Hlaupið í 40 ár Ingvar Sverrisson skrifar 24. ágúst 2024 08:01 Í dag á Reykjavíkurmaraþonið okkar 40 ára afmæli. Það voru miklir eldhugar sem reimuðu á sig skóna og stóðu að fyrsta maraþoninu 1984 og hleyptu af stað þessari skemmtilegu og góðu hefð. Frá 2003 hefur Íþróttabandalag Reykjavíkur, samtök íþróttafélaganna í Reykjavík, haft umsjón með og séð um framkvæmd hlaupsins. Íslandsbanki hefur verið öflugur stuðnings- og samstarfsaðili hlaupsins frá 1997. Í áranna rás hefur þátttakendum fjölgað gríðarlega, í fyrsta hlaupinu voru 214 hlauparar, í heilu og hálfu maraþoni. Þegar þetta er skrifað stefnir í að það verði metþátttaka í hlaupinu í ár, það segir mikið um okkar góða starf að líkur eru á að þátttakendur verði yfir 4000 í heilu og hálfu maraþoni og þar að auki eru 6.500 sem hlaupa 10 km. Þessi mikli vöxtur væri ekki mögulegur nema fyrir það góða samstarf og samvinnu sem ÍBR hefur átt við íþróttafélögin og fleiri aðila á höfuðborgarsvæðinu. Við hlaupið starfa nú yfir 600 sjálfboðaliðar frá íþróttafélögunum sem fá greitt fyrir störf sinna félagsmanna. Með þessum hætti er hlaupið mikilvæg fjáröflun fyrir íþróttastarfið í borginni og um leið skemmtilegt félagslegt verkefni. ÍBR hefur lagt mikla áherslu á að bæta og efla umgjörð hlaupsins ár frá ári, að það uppfylli allar faglegar kröfur keppnishlaupara á hæsta getustigi en sé einnig stærsta lýðheilsuhátíð landsins það hefur tekist. Það er alveg einstakt í hlaupaheiminum hversu vel hefur tekist að flétta ólík markmið og hlutverk saman í Reykjavíkurmaraþoninu. Við erum með faglegt og vel skipulagt keppnishlaup þar sem hlauparar víða að úr heiminum keppast um sigur og að bæta sinn árangur á frábærri braut. Góður árangur hér hefur oft nýst hlaupurum til að fá aðgang að hlaupum úti í heimi. Síðan sjáum við þann breiða fjölda sem hleypur sér til heilsubótar og ánægju, ýmist á eigin vegum eða í hlaupa- og vinahópum. Maraþonið er oft hápunktur eða uppskeruhátíð eftir langan undirbúning og stífar æfingar. Svo er það Skemmtiskokkið, fyrir allt það fólk á öllum aldri sem hleypur sér og öðrum til ánægju og gleði. Þetta samspil eða samhlaup er eitt af því sem gerir Reykjavíkurmaraþonið að viðburði sem sameinar lýðheilsumarkmið ÍSÍ, UMFÍ og afrekshlaupara á einstakan hátt en er um leið ómissandi þáttur á Menningarhátíð Reykjavíkur, Menningarnótt. Það er mikilvægt að halda þessari sérstöðu áfram og tryggja þann breiða stuðning og sess sem hlaupið skipar í þjóðlífinu. Þá er ónefnt að síðan 2007 hefur verið hægt að heita á einstaka hlaupara til stuðnings góðgerðaverkefnum að þeirra vali. Það er gaman og hjartastyrkjandi að fylgjast með þeim fjölmörgu sem hlaupa til að styðja aðra með margvíslegum hætti og dregur fram með skýrum hætti hvernig hreyfing, lýðheilsa og samfélag fléttast saman. Hver einasta króna skilar sér til viðkomandi góðgerðafélags en Íslandsbanki hefur séð um allan kostnað þessu tengdu. Í fyrra söfnuðumst tæplega 200 miljónir króna og frá upphafi hafa safnast um 1.450 milljónir króna! Það er af mörgu að taka þegar litið er til baka yfir 40 ára sögu Reykjavíkurmaraþonsins og ég er mjög stoltur af íþróttafélögunum hér í Reykjavík, að standa saman í því að láta okkur í ÍBR hafa umsjón með þessu stóra hlaupi. Og þá ekki síður af okkar frábæra starfsfólki sem sinnir þeim fjölmörgu verkefnum sem hlaupinu fylgja. Það er ekki rúm hér til að nefna fjölmargt annað merkilegt frá síðustu 40 árum, en það sem stendur alltaf upp úr er gleðin sem skín úr hverju andliti í hlaupinu, hvort sem það eru hlauparar eða áhorfendur og stuðningsmenn. Þessi gleði er kjarninn í hlaupinu og hana megum við aldrei missa. Til hamingju með afmælið! Höfundur er formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Í dag á Reykjavíkurmaraþonið okkar 40 ára afmæli. Það voru miklir eldhugar sem reimuðu á sig skóna og stóðu að fyrsta maraþoninu 1984 og hleyptu af stað þessari skemmtilegu og góðu hefð. Frá 2003 hefur Íþróttabandalag Reykjavíkur, samtök íþróttafélaganna í Reykjavík, haft umsjón með og séð um framkvæmd hlaupsins. Íslandsbanki hefur verið öflugur stuðnings- og samstarfsaðili hlaupsins frá 1997. Í áranna rás hefur þátttakendum fjölgað gríðarlega, í fyrsta hlaupinu voru 214 hlauparar, í heilu og hálfu maraþoni. Þegar þetta er skrifað stefnir í að það verði metþátttaka í hlaupinu í ár, það segir mikið um okkar góða starf að líkur eru á að þátttakendur verði yfir 4000 í heilu og hálfu maraþoni og þar að auki eru 6.500 sem hlaupa 10 km. Þessi mikli vöxtur væri ekki mögulegur nema fyrir það góða samstarf og samvinnu sem ÍBR hefur átt við íþróttafélögin og fleiri aðila á höfuðborgarsvæðinu. Við hlaupið starfa nú yfir 600 sjálfboðaliðar frá íþróttafélögunum sem fá greitt fyrir störf sinna félagsmanna. Með þessum hætti er hlaupið mikilvæg fjáröflun fyrir íþróttastarfið í borginni og um leið skemmtilegt félagslegt verkefni. ÍBR hefur lagt mikla áherslu á að bæta og efla umgjörð hlaupsins ár frá ári, að það uppfylli allar faglegar kröfur keppnishlaupara á hæsta getustigi en sé einnig stærsta lýðheilsuhátíð landsins það hefur tekist. Það er alveg einstakt í hlaupaheiminum hversu vel hefur tekist að flétta ólík markmið og hlutverk saman í Reykjavíkurmaraþoninu. Við erum með faglegt og vel skipulagt keppnishlaup þar sem hlauparar víða að úr heiminum keppast um sigur og að bæta sinn árangur á frábærri braut. Góður árangur hér hefur oft nýst hlaupurum til að fá aðgang að hlaupum úti í heimi. Síðan sjáum við þann breiða fjölda sem hleypur sér til heilsubótar og ánægju, ýmist á eigin vegum eða í hlaupa- og vinahópum. Maraþonið er oft hápunktur eða uppskeruhátíð eftir langan undirbúning og stífar æfingar. Svo er það Skemmtiskokkið, fyrir allt það fólk á öllum aldri sem hleypur sér og öðrum til ánægju og gleði. Þetta samspil eða samhlaup er eitt af því sem gerir Reykjavíkurmaraþonið að viðburði sem sameinar lýðheilsumarkmið ÍSÍ, UMFÍ og afrekshlaupara á einstakan hátt en er um leið ómissandi þáttur á Menningarhátíð Reykjavíkur, Menningarnótt. Það er mikilvægt að halda þessari sérstöðu áfram og tryggja þann breiða stuðning og sess sem hlaupið skipar í þjóðlífinu. Þá er ónefnt að síðan 2007 hefur verið hægt að heita á einstaka hlaupara til stuðnings góðgerðaverkefnum að þeirra vali. Það er gaman og hjartastyrkjandi að fylgjast með þeim fjölmörgu sem hlaupa til að styðja aðra með margvíslegum hætti og dregur fram með skýrum hætti hvernig hreyfing, lýðheilsa og samfélag fléttast saman. Hver einasta króna skilar sér til viðkomandi góðgerðafélags en Íslandsbanki hefur séð um allan kostnað þessu tengdu. Í fyrra söfnuðumst tæplega 200 miljónir króna og frá upphafi hafa safnast um 1.450 milljónir króna! Það er af mörgu að taka þegar litið er til baka yfir 40 ára sögu Reykjavíkurmaraþonsins og ég er mjög stoltur af íþróttafélögunum hér í Reykjavík, að standa saman í því að láta okkur í ÍBR hafa umsjón með þessu stóra hlaupi. Og þá ekki síður af okkar frábæra starfsfólki sem sinnir þeim fjölmörgu verkefnum sem hlaupinu fylgja. Það er ekki rúm hér til að nefna fjölmargt annað merkilegt frá síðustu 40 árum, en það sem stendur alltaf upp úr er gleðin sem skín úr hverju andliti í hlaupinu, hvort sem það eru hlauparar eða áhorfendur og stuðningsmenn. Þessi gleði er kjarninn í hlaupinu og hana megum við aldrei missa. Til hamingju með afmælið! Höfundur er formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun