Leikurinn fór upphaflega fram 26. júní en þá varð að hætta leik vegna mikilla rigninga. Þá var Jansen leikmaður Toronto Blue Jays. Honum var síðan skipt til Boston Red Sox daginn eftir.
Leikurinn var kláraður í gærkvöldi og þá var Jansen auðvitað í búningi Boston Red Sox.
Hann byrjaði því leikinn sem leikmaður Blue Jays en endaði hann sem leikmaður Red Sox.
„Ég held að ég hafi ekki alveg áttað mig á þessu enn. Það kom mér á óvart að ég væri sá fyrsti til að ná þessu. Það er svalt. Þetta er skrýtið en áhugavert,“ sagði Danny Jansen við heimasíðu MLB eftir leikinn.
Leik var haldið áfram frá þeim tímapunkti að leik var hætt í júní. Þá var staðan enn 0-0 í annarri lotu.
Gamla félagið hans Jansen endaði á að því að vinna leikinn 4-1. Hann fékk þetta þó skráð sem sigur í bókunum þótt hann hafi tapað leiknum líka.
History for Danny Jansen 🙌
— ESPN (@espn) August 26, 2024
He becomes the first player in MLB history to play for the both teams in the same game 😳
(via @mlb, @nesn) pic.twitter.com/hvnZoRax43