Fær Amsterdam-reiðuféð ekki til baka frá lögreglu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. ágúst 2024 13:38 Mennirnir voru handteknir í Leifsstöð. vísir/vilhelm Landsréttur hefur hafnað kröfu manns um afhendingu reiðufjár upp á sex þúsund evrur, sem lögregla lagði hald á í Leifsstöð. Peninginn hafði maðurinn meðferðis á leið til Amsterdam með félögunum. Í úrskurði Landsréttar, þar sem niðurstaða héraðsdóms er staðfest, kemur fram að maðurinn sé grunaður um peningaþvætti. Peningnum hafi líklega verið aflað með brotastarfsemi. Með honum í för voru tveir félagar sem sömuleiðis höfðu reiðufé meðferðis, annar sjö þúsund og hinn átta þúsund evrur, í kringum eina milljón króna. Allir á leið til Amsterdam. Mennirnir voru kallaðir til tollskoðunar og í kjölfarið var reiðuféð haldlagt. Þeir heimiluðu lögreglu rannsókn bankagagna sinna. Maðurinn krafðist þess nú, um tíu mánuðum eftir haldlagningu, að fá peninginn afhentan á ný. Vísaði hann til þess að langt hefði verið liðið frá haldlagningu og ekkert sem benti til þess að peningnum hefði verið aflað á ólögmætan hátt. Hann hafi auk þess enn ekki verið kallaður til skýrslutöku. Lögregla sagði ljóst að peningnum kunni að hafa verið aflað á ólögmætan hátt. Það væri í rannsókn sem gengi vel. Skýringar mannsins hafi verið margar og misvísandi og framburður ótrúverðugur. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að þó rannsókn hafi tekið talsverðan tíma væri engu að síður ekki óeðlilegur gangur á henni og enn uppfyllt skilyrði um haldlagningu. Landsréttur staðfesti þessa niðurstöðu héraðsdóms. Lögreglumál Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Sjá meira
Í úrskurði Landsréttar, þar sem niðurstaða héraðsdóms er staðfest, kemur fram að maðurinn sé grunaður um peningaþvætti. Peningnum hafi líklega verið aflað með brotastarfsemi. Með honum í för voru tveir félagar sem sömuleiðis höfðu reiðufé meðferðis, annar sjö þúsund og hinn átta þúsund evrur, í kringum eina milljón króna. Allir á leið til Amsterdam. Mennirnir voru kallaðir til tollskoðunar og í kjölfarið var reiðuféð haldlagt. Þeir heimiluðu lögreglu rannsókn bankagagna sinna. Maðurinn krafðist þess nú, um tíu mánuðum eftir haldlagningu, að fá peninginn afhentan á ný. Vísaði hann til þess að langt hefði verið liðið frá haldlagningu og ekkert sem benti til þess að peningnum hefði verið aflað á ólögmætan hátt. Hann hafi auk þess enn ekki verið kallaður til skýrslutöku. Lögregla sagði ljóst að peningnum kunni að hafa verið aflað á ólögmætan hátt. Það væri í rannsókn sem gengi vel. Skýringar mannsins hafi verið margar og misvísandi og framburður ótrúverðugur. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að þó rannsókn hafi tekið talsverðan tíma væri engu að síður ekki óeðlilegur gangur á henni og enn uppfyllt skilyrði um haldlagningu. Landsréttur staðfesti þessa niðurstöðu héraðsdóms.
Lögreglumál Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Sjá meira