftir Jesú þar sem hann gekk um í von um kraftaverk. Þeir höfðu vafalaust heyrt margt um Jesú enda hafði ekki farið framhjá mörgum það sem fólk var byrjað að upplifa og segja um þennan mann, Jesú frá Nasaret, og það sem hann gerði og sagði. Þegar við gáum betur að því í Matteusarguðspjalli sjáum við að lækning blindu mannanna er ein af nokkrum lækningafrásögnum eða lýsingum á kraftaverkum sem tilgreind eru hvert á eftir öðru. Jesús reisir unga stúlku frá dauðum, dóttur forstöðumanns nokkurs sem leitaði til Jesú. Einnig læknar hann konu sem hafði haft blóðlát í 12 ár. Loks gefur Jesús þessum tveimur blindu mönnum sjónina á ný og að lokum fær mállaus maður röddina sína aftur. Þeim varð að trú sinni. Ekki fer mikið fyrir miklum lýsingum í þessu samhengi öllu og er í raun fátt eitt sagt annað en það hvernig Jesús mætir með undraverðum hætti þessu fólki sem í neyð sinni og örvæntingu hafði leitað til hans og gefið sig alfarið á hans vald – og hvaða afleiðingar það hafði á líf þeirra. Hvað eigum við svo að gera við þetta allt saman? Það er nú það. Það er lykilspurning sem kemur fram þarna í guðspjallinu, í samtali Jesú og blindu mannanna: „Trúið þið að ég geti gert þetta!“ Það er hin stóra og persónulega spurning mundi ég segja: Trúir ÞÚ að ég geti gert þetta? Gerði Jesús þetta raunverulega? Hvað trúum við að Jesús geti gert? Hverju trúum við að trú okkar á Jesú geti komið til leiðar? Í okkar lífi, í þeim aðstæðum sem við erum hér og nú? Trúum við því að hún hafi mátt til þess að hreyfa við einhverju sem máli skiptir í okkar lífi, í lífi fólks og samfélaga? Þetta eru, þegar allt kemur til alls, spurningar sem hver og einn verður að svara fyrir sig. Ég get bara svarað henni fyrir sjálfan mig. En guðspjallið sjálft – og öll hin kristna trú – gefur okkur svarið við þessum spurningum án þess að hika. Það segir okkur hvað getur gerst ef maðurinn leitar til Jesú og leggur einlægt traust sitt á hann, á orð hans og verk og mátt hans til að umbreyta hjörtum og hugsunum og lífsaðstæðum. * * * * Vafalaust sáu þessir blindu menn eitt og annað skýrar en margt fólk í dag, sem þó hefur fulla og heilbrigða sjón. Það er reyndar engin vafi á því. Margir sjá einfaldlega ekkert þegar Jesús er annars vegar. Þeir horfa framhjá honum og kristinni trú almennt og líta á hana sem óþarfa forngrip liðinnar tíðar sem geri lítið sem ekkert gagn lengur og vilja því sjá sem minnst af henni og sem fæst sem minnir á hana. Slíkir eru einfaldlega tímarnir. Mér varð hugsað til þess um daginn þegar umræða um kirkjugarða rauk allt í einu af stað og vangaveltur um eðli þeirra, stöðu þeirra og heiti, og það hvort krossinn eigi vera sýnilegt tákn í starfsemi þeirra. Krossinn felur í sér margt, umfram allt djúp sannindi um lífið og tilveruna, og úrslitaatburð í sögu mannsins sem öllu varðar, sem og mikla sögu og samhengi fólks og samfélaga í gegnum árþúsundin. Það er á sama tíma auðvitað margt og misjafnt hvað fólk sér í krossinum. Hann er og hefur alltaf verið heiðingjum heimska, eins og Páll postuli sá og vissi strax í upphafi, ásteytingarsteinn og hneykslunarhella. Ég varð, verð ég að viðurkenna, býsna hissa á að lesa sumt sem kom fram um þetta mál innan frá þjóðkirkjunni, þar sem allt að því var fagnað yfir þeim breytingartillögum sem um ræðir og þær réttlættar sem augljóst framfaraskref, ekki síst í ljósi kristinnar trúar. Og það sem ég er ekki síst hugsi yfir er það sem ég upplifi sem skammsýni á hið stærra samhengi sem er hér að baki. Því ef við leyfum okkur að horfa aðeins víðar í kringum okkur, yfir stærra svið og yfir lengri tíma, þá kemur tiltekin mynd í ljós. Að kasta krossinum núna í samhengi starfsemi kirkjugarðanna okkar kann að þykja lítilfjörlegt eitt og sér og vera ekkert stórmál í sjálfu sér. Og vissulega varðar það ekki líf og dauða. En þá þurfum við að hafa það huga, og íhuga það vel og alvarlega, að það er bara einn lítill hluti í miklu, miklu stærri mynd sem sýnir taktfasta afhelgun íslensks samfélags og almennt þær samfélagslegu breytingar sem hafa verið að ryðja sér til rúms á löngum tíma innan alls hins vestræna menningarheims. Og afhelgunin, eða hið trúarsnauða yfirbragð samfélagsins, hefur farið og fer vaxandi – og umræðan um kross eða ekki kross sem einkennismerki kirkjugarðanna, eða kirkju eða ekki kirkju í orðinu kirkjugarður, er birtingarmynd hennar. Á því er engin vafi. Þessi afhelgun er ánægjuefni í hugum margra, eins og sjá má víða í þessari umræðu, enda leiðir hún almennt og einfaldlega til, og er í raun ekki fólgin í öðru en því, að trúarleg hugmyndir, stofnanir, túlkanir og tákn glata samfélagslegri merkingu sinni, gildi og áhrifum. Og það er alveg ljóst, þótt veraldarhyggja og afhelgun komi fram með ólíkum hætti innan samfélagsins, að hún grefur undan samfélagslegum áhrifum trúar – og í okkar samfélagi merkir það fyrst og fremst kristna trú. Það einkennir þannig hið afhelgaða og veraldarvædda vestræna samfélag að trú er ekki talin jafn sjálfsagður samfélagslegur þáttur eða áhrifavaldur og áður var – og að sumra mati er trú samfélagslegur skaðvaldur. Þessi fylgir að fleiri láta sig trú litlu sem engu varða og sjá ekki að hún hafi mikilvægu eða nauðsynlegu hlutverki að gegna í nútímasamfélagi, ef nokkru yfirleitt. Þetta hefur með tíð og tíma svo orðið til þess að þær forsendur sem liggja efahyggju og guðleysi til grundvallar hafa fundið sér æ dýpri bólfestu í formgerð samfélagsins og þar með í vitund fólks. Ég fór með þessar vangaveltur mínar inn á facebook eins og ég geri stundum. Og viðbrögðin almennt þar komu ekki á óvart, þ.e. viðbrögð þeirra sem eru á öðru máli: Þetta er bara „stormur í vatnsglasi“ var sagt. Og einnig: „Mér finnst það einmitt lýsa veikri stöðu kirkjunnar að innan hennar raða séu menn sem eru til í að blása upp þetta smámál.“ Smámál og stormur í vatnsglasi!! Þetta eru býsna merkileg viðbrögð og lýsandi um margt finnst mér. Fyrir það fyrsta er það að sjálfsögðu huglægt hvað telst stormur hér sem annars staðar í samfélagslegri umræðu enda veltur það sem maður sér og upplifir umfram allt á þeim sjónarhól sem maður hefur valið sér í lífinu. Í öðru lagi er samhengið stærra en eitt svokallað „smámál“. Það er önnur og stærri mynd hér að baki. En burtséð frá því, þegar því er almennt haldið fram að eitthvað sé stormur í vatnsglasi þá er einfaldlega verið að gera lítið úr því og látið sem það skipti litlu eða engu máli eða varði almennt litlu. Það eru viðbrögð sem þessi sem eru svo merkileg - og eru alltof algeng í íslenskri umræðuhefð. Ég veit ekki hvað öðrum finnst um þessháttar orðræðu. Ég læt mér nægja að kalla hana skammsýni. En í öllu falli er þetta orðræða sem lýsir því afskaplega vel hvernig afhelgunin sækir að og í sig veðrið og festir sig í sessi. Fólki er einfaldlega sagt að hlutirnir skipti ekki svona miklu máli og séu alls ekki svona stórir og mikilvægir – í raun bara smámál sem ekki séu þess virði að velta fyrir sér eða bregðast við af einhverri taugaveiklun. En hér er einfaldlega um að ræða eitthvað sem skiptir mjög marga máli hvort sem aðrir vilja viðurkenna það eða ekki! Það kann vel að vera að okkar mörgum af okkar ágætu heiðingjum, efahyggjufólki og guðleysingjum finnist þetta litlu máli skipta eða finnist það fólk hjákátlegt sem lætur sig þetta miklu varða – og varla þarf að koma á óvart að þeim finnist það. En það eitt og sér telst varla djúp viska inn í samfélagslega umræðu sem þessa. En að því öllu sögðu þá trúir fólk að sjálfsögðu því sem það vill trúa og þegar allt kemur til alls sér fólk það sem það vill sjá og lokar augunum fyrir öðru. Og það kann vel að vera að afhelgun samfélagsins sé óhjákvæmileg upp að vissu marki. Vaflaust er hún það! En á kristið fólk og kirkja að standa upp og fagna henni, ýta jafnvel á undan henni? Nei, það á ekki að gera það. Kristið fólk er ekki kallað til þess, heldur er það kallað til þess að lifa, leynt og ljóst, trú sína á Drottinn Jesú Krist og til þess að kalla alla aðra undir merki þess sannleika sem birtist í krossinum sem hann dó á og reis upp af. Eins og svo oft áður hefur C.S. Lewis lærdóm að leggja fram í þessu samhengi sem vert er að hugsa um: „Þú getur ekki statt og stöðugt „séð í gegnum“ allt. Heila málið við það að sjá í gegnum eitthvað er að sjá eitthvað annað í gegnum það. Það er gott að glugginn er gagnsær vegna þess að gatan eða garðurinn handan hans er það ekki. En ef þú sæir í gegnum garðinn líka? Og götuna! Ef þú sæir í gegnum allt þá væri jú allt gagnsætt. Og heimur sem er að öllu leyti gagnsær er ósýnilegur heimur. Að sjá í gegnum allt er það sama og sjá ekki neitt.“ Já, að vera blindur! Ég held að okkar kæra þjóðkirkja hafi of lengi haft tilhneygingu til að telja sér trú um það að hún vaxi að virðingu og stöðu í íslensku samfélagi með því að fylgja straumnum í einu og öllu. En höfum þá í huga að einungis dauðir fiskar fylgja straumnum í einu og öllu. Í því er fólginn bitur sannleikur. Ef við leitumst sífellt við að horfa framhjá eða í gegnum eða í kringum hlutina þá endar einfaldlega á því að við missum sjálf sjónar á því sem mestu varðar, verðum blind á það, og verðum líka um leið ósýnileg í augum annarra þar sem við erum. Þegar lagt er til að fjarlægja og taka burt krossa er ekki tilefni eða tími til fagnaðar heldur þarf kirkjan og kristið fólk, að mínu mati, að íhuga hvar það er og á hvaða leið – og umfram allt að horfa inn á við og hugsa um stöðu sína og stefnu. Kristið fólk er nefnilega kallað til þess að stíga fram og vera sýnilegt, ekki ósýnilegt, ekki blint á þá krafta sem eru að verki í samtímanum, og ekki til að láta alla og sérhverja vinda feykja sér til og frá. Það er hin orðrétta og upprunalega merking gríska orðsins sem þýðir kirkja – þau sem eru kölluð fram. Og kirkjan og kristið fólk er kallað fram með erindi sem skiptir öllu máli, erindi sem á og þarf að vera sýnilegt því það er ekkert minna en krossinn – og í honum er fólginn kraftur Guðs sem frelsar hvern þann mann sem trúir. Höfundur er prestur í Árborgarprestakalli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Verði ykkur að trú ykkar! sagði Jesús, eins og lesa má í guðspjalli Matteusar (sbr. Matt 9.27-31). Hver er trú okkar, hvað er fólgið í henni og hverju getur hún komið til leiðar? Kannski er þetta stóra spurningin sem guðspjallið skilur eftir hjá okkur. Og er það ekki örugglega eitthvað sem við getum mörg velt vöngum yfir lengi – og ættum kannski að gera oftar og ákveðnar (svo ég tali fyrir sjálfan mig í öllu falli!). Jesú sagði þetta við tvo blinda menn. Við vitum lítið sem ekkert um þá annað en að þeir voru blindir og fóru á eftir Jesú þar sem hann gekk um í von um kraftaverk. Þeir höfðu vafalaust heyrt margt um Jesú enda hafði ekki farið framhjá mörgum það sem fólk var byrjað að upplifa og segja um þennan mann, Jesú frá Nasaret, og það sem hann gerði og sagði. Þegar við gáum betur að því í Matteusarguðspjalli sjáum við að lækning blindu mannanna er ein af nokkrum lækningafrásögnum eða lýsingum á kraftaverkum sem tilgreind eru hvert á eftir öðru. Jesús reisir unga stúlku frá dauðum, dóttur forstöðumanns nokkurs sem leitaði til Jesú. Einnig læknar hann konu sem hafði haft blóðlát í 12 ár. Loks gefur Jesús þessum tveimur blindu mönnum sjónina á ný og að lokum fær mállaus maður röddina sína aftur. Þeim varð að trú sinni. Ekki fer mikið fyrir miklum lýsingum í þessu samhengi öllu og er í raun fátt eitt sagt annað en það hvernig Jesús mætir með undraverðum hætti þessu fólki sem í neyð sinni og örvæntingu hafði leitað til hans og gefið sig alfarið á hans vald – og hvaða afleiðingar það hafði á líf þeirra. Hvað eigum við svo að gera við þetta allt saman? Það er nú það. Það er lykilspurning sem kemur fram þarna í guðspjallinu, í samtali Jesú og blindu mannanna: „Trúið þið að ég geti gert þetta!“ Það er hin stóra og persónulega spurning mundi ég segja: Trúir ÞÚ að ég geti gert þetta? Gerði Jesús þetta raunverulega? Hvað trúum við að Jesús geti gert? Hverju trúum við að trú okkar á Jesú geti komið til leiðar? Í okkar lífi, í þeim aðstæðum sem við erum hér og nú? Trúum við því að hún hafi mátt til þess að hreyfa við einhverju sem máli skiptir í okkar lífi, í lífi fólks og samfélaga? Þetta eru, þegar allt kemur til alls, spurningar sem hver og einn verður að svara fyrir sig. Ég get bara svarað henni fyrir sjálfan mig. En guðspjallið sjálft – og öll hin kristna trú – gefur okkur svarið við þessum spurningum án þess að hika. Það segir okkur hvað getur gerst ef maðurinn leitar til Jesú og leggur einlægt traust sitt á hann, á orð hans og verk og mátt hans til að umbreyta hjörtum og hugsunum og lífsaðstæðum. * * * * Vafalaust sáu þessir blindu menn eitt og annað skýrar en margt fólk í dag, sem þó hefur fulla og heilbrigða sjón. Það er reyndar engin vafi á því. Margir sjá einfaldlega ekkert þegar Jesús er annars vegar. Þeir horfa framhjá honum og kristinni trú almennt og líta á hana sem óþarfa forngrip liðinnar tíðar sem geri lítið sem ekkert gagn lengur og vilja því sjá sem minnst af henni og sem fæst sem minnir á hana. Slíkir eru einfaldlega tímarnir. Mér varð hugsað til þess um daginn þegar umræða um kirkjugarða rauk allt í einu af stað og vangaveltur um eðli þeirra, stöðu þeirra og heiti, og það hvort krossinn eigi vera sýnilegt tákn í starfsemi þeirra. Krossinn felur í sér margt, umfram allt djúp sannindi um lífið og tilveruna, og úrslitaatburð í sögu mannsins sem öllu varðar, sem og mikla sögu og samhengi fólks og samfélaga í gegnum árþúsundin. Það er á sama tíma auðvitað margt og misjafnt hvað fólk sér í krossinum. Hann er og hefur alltaf verið heiðingjum heimska, eins og Páll postuli sá og vissi strax í upphafi, ásteytingarsteinn og hneykslunarhella. Ég varð, verð ég að viðurkenna, býsna hissa á að lesa sumt sem kom