Aðgerðir heilbrigðisstétta og aðgerðaleysi lífeyrissjóða Ögmundur Jónasson skrifar 27. ágúst 2024 14:30 Lögum samkvæmt er smásala áfengis á vegum ÁTVR. Ekki annarra. Netverslun með áfengi er hins vegar sögð lögleg ef um raunverulega netverslun er að ræða og þá frá öðru ríki. Framkvæmdastjóri Hagkaupa greindi nýlega frá því að ætlunin væri að hefja sölu á áfengi í verslunum fyrirtækisins. Um yrði að ræða netverslun en með þessu sniði: «Netverslunin mun virka þannig að viðskiptavinir skanna QR-kóða þegar þeir koma inn í verslunina. Á meðan viðskiptavinur verslar aðrar vörur í búðinni setur starfsmaður áfengu vörurnar í poka og í lok verslunarferðarinnar sækir viðskiptavinurinn áfengið á þjónustuborðið.”Einnig yrði boðið upp á heimsendingu.(mbl.is 27.ágúst) Hagkaup brýtur landslög fyrir allra augum Þetta er að sjálfsögðu smásala áfengis sem stríðir gegn íslenskum lögum. Á þingi eru þau til sem segja málið á gráu svæði og fjölmiðlar tönnlast sumir hverjir á þessu líka. Hverju læsu barni má þó ljóst vera að Hagkaup ætlar að selja áfengi í smásölu og að hún er ólögleg nema á vegum ÁTVR. Málið er einfalt. Stjórnvöld hafa hins vegar ekki brugðist við með aðgerðum. Lögregla hefur enn ekki brugðist við kærum sem legið hafa hjá henni árum saman, meðal annars af hálfu Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum og ÁTVR. Þegar fjármála- og efnahagsráðherra spurði hvað dveldi orminn langa ruku lögbrjótarnir og stuðningsmenn þeirra á þingi og í fjölmiðlum upp til handa og fóta og sögðu ráðherrann vera með óeðlileg afskipti af ákæruvaldinu! Ráðherrann var hins vegar einfaldlega að spyrjast fyrir um hvers vegna ekki væri brugðist við í samræmi við landslög. Og hver á að gæta almannahags ef ákæruvaldið bregst ekki við kærum – af eða á – ef Alþingi sinnir ekki eftirlits- og aðhaldshlutverki sínu, stjórnskipunar og eftirlitsnefnd þingsins stígur ekki inn í málið fyrr en seint og um síðir, að ekki sé nú minnst á dómsmálaráðherrann?Við þessar aðstæður er það fullkomlega eðlilegt að fjármála- og efnahagsráðherra spyrjist fyrir um málið, hvar það sé statt í löggæslu- og réttarkerfinu. Það er líka eðlilegt að heilbrigðisráðherrann bregðist við með þeim hætti sem hann hefur gert með opinberum yfirlýsingum gegn lögleysunni og á Willum Þór þakkir skildar.Nú bregður svo við að helstu samtök heilbrigðisstétta og forvarnarsamtaka sameinast í áskorun þar sem einmitt er tekið undir með heilbrigðisráðherra jafnframt því sem stjórnvöld eru hvött til að grípa í taumana. Samtökin eru þessi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Félag lýðheilsufræðinga, Félag sjúkraþjálfara,Ljósmæðrafélag Íslands, Læknafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, SjúkraliðafélagÍslands, Félagsráðgjafafélag Íslands,Lyfjafræðingafélag Íslands, Félag áfengis- ogvímuefnaráðgjafa, SÁÁ, Fræðsla og forvarnir-félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu,Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka íforvörnum. Og þessar er áherslurnar: Taka undir orð heilbrigðisráðherra um þá yfirstandandi ógn sem nú steðjar að grundvallarmarkmiðum lýðheilsu vegna meintrar ólöglegrar netsölu áfengis, sem fram komu í opinberu bréfi ráðherra þann 5. júní sl. (sjá að neðan í pdf) Í tilefni þess að rótgróin íslensk verslanakeðja, Hagkaup, áætlar að hefja áfengissölu til neytenda á næstu dögum skora félögin á yfirvöld að kveða strax upp úr um hvort slík sala sé lögleg. Yfirvöld geta ekki horft aðgerðarlaus á þá lýðheilsuógn sem nú steðjar að vegna stóraukinnar netsölu áfengis á Íslandi. Í samþykktri stefnu Alþingis um lýðheilsustefnu til ársins 2030 segir að Íslendingar verði meðal fremstu þjóða í lýðheilsustarfi sem byggist á bestu vísindaþekkingu og reynslu og að stjórnvöld skuli hafa lýðheilsu að leiðarljósi við alla áætlanagerð og stefnumótun. Í lögum um verslun með áfengi og tóbak segir að starfrækja skuli ÁTVR og að markmið laganna sé að skilgreina umgjörð um smásölu áfengis og heildsölu tóbaks sem byggist á bættri lýðheilsu og samfélagslegri ábyrgð, að takmarka og stýra aðgengi að áfengi og tóbaki og draga þannig úr skaðlegum áhrifum áfengis- og tóbaksneyslu, og að vernda ungt fólk gegn neyslu áfengis og tóbaks og takmarka framboð á óæskilegum vörum. Félögin skora á yfirvöld að hvika í engu frá samþykktri lýðheilsustefnu til ársins 2030 og markmiðum gildandi laga um um einkasölu ÁTVR á áfengi. En hverjir eiga Haga og hver er ábyrgð þeirra? Tuttugu stærstu hluthafar í Högum, sem aftur eiga Hagkaup, eru samkvæmt upplýsingum á vefsíðu félagsins: Gildi lífeyrissjóður á 17,71%, LSR, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A deild á 11,37%, Lífeyrissjóður verslunarmanna 10,55%, Brú- lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga, 9,04%, Kaldbakur ehf, 7.77%, Birta lífeyrissjóður á 7,39%, Festa-lífeyrissjóður 4,54%, Stapi lífeyrissjóður á 3,45%, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda á 2,97%, Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar 2,14% , LSR, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins B deild á 2,08%, Hagar hf 2%, Vanguard Total International 1,3%. Vangurad Emerging Markets Stock 1,27%, Almenni lífeyrissjóðurinn 1,01%, Frjálsi lífeyrissjóðurinn 0,86%, Lífsverk lífeyrissjóður 0,68%, Vuanguard Fiduciary Trust Compa 0,63%, Legal and General ICAV 0,60% og Arctic Funds PLC 0,54%. Lögleysa í skjóli lífeyrissjóða Eins og hér má sjá eru Hagar að uppistöðu til í eigu lífeyrissjóða landsmanna. Hver er ábyrgð þeirra, hvað segir ASÍ, hvað segir Efling og VR, hvað segir BSRB, Sameyki, hvað segir BHM og hvað segir Kennarasamband Íslands? Og hvað segja Samtök atvinnulífsins, er þeim sama þótt landslög séu brotin? Annað veifið segja talsmenn lífeyrissjóðanna að þeir vilji siðlega fjárfestingarstefnu, ekki fjárfesta í vopnaiðnaði eða barnaþrælkun, en hvað með fyrirtæki sem hunsa heilbrigðisstéttirnar og brjóta landslögin ef þannig geti þau grætt sem mest? Í fyrirsögn er vísað í aðgerðaleysi lífeyrissjóðanna. Ef til vill væri nær að tala um þá sem gerendur því öllu þessu vindur fram í þeirra skjóli. Og að lokum spurning til fjölmiðla Í fréttagrein mbl.is sem fyrr er vitnað til kveðst framkvæmdastjóri Hagkaupa vera spenntur fyrir þessu nýja verkefni og rifjar upp að fyrir 17 árum síðan hafi Hagkaup gert ráð fyrir víndeild í sinni verslun. Síðan bætir hann við orðrétt „Við héldum að þá yrðu aðeins 1-2 ár í að það yrði löglegt að selja áfengi í versluninni. En sá tími er því miður ekki kominn.“ Með öðrum orðum, framkvæmdastjórinn segir lögin sem muni heimila það sem hann nú hyggst framkvæma séu ekki komin. Áform hans eru því ólögleg þótt hártoga megi málin með því að segja að vínflaskan standi vissulega ekki enn í hillunni við hliðina á mjólkinni. En fyrst framkvