„Greinilegt að aldurinn hefur engin áhrif á mig“ Andri Már Eggertsson skrifar 25. ágúst 2024 22:37 Björn Daníel Sverrisson, leikmaður FH, var ánægður með sigurinn Vísir/Anton Brink FH komst aftur á sigurbraut eftir 2-3 útisigur gegn Fylki þar sem FH lenti tvisvar undir. Björn Daníel Sverrisson, fyrirliði FH, var ánægður með sigurinn. „Við gerðum okkur erfitt fyrir í þessum leik. Við fengum síðan þrjú eða fjögur góð færi en náðum ekki að skora. Í seinni hálfleik var maður farinn að halda að þetta yrði ekki dagurinn okkar en við náðum að skora tvö mörk í seinni hálfleik og það var ljúft að vinna þetta,“ sagði Björn Daníel í viðtali beint eftir leik. Að mati Björns átti hann að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar hann tók boltann á bringuna og féll niður í teignum í kjölfarið. „Ég ætlaði að taka boltann á bringuna og þá var keyrt aftan í mig og ég hélt að ég væri að fá víti en heyrði ekkert flaut. Ég ætla ekki að fara út í ástæðurnar fyrir því sem ég fékk af hverju ég hafi ekki fengið víti en mér fannst þetta víti í augnablikinu.“ Björn Daníel lagði upp sigurmarkið á Arnór Borg Guðjohnsen sem gladdi hann mikið þar sem þeir hafa unnið saman í allt sumar. „Ég og Arnór erum búnir að vinna saman í allt sumar. Það var gott að sjá að það er komin tenging á milli okkar á fótboltavellinum líka. Ég er ánægður fyrir hann að hafa skorað því hann hefur unnið hart að því skora og þetta datt fyrir hann í kvöld. Það er mikilvægt að fá sem flesta í að skora því við þurfum að fá mörk úr öllum áttum.“ Aðspurður út í það hvort þetta væri hans besta tímabil frá því hann kom heim úr atvinnumennskunni tók hann undir það. „Já ég hugsa það. Mér fannst ég eiga fínt tímabil í fyrra og mér fannst ég eiga nokkuð gott tímabil árið 2022 þrátt fyrir að við vorum ekki frábærir sem lið. Ég held að þetta sé besta tímabilið mitt frá því ég kom heim og það er greinilegt að aldurinn hefur engin áhrif á mig.“ Björn Daníel hefur skorað átta mörk í deildinni en það mesta sem hann hefur skorað í deildinni eru níu mörk en mun hann toppa það? „Ég veit það ekki. Boltinn hefur dottið fyrir mig upp á síðkastið og ég er ágætlega hættulegur í teignum og ég ætla að reyna að komast yfir níu mörk. Ég ætla ekki að fara gefa út nein markmið, ég er ekki með nein markmið ég mæti bara í leikina og ætla að reyna að skora,“ sagði Björn Daníel léttur að lokum. FH Besta deild karla Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Sjá meira
„Við gerðum okkur erfitt fyrir í þessum leik. Við fengum síðan þrjú eða fjögur góð færi en náðum ekki að skora. Í seinni hálfleik var maður farinn að halda að þetta yrði ekki dagurinn okkar en við náðum að skora tvö mörk í seinni hálfleik og það var ljúft að vinna þetta,“ sagði Björn Daníel í viðtali beint eftir leik. Að mati Björns átti hann að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar hann tók boltann á bringuna og féll niður í teignum í kjölfarið. „Ég ætlaði að taka boltann á bringuna og þá var keyrt aftan í mig og ég hélt að ég væri að fá víti en heyrði ekkert flaut. Ég ætla ekki að fara út í ástæðurnar fyrir því sem ég fékk af hverju ég hafi ekki fengið víti en mér fannst þetta víti í augnablikinu.“ Björn Daníel lagði upp sigurmarkið á Arnór Borg Guðjohnsen sem gladdi hann mikið þar sem þeir hafa unnið saman í allt sumar. „Ég og Arnór erum búnir að vinna saman í allt sumar. Það var gott að sjá að það er komin tenging á milli okkar á fótboltavellinum líka. Ég er ánægður fyrir hann að hafa skorað því hann hefur unnið hart að því skora og þetta datt fyrir hann í kvöld. Það er mikilvægt að fá sem flesta í að skora því við þurfum að fá mörk úr öllum áttum.“ Aðspurður út í það hvort þetta væri hans besta tímabil frá því hann kom heim úr atvinnumennskunni tók hann undir það. „Já ég hugsa það. Mér fannst ég eiga fínt tímabil í fyrra og mér fannst ég eiga nokkuð gott tímabil árið 2022 þrátt fyrir að við vorum ekki frábærir sem lið. Ég held að þetta sé besta tímabilið mitt frá því ég kom heim og það er greinilegt að aldurinn hefur engin áhrif á mig.“ Björn Daníel hefur skorað átta mörk í deildinni en það mesta sem hann hefur skorað í deildinni eru níu mörk en mun hann toppa það? „Ég veit það ekki. Boltinn hefur dottið fyrir mig upp á síðkastið og ég er ágætlega hættulegur í teignum og ég ætla að reyna að komast yfir níu mörk. Ég ætla ekki að fara gefa út nein markmið, ég er ekki með nein markmið ég mæti bara í leikina og ætla að reyna að skora,“ sagði Björn Daníel léttur að lokum.
FH Besta deild karla Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum