Danska knattspyrnusambandið segir frá því að landsliðsþjálfarinn sé farinn í veikindaleyfi.
Aðstoðarmaður afleysingaþjálfarans, Lars Knudsen, stýrir því danska liðinu á móti Sviss og Serbíu í Þjóðadeildinni í september.
„Það er mjög sorglegt að Morten sé að glíma við þessi veikindi og missir þess vegna af þessum leikjum. Stress hefur því miður áhrif á marga Dani og við tökum þetta mjög alvarlega,“ sagði Peter Møller, yfirmaður knattspyrnumála, í fréttatilkynningu á miðlum danska sambandsins.
Wieghorst er tímabundinn þjálfari landsliðsins út árið 2024. Hann tók við þegar Kasper Hjulmand hætti eftir Evrópumótið í Þýskalandi í sumar.
HInn 47 ára gamli Wieghorst hafði verið aðstoðarþjálfari Hjulmand og séð um föst leikatriði. Hann fékk stöðuhækkun þegar Hjulmand hætti.
Morten Wieghorst ude med sygdom i de kommende to landskampe.
— Fodboldlandsholdene 🇩🇰 (@dbulandshold) August 26, 2024
Landstræner Morten Wieghorst er ramt af mindre stresssymptomer og er derfor fraværende i de kommende to landskampe. Assistenttræner Lars Knudsen overtager som midlertidig landstræner i de to kampe med Daniel Agger ved… pic.twitter.com/Ky7i8LeORz