fram um þetta mál innan frá þjóðkirkjunni, þar sem allt að því var fagnað yfir þeim breytingartillögum sem um ræðir og þær réttlættar sem augljóst framfaraskref, ekki síst í ljósi kristinnar trúar. Og það sem ég er ekki síst hugsi yfir er það sem ég upplifi sem skammsýni á hið stærra samhengi sem er hér að baki. Því ef við leyfum okkur að horfa aðeins víðar í kringum okkur, yfir stærra svið og yfir lengri tíma, þá kemur tiltekin mynd í ljós. Að kasta krossinum núna í samhengi starfsemi kirkjugarðanna okkar kann að þykja lítilfjörlegt eitt og sér og vera ekkert stórmál í sjálfu sér. Og vissulega varðar það ekki líf og dauða. En þá þurfum við að hafa það huga, og íhuga það vel og alvarlega, að það er bara einn lítill hluti í miklu, miklu stærri mynd sem sýnir taktfasta afhelgun íslensks samfélags og almennt þær samfélagslegu breytingar sem hafa verið að ryðja sér til rúms á löngum tíma innan alls hins vestræna menningarheims. Og afhelgunin, eða hið trúarsnauða yfirbragð samfélagsins, hefur farið og fer vaxandi – og umræðan um kross eða ekki kross sem einkennismerki kirkjugarðanna, eða kirkju eða ekki kirkju í orðinu kirkjugarður, er birtingarmynd hennar. Á því er engin vafi. Þessi afhelgun er ánægjuefni í hugum margra, eins og sjá má víða í þessari umræðu, enda leiðir hún almennt og einfaldlega til, og er í raun ekki fólgin í öðru en því, að trúarleg hugmyndir, stofnanir, túlkanir og tákn glata samfélagslegri merkingu sinni, gildi og áhrifum. Og það er alveg ljóst, þótt veraldarhyggja og afhelgun komi fram með ólíkum hætti innan samfélagsins, að hún grefur undan samfélagslegum áhrifum trúar – og í okkar samfélagi merkir það fyrst og fremst kristna trú. Það einkennir þannig hið afhelgaða og veraldarvædda vestræna samfélag að trú er ekki talin jafn sjálfsagður samfélagslegur þáttur eða áhrifavaldur og áður var – og að sumra mati er trú samfélagslegur skaðvaldur. Þessi fylgir að fleiri láta sig trú litlu sem engu varða og sjá ekki að hún hafi mikilvægu eða nauðsynlegu hlutverki að gegna í nútímasamfélagi, ef nokkru yfirleitt. Þetta hefur með tíð og tíma svo orðið til þess að þær forsendur sem liggja efahyggju og guðleysi til grundvallar hafa fundið sér æ dýpri bólfestu í formgerð samfélagsins og þar með í vitund fólks. Ég fór með þessar vangaveltur mínar inn á facebook eins og ég geri stundum. Og viðbrögðin almennt þar komu ekki á óvart, þ.e. viðbrögð þeirra sem eru á öðru máli: Þetta er bara „stormur í vatnsglasi“ var sagt. Og einnig: „Mér finnst það einmitt lýsa veikri stöðu kirkjunnar að innan hennar raða séu menn sem eru til í að blása upp þetta smámál.“ Smámál og stormur í vatnsglasi!! Þetta eru býsna merkileg viðbrögð og lýsandi um margt finnst mér. Fyrir það fyrsta er það að sjálfsögðu huglægt hvað telst stormur hér sem annars staðar í samfélagslegri umræðu enda veltur það sem maður sér og upplifir umfram allt á þeim sjónarhól sem maður hefur valið sér í lífinu. Í öðru lagi er samhengið stærra en eitt svokallað „smámál“. Það er önnur og stærri mynd hér að baki. En burtséð frá því, þegar því er almennt haldið fram að eitthvað sé stormur í vatnsglasi þá er einfaldlega verið að gera lítið úr því og látið sem það skipti litlu eða engu máli eða varði almennt litlu. Það eru viðbrögð sem þessi sem eru svo merkileg - og eru alltof algeng í íslenskri umræðuhefð. Ég veit ekki hvað öðrum finnst um þessháttar orðræðu. Ég læt mér nægja að kalla hana skammsýni. En í öllu falli er þetta orðræða sem lýsir því afskaplega vel hvernig afhelgunin sækir að og í sig veðrið og festir sig í sessi. Fólki er einfaldlega sagt að hlutirnir skipti ekki svona miklu máli og séu alls ekki svona stórir og mikilvægir – í raun bara smámál sem ekki séu þess virði að velta fyrir sér eða bregðast við af einhverri taugaveiklun. En hér er einfaldlega um að ræða eitthvað sem skiptir mjög marga máli hvort sem aðrir vilja viðurkenna það eða ekki! Það kann vel að vera að okkar mörgum af okkar ágætu heiðingjum, efahyggjufólki og guðleysingjum finnist þetta litlu máli skipta eða finnist það fólk hjákátlegt sem lætur sig þetta miklu varða – og varla þarf að koma á óvart að þeim finnist það. En það eitt og sér telst varla djúp viska inn í samfélagslega umræðu sem þessa. En að því öllu sögðu þá trúir fólk að sjálfsögðu því sem það vill trúa og þegar allt kemur til alls sér fólk það sem það vill sjá og lokar augunum fyrir öðru. Og það kann vel að vera að afhelgun samfélagsins sé óhjákvæmileg upp að vissu marki. Vaflaust er hún það! En á kristið fólk og kirkja að standa upp og fagna henni, ýta jafnvel á undan henni? Nei, það á ekki að gera það. Kristið fólk er ekki kallað til þess, heldur er það kallað til þess að lifa, leynt og ljóst, trú sína á Drottinn Jesú Krist og til þess að kalla alla aðra undir merki þess sannleika sem birtist í krossinum sem hann dó á og reis upp af. Eins og svo oft áður hefur C.S. Lewis lærdóm að leggja fram í þessu samhengi sem vert er að hugsa um: „Þú getur ekki statt og stöðugt „séð í gegnum“ allt. Heila málið við það að sjá í gegnum eitthvað er að sjá eitthvað annað í gegnum það. Það er gott að glugginn er gagnsær vegna þess að gatan eða garðurinn handan hans er það ekki. En ef þú sæir í gegnum garðinn líka? Og götuna! Ef þú sæir í gegnum allt þá væri jú allt gagnsætt. Og heimur sem er að öllu leyti gagnsær er ósýnilegur heimur. Að sjá í gegnum allt er það sama og sjá ekki neitt.“ Já, að vera blindur! Ég held að okkar kæra þjóðkirkja hafi of lengi haft tilhneygingu til að telja sér trú um það að hún vaxi að virðingu og stöðu í íslensku samfélagi með því að fylgja straumnum í einu og öllu. En höfum þá í huga að einungis dauðir fiskar fylgja straumnum í einu og öllu. Í því er fólginn bitur sannleikur. Ef við leitumst sífellt við að horfa framhjá eða í gegnum eða í kringum hlutina þá endar einfaldlega á því að við missum sjálf sjónar á því sem mestu varðar, verðum blind á það, og verðum líka um leið ósýnileg í augum annarra þar sem við erum. Þegar lagt er til að fjarlægja og taka burt krossa er ekki tilefni eða tími til fagnaðar heldur þarf kirkjan og kristið fólk, að mínu mati, að íhuga hvar það er og á hvaða leið – og umfram allt að horfa inn á við og hugsa um stöðu sína og stefnu. Kristið fólk er nefnilega kallað til þess að stíga fram og vera sýnilegt, ekki ósýnilegt, ekki blint á þá krafta sem eru að verki í samtímanum, og ekki til að láta alla og sérhverja vinda feykja sér til og frá. Það er hin orðrétta og upprunalega merking gríska orðsins sem þýðir kirkja – þau sem eru kölluð fram. Og kirkjan og kristið fólk er kallað fram með erindi sem skiptir öllu máli, erindi sem á og þarf að vera sýnilegt því það er ekkert minna en krossinn – og í honum er fólginn kraftur Guðs sem frelsar hvern þann mann sem trúir. Höfundur er prestur í Árborgarprestakalli.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun