Fara af neyðarstigi og hleypa fólki í Bláa lónið og til Grindavíkur Eiður Þór Árnason, Lovísa Arnardóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 23. ágúst 2024 17:21 Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Myndin var tekin í fyrra eldgosi. Vísir/Einar Starfsemi hefst í Bláa lóninu og hjá Northern Light Inn að öllu óbreyttu í fyrramálið. Þá verður rýmingu Grindavíkur aflétt og íbúum sem og öðrum sem eiga þangað erindi hleypt aftur inn í bæinn. Ríkislögreglustjóri hefur fært almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig. Verulega hefur dregið úr krafti gossins og hraun rennur ekki suður í átt að Grindavík. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að til standi að hverfa aftur til þess fyrirkomulags sem var við lýði áður en gosið hófst í gær. „Íbúar, Grindvíkingar og þeir sem eiga hagsmuna að gæta inn í Grindavík verður heimilt að fara inn í bæinn og það sama gildir um vísindamenn og fjölmiðlamenn sem eru með allan tilskilinn búnað til farar inn fyrir lokunarpósta,“ segir Úlfar í samtali við fréttastofu. Áfram verði lokað fyrir þá sem ekki eru taldir eiga erindi í bæinn. Mælir gegn því að fólk gisti í bænum Þróun eldgossins hefur verið hagstæð, að mati Úlfars. „Út frá okkar hagsmunum, orkuverinu og Grindavíkurbæ þá lítur þetta bara nokkuð vel út. Gosið er í ákveðinni fjarlægð frá bæði Svartsengi og Grindavíkurbæ og við erum afskaplega ánægð með það.“ Þrátt fyrir þetta sé það enn hans mat að börn og fjölskyldur eigi að forðast að gista í Grindavík við þessar aðstæður. Opnunin sé meira hugsuð fyrir fólk sem starfi í bænum. Mynd úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar sem tekin var í flugi rétt upp úr hádegi í dag og horfir yfir nyrsta hluta gossprungunnar.Almannavarnir/Björn Oddsson „Við erum að reyna að hjálpa til og því hefur verið vel tekið. Svo er bara að sjá til hvað framtíðin beri í skauti sér,“ segir Úlfar. Í tilkynningu frá lögregluembættinu segir jafnframt að lögreglustjóri mæli alls ekki með því að fólk dvelji næturlangt í bænum og lögregla geti ekki ábyrgst öryggi þeirra við núverandi aðstæður. Viðbragðsaðilar verði áfram í Grindavík og lögregla og slökkvilið sinni eftirliti líkt og verið hefur. Áfram með viðbúnað Þrátt fyrir að almannavarnarstig hafi verið fært af neyðarstigi á hættustig segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, að viðbúnaðurinn sé enn hinn sami. Hún brýnir fyrir fólki að það gjósi enn á svæðinu. „Við biðlum enn og aftur til fólks að vera ekki að fara að skoða þetta eldgos. Það er erfitt að komast að því og viðbragðsgeirinn er allur í því að reyna að vinna vinnuna sína og þetta er ekki til þess að bæta á. Fólk er að leggja út um allt og á alls konar staði sem er ekki óhætt að leggja á,“ segir Hjördís. Mikið af fólki hefur reynt að berja gosið augum í dag.vísir/vilhelm Enn gæti þurft að rýma með skömmum fyrirvara Fram kemur í tilkynningu frá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum að þéttriðið net gasmæla sé nú á starfssvæði Bláa lónsins. Þá sé veðurstöð staðsett á einni bygginu þess. Fulltrúar fyrirtækisins fundi með aðgerðastjórn og vettvangsstjórn en þar geti enn þurft að rýma með skömmum fyrirvara. Hætta á hraunflæði og gasmengun sé talin mjög mikil á svæðinu og mikil hætta á gjóskufalli. Fyrirtækin starfi sem fyrr á skilgreindu hættusvæði Veðurstofu Íslands. Umferð til og frá Bláa Lóninu og Northern Light Inn er um Grindavíkurveg en tekist hefur að koma á vegtengingu þaðan inn á bílastæði fyrirtækjanna. Nýtt hættumatskort fyrir svæðið.Veðurstofa Íslands Grindavík af rauðu Eldgosið óx jafnt og þétt fyrstu klukkustundirnar eftir að það hófst á tíunda tímanum í gær og heildarlengd gossprungunnar var um sjö kílómetrar þegar hún var sem lengst. Að sögn almannavarna var gossprungan þó ekki á neinum tímapunkti öll virk í einu. Í samanburði við síðustu eldgos á svæðinu þá sé virknin mun norðar en áður. Veðurstofan hefur uppfært hættumat í ljósi nýjustu gagna og er þar meðal annars tekið tillit til þess að engin skjálftavirkni eða aflögun hafi mælst suður af Stóra-Skógfelli. Einnig er horft til þess að ekkert hraunflæði er til suðurs í átt að Grindavík. Helsta breytingin frá síðasta hættumati er sú að hættustig fyrir svæði 4, sem nær yfir Grindavík, hefur verið fært niður úr rauðu í appelsínugult til marks um minni hættu. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Margir að skoða gosið og mikil umferð Fjölmargir ferðamenn hafa gert séð ferð til að sjá eldgosið við Sundhnúksgígaröðina í dag. Á Grindavíkurvegi er hægt að leggja bílnum og í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kom fram fyrr í dag að búið væri að taka niður hámarkshraða til að tryggja öryggi. 23. ágúst 2024 15:55 Hlupu blaut úr Bláa lóninu Andrew & Ale Kenney voru í Bláa lóninu í gær þegar tilkynnt var um rýmingu vegna mögulegs eldgoss eða kvikuhlaups. Í myndböndum sem þau deildu á samfélagsmiðlinum TikTok kemur fram að þau hafi þurft að hlaupa blaut út. Á leið frá Bláa lóninu sáu þau svo eldgosið sem þá var nýhafið. 23. ágúst 2024 14:19 Ákjósanleg staðsetning á gosinu Í hádegisfréttum fjöllum við um eldgosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni í gærkvöldi en sérfræðingar eru á því að staðsetning sprungunnar sé ákjósanleg, í bili í það minnsta. 23. ágúst 2024 11:34 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að til standi að hverfa aftur til þess fyrirkomulags sem var við lýði áður en gosið hófst í gær. „Íbúar, Grindvíkingar og þeir sem eiga hagsmuna að gæta inn í Grindavík verður heimilt að fara inn í bæinn og það sama gildir um vísindamenn og fjölmiðlamenn sem eru með allan tilskilinn búnað til farar inn fyrir lokunarpósta,“ segir Úlfar í samtali við fréttastofu. Áfram verði lokað fyrir þá sem ekki eru taldir eiga erindi í bæinn. Mælir gegn því að fólk gisti í bænum Þróun eldgossins hefur verið hagstæð, að mati Úlfars. „Út frá okkar hagsmunum, orkuverinu og Grindavíkurbæ þá lítur þetta bara nokkuð vel út. Gosið er í ákveðinni fjarlægð frá bæði Svartsengi og Grindavíkurbæ og við erum afskaplega ánægð með það.“ Þrátt fyrir þetta sé það enn hans mat að börn og fjölskyldur eigi að forðast að gista í Grindavík við þessar aðstæður. Opnunin sé meira hugsuð fyrir fólk sem starfi í bænum. Mynd úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar sem tekin var í flugi rétt upp úr hádegi í dag og horfir yfir nyrsta hluta gossprungunnar.Almannavarnir/Björn Oddsson „Við erum að reyna að hjálpa til og því hefur verið vel tekið. Svo er bara að sjá til hvað framtíðin beri í skauti sér,“ segir Úlfar. Í tilkynningu frá lögregluembættinu segir jafnframt að lögreglustjóri mæli alls ekki með því að fólk dvelji næturlangt í bænum og lögregla geti ekki ábyrgst öryggi þeirra við núverandi aðstæður. Viðbragðsaðilar verði áfram í Grindavík og lögregla og slökkvilið sinni eftirliti líkt og verið hefur. Áfram með viðbúnað Þrátt fyrir að almannavarnarstig hafi verið fært af neyðarstigi á hættustig segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, að viðbúnaðurinn sé enn hinn sami. Hún brýnir fyrir fólki að það gjósi enn á svæðinu. „Við biðlum enn og aftur til fólks að vera ekki að fara að skoða þetta eldgos. Það er erfitt að komast að því og viðbragðsgeirinn er allur í því að reyna að vinna vinnuna sína og þetta er ekki til þess að bæta á. Fólk er að leggja út um allt og á alls konar staði sem er ekki óhætt að leggja á,“ segir Hjördís. Mikið af fólki hefur reynt að berja gosið augum í dag.vísir/vilhelm Enn gæti þurft að rýma með skömmum fyrirvara Fram kemur í tilkynningu frá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum að þéttriðið net gasmæla sé nú á starfssvæði Bláa lónsins. Þá sé veðurstöð staðsett á einni bygginu þess. Fulltrúar fyrirtækisins fundi með aðgerðastjórn og vettvangsstjórn en þar geti enn þurft að rýma með skömmum fyrirvara. Hætta á hraunflæði og gasmengun sé talin mjög mikil á svæðinu og mikil hætta á gjóskufalli. Fyrirtækin starfi sem fyrr á skilgreindu hættusvæði Veðurstofu Íslands. Umferð til og frá Bláa Lóninu og Northern Light Inn er um Grindavíkurveg en tekist hefur að koma á vegtengingu þaðan inn á bílastæði fyrirtækjanna. Nýtt hættumatskort fyrir svæðið.Veðurstofa Íslands Grindavík af rauðu Eldgosið óx jafnt og þétt fyrstu klukkustundirnar eftir að það hófst á tíunda tímanum í gær og heildarlengd gossprungunnar var um sjö kílómetrar þegar hún var sem lengst. Að sögn almannavarna var gossprungan þó ekki á neinum tímapunkti öll virk í einu. Í samanburði við síðustu eldgos á svæðinu þá sé virknin mun norðar en áður. Veðurstofan hefur uppfært hættumat í ljósi nýjustu gagna og er þar meðal annars tekið tillit til þess að engin skjálftavirkni eða aflögun hafi mælst suður af Stóra-Skógfelli. Einnig er horft til þess að ekkert hraunflæði er til suðurs í átt að Grindavík. Helsta breytingin frá síðasta hættumati er sú að hættustig fyrir svæði 4, sem nær yfir Grindavík, hefur verið fært niður úr rauðu í appelsínugult til marks um minni hættu.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Margir að skoða gosið og mikil umferð Fjölmargir ferðamenn hafa gert séð ferð til að sjá eldgosið við Sundhnúksgígaröðina í dag. Á Grindavíkurvegi er hægt að leggja bílnum og í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kom fram fyrr í dag að búið væri að taka niður hámarkshraða til að tryggja öryggi. 23. ágúst 2024 15:55 Hlupu blaut úr Bláa lóninu Andrew & Ale Kenney voru í Bláa lóninu í gær þegar tilkynnt var um rýmingu vegna mögulegs eldgoss eða kvikuhlaups. Í myndböndum sem þau deildu á samfélagsmiðlinum TikTok kemur fram að þau hafi þurft að hlaupa blaut út. Á leið frá Bláa lóninu sáu þau svo eldgosið sem þá var nýhafið. 23. ágúst 2024 14:19 Ákjósanleg staðsetning á gosinu Í hádegisfréttum fjöllum við um eldgosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni í gærkvöldi en sérfræðingar eru á því að staðsetning sprungunnar sé ákjósanleg, í bili í það minnsta. 23. ágúst 2024 11:34 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
Margir að skoða gosið og mikil umferð Fjölmargir ferðamenn hafa gert séð ferð til að sjá eldgosið við Sundhnúksgígaröðina í dag. Á Grindavíkurvegi er hægt að leggja bílnum og í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kom fram fyrr í dag að búið væri að taka niður hámarkshraða til að tryggja öryggi. 23. ágúst 2024 15:55
Hlupu blaut úr Bláa lóninu Andrew & Ale Kenney voru í Bláa lóninu í gær þegar tilkynnt var um rýmingu vegna mögulegs eldgoss eða kvikuhlaups. Í myndböndum sem þau deildu á samfélagsmiðlinum TikTok kemur fram að þau hafi þurft að hlaupa blaut út. Á leið frá Bláa lóninu sáu þau svo eldgosið sem þá var nýhafið. 23. ágúst 2024 14:19
Ákjósanleg staðsetning á gosinu Í hádegisfréttum fjöllum við um eldgosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni í gærkvöldi en sérfræðingar eru á því að staðsetning sprungunnar sé ákjósanleg, í bili í það minnsta. 23. ágúst 2024 11:34