Rannsókn lögreglu á hnífstunguárás í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi miðar vel að sögn yfirlögregluþjóns. Einn brotaþola undirgekkst aðgerð í nótt, en er áfram í lífshættu. Brotaþolar og grunaður árásarmaður eru öll undir átján ára aldri.
Forsætisráðherra Ísraels segir árásir sem herinn gerði á Líbanon í nótt ekki þær síðustu í átökunum við Hezbollah samtökin. Sameinuðu þjóðirnar hvetja til stillingar í heimshlutanum.
Þá fjöllum við um aðgerðir heilbrigðisráðherra til að sporna við nikótínneyslu ungmenna, sjáum frá hátíð í Hellisgerði í Hafnarfirði og kíkjum á hlöðuball.
Þetta og fleira í Kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.