Fá 34 milljóna sekt vegna vanskila á losunarheimildum Lovísa Arnardóttir skrifar 21. ágúst 2024 20:13 Síðasti dagur til að gera upp losunarheimildir fyrir losun sem átti sér stað á árinu 2022 var 30. apríl 2023. Flugrekandinn hafði ekki gert það á þeim tímapunkti. Vísir/Getty Umhverfisstofnun hefur lagt rúmlega 34 milljóna króna stjórnvaldssekt á flugfélagið Nomadic Aviation Group LLC vegna vanrækslu flugrekandans á að standa skil á losunarheimildum fyrir árið 2022. Í tilkynningu á vef Umhverfisstofnunar segir að fjárhæð stjórnvaldssektarinnar sé lögbundin og samsvari 100 evrum í íslenskum krónum vegna hverrar losunarheimildar sem ekki er staðið skil á, en eitt tonn af CO2 jafngildir einni losunarheimild. Þá segir einnig að Umhverfisstofnun hafi heimild til að áætla losun ef flugrekandi standi ekki skil á vottaðri losunarskýrslu fyrir tilgreindan frest eða skýrslan er ófullnægjandi. Þessi heimild var nýtt og heildarlosun áætluð, í samræmi við gögn frá Eurocontrol, sem 2.307 tonn CO2 og því sektin að upphæð 34.397.370 króna. Síðasti dagur til að gera upp losunarheimildir fyrir losun sem átti sér stað á árinu 2022 var 30. apríl 2023. Á þeim tímapunkti hafði flugrekandinn samkvæmt tilkynningu Umhverfisstofnunar ekki staðið skil á neinum losunarheimildum. Stjórnvaldssektin var lögð á í samræmi við lög um loftslagsmál nr. 70/2012 og ETS tilskipun Evrópuþingsins og -ráðsins 2003/87/EB. Nomadic hefur rétt á að skjóta ákvörðuninni til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins innan þriggja mánaða frá móttöku hennar. Ísland er aðili að viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) sem miðar að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnaði og flugi. Meginreglan er, samkvæmt tilkynningu Umhverfisstofnunar, að sá borgi sem mengar. Þeir aðilar sem losa meira en áætlað var þurfa að kaupa sér fleiri losunarheimildir. Álagning sektarinnar hefur ekki áhrif á skyldur flugrekandans til að standa skil á losunarheimildum eða kaupa nýjar losunarheimildir sem samsvara losun frá rekstri flugrekandans á árinu 2022. Umhverfismál Loftslagsmál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Sektar WOW air um fjóra milljarða: „Sá borgar sem mengar“ Umhverfisstofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á þrotabú flugfélagsins WOW Air að upphæð 3.798.631.250 króna vegna vanrækslu flugrekanda á að standa skil á losunarheimildum fyrir árið 2018. 4. júlí 2019 14:07 Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Í tilkynningu á vef Umhverfisstofnunar segir að fjárhæð stjórnvaldssektarinnar sé lögbundin og samsvari 100 evrum í íslenskum krónum vegna hverrar losunarheimildar sem ekki er staðið skil á, en eitt tonn af CO2 jafngildir einni losunarheimild. Þá segir einnig að Umhverfisstofnun hafi heimild til að áætla losun ef flugrekandi standi ekki skil á vottaðri losunarskýrslu fyrir tilgreindan frest eða skýrslan er ófullnægjandi. Þessi heimild var nýtt og heildarlosun áætluð, í samræmi við gögn frá Eurocontrol, sem 2.307 tonn CO2 og því sektin að upphæð 34.397.370 króna. Síðasti dagur til að gera upp losunarheimildir fyrir losun sem átti sér stað á árinu 2022 var 30. apríl 2023. Á þeim tímapunkti hafði flugrekandinn samkvæmt tilkynningu Umhverfisstofnunar ekki staðið skil á neinum losunarheimildum. Stjórnvaldssektin var lögð á í samræmi við lög um loftslagsmál nr. 70/2012 og ETS tilskipun Evrópuþingsins og -ráðsins 2003/87/EB. Nomadic hefur rétt á að skjóta ákvörðuninni til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins innan þriggja mánaða frá móttöku hennar. Ísland er aðili að viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) sem miðar að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnaði og flugi. Meginreglan er, samkvæmt tilkynningu Umhverfisstofnunar, að sá borgi sem mengar. Þeir aðilar sem losa meira en áætlað var þurfa að kaupa sér fleiri losunarheimildir. Álagning sektarinnar hefur ekki áhrif á skyldur flugrekandans til að standa skil á losunarheimildum eða kaupa nýjar losunarheimildir sem samsvara losun frá rekstri flugrekandans á árinu 2022.
Umhverfismál Loftslagsmál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Sektar WOW air um fjóra milljarða: „Sá borgar sem mengar“ Umhverfisstofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á þrotabú flugfélagsins WOW Air að upphæð 3.798.631.250 króna vegna vanrækslu flugrekanda á að standa skil á losunarheimildum fyrir árið 2018. 4. júlí 2019 14:07 Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Sektar WOW air um fjóra milljarða: „Sá borgar sem mengar“ Umhverfisstofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á þrotabú flugfélagsins WOW Air að upphæð 3.798.631.250 króna vegna vanrækslu flugrekanda á að standa skil á losunarheimildum fyrir árið 2018. 4. júlí 2019 14:07