Börnin á Gaza Elín Björk Jónasdóttir og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifa 27. ágúst 2024 11:31 Það hafa fleiri börn látist í árásum Ísraelsstjórnar á Palestínsku þjóðina en samanlagt í öllum stríðsátökum í heiminum síðastliðin fjögur ár. Þar er verið að ráðast á okkar minnstu máttar, þau sem alls ekki geta varið sig. Framtíð þeirra og lífsskilyrði að engu orðin vegna þess þau fæddust á landi sem önnur þjóð ásælist. Að mati Ísraelsstjórnar mega þessi börn missa sín, þau njóta ekki mannréttinda, eiga ekki skilið að fá grunnþörfum sínum fullnægt hvað varðar fæði, klæði og húsaskjól heldur eru þau dæmd til martraðakennds veruleika af mannanna völdum. Hjálparstarfsfólk lýsir þessum hörmungum sem útrýmingu æskunnar og minnir okkur á, að sönnu, að ekkert barn komi óskaddað úr þessum aðstæðum. Mörg barnanna vilji einfaldlega ekki lifa lengur. Raunveruleiki heilbrigðisstarfsfólks er að halda í hendur barna, vegna þess þau eiga enga að, þegar þau draga síðasta andardráttinn. Eða að hughreista þau sem eftir lifa og misst hafa alla fjölskyldu sína. Börn sem eru ekki aðeins sködduð andlega fyrir lífstíð heldur hafa orðið fyrir allskonar alvarlegum meiðslum og jafnvel örkumlun. Vegna bágra aðstæðna, heimilisleysi, hungurs og vannæringar, einmanaleika, vonleysis og ótta sjá þessi börn enga framtíð fyrir sér. Eins og eitt slasað barn sem sótt var í rústir eftir sprengju þar sem öll fjölskyldan lést orðaði það; „mig langar ekki að lifa lengur, öll fjölskyldan mín er dáin og ég á engan að”. Áætlað er að vel yfir 16 þúsund börn hafi látist í þjóðernishreinsunum Ísraelsstjórnar á Palestínufólki og ríflega sá fjöldi eða 17 þúsund börn séu á vergangi, oftast vegna þess að fjölskyldumeðlimir eru látnir. Þá er talið að um fjögur þúsund börn séu enn grafin undir rústum. Þessar aðstæður eru engum börnum bjóðandi, sama hverrar þjóðar eða trúar þau eru. Það er skylda okkar að halda áfram að beita þeim þrýstingi sem við getum, þrátt fyrir að vera ekki fjölmenn þjóð. Með því að samþykkja Palestínu sem sjálfstætt ríki árið 2011 tókum við skýra afstöðu og með henni verðum við að standa. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna skyldar okkur til að gæta hagsmuna allra barna og það er sorglegur tvískinnungur fólginn í því í hinu ríka vestri að gera allt of lítið í því að stöðva þjóðarmorð en um leið kvarta yfir auknum fjölda flóttafólks. Okkur ber að sýna mannúð og taka ábyrgð á því að vera hluti af alþjóðlegu samfélagi þar sem þau sterkari grípa þau veikari og hafa ætíð hagsmuni barna að leiðarljósi, ekki síst þeirra sem búa við fötlun eins og 10. og 25. grein útlendingalaga kveða á um. Það þýðir að veita börnum sem búa við fötlun og eru þannig enn frekar upp á náð og miskun annarra komin dvalarleyfi hér á landi. Annað er mannvonska af verstu sort. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að þrýsta á stjórnvöld í Ísrael til að láta af þjóðarmorði á Palestínsku þjóðinni, það felur líka í sér að þrýsta á þau ríki sem fara hvað harðast fram í stuðningi sínum við þær hörmungar sem þar geisa, má þar helst nefna Bandaríkin, Bretland og Þýskaland. Líkt og fram kom á flokksráðsfundi VG á dögunum þá ályktaði fundurinn um mikilvægi þess að Ísraear létu af hernaðinum á Gaza og færu af Vesturbakkanum og frá Austur-Jerúsalem. Varanlegur friður verði að komast á þar sem sjálfstæði palestínsku þjóðarinnar er tryggt. Það er löngu kominn tími á varanlegt vopnahlé, ekki síst fyrir börnin. Elín Björk Jónasdóttir, stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni Grænu framboði.Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni Grænu framboði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Átök í Ísrael og Palestínu Vinstri græn Mest lesið Halldór 12.04.2025 Halldór „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Sjá meira
Það hafa fleiri börn látist í árásum Ísraelsstjórnar á Palestínsku þjóðina en samanlagt í öllum stríðsátökum í heiminum síðastliðin fjögur ár. Þar er verið að ráðast á okkar minnstu máttar, þau sem alls ekki geta varið sig. Framtíð þeirra og lífsskilyrði að engu orðin vegna þess þau fæddust á landi sem önnur þjóð ásælist. Að mati Ísraelsstjórnar mega þessi börn missa sín, þau njóta ekki mannréttinda, eiga ekki skilið að fá grunnþörfum sínum fullnægt hvað varðar fæði, klæði og húsaskjól heldur eru þau dæmd til martraðakennds veruleika af mannanna völdum. Hjálparstarfsfólk lýsir þessum hörmungum sem útrýmingu æskunnar og minnir okkur á, að sönnu, að ekkert barn komi óskaddað úr þessum aðstæðum. Mörg barnanna vilji einfaldlega ekki lifa lengur. Raunveruleiki heilbrigðisstarfsfólks er að halda í hendur barna, vegna þess þau eiga enga að, þegar þau draga síðasta andardráttinn. Eða að hughreista þau sem eftir lifa og misst hafa alla fjölskyldu sína. Börn sem eru ekki aðeins sködduð andlega fyrir lífstíð heldur hafa orðið fyrir allskonar alvarlegum meiðslum og jafnvel örkumlun. Vegna bágra aðstæðna, heimilisleysi, hungurs og vannæringar, einmanaleika, vonleysis og ótta sjá þessi börn enga framtíð fyrir sér. Eins og eitt slasað barn sem sótt var í rústir eftir sprengju þar sem öll fjölskyldan lést orðaði það; „mig langar ekki að lifa lengur, öll fjölskyldan mín er dáin og ég á engan að”. Áætlað er að vel yfir 16 þúsund börn hafi látist í þjóðernishreinsunum Ísraelsstjórnar á Palestínufólki og ríflega sá fjöldi eða 17 þúsund börn séu á vergangi, oftast vegna þess að fjölskyldumeðlimir eru látnir. Þá er talið að um fjögur þúsund börn séu enn grafin undir rústum. Þessar aðstæður eru engum börnum bjóðandi, sama hverrar þjóðar eða trúar þau eru. Það er skylda okkar að halda áfram að beita þeim þrýstingi sem við getum, þrátt fyrir að vera ekki fjölmenn þjóð. Með því að samþykkja Palestínu sem sjálfstætt ríki árið 2011 tókum við skýra afstöðu og með henni verðum við að standa. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna skyldar okkur til að gæta hagsmuna allra barna og það er sorglegur tvískinnungur fólginn í því í hinu ríka vestri að gera allt of lítið í því að stöðva þjóðarmorð en um leið kvarta yfir auknum fjölda flóttafólks. Okkur ber að sýna mannúð og taka ábyrgð á því að vera hluti af alþjóðlegu samfélagi þar sem þau sterkari grípa þau veikari og hafa ætíð hagsmuni barna að leiðarljósi, ekki síst þeirra sem búa við fötlun eins og 10. og 25. grein útlendingalaga kveða á um. Það þýðir að veita börnum sem búa við fötlun og eru þannig enn frekar upp á náð og miskun annarra komin dvalarleyfi hér á landi. Annað er mannvonska af verstu sort. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að þrýsta á stjórnvöld í Ísrael til að láta af þjóðarmorði á Palestínsku þjóðinni, það felur líka í sér að þrýsta á þau ríki sem fara hvað harðast fram í stuðningi sínum við þær hörmungar sem þar geisa, má þar helst nefna Bandaríkin, Bretland og Þýskaland. Líkt og fram kom á flokksráðsfundi VG á dögunum þá ályktaði fundurinn um mikilvægi þess að Ísraear létu af hernaðinum á Gaza og færu af Vesturbakkanum og frá Austur-Jerúsalem. Varanlegur friður verði að komast á þar sem sjálfstæði palestínsku þjóðarinnar er tryggt. Það er löngu kominn tími á varanlegt vopnahlé, ekki síst fyrir börnin. Elín Björk Jónasdóttir, stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni Grænu framboði.Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni Grænu framboði.
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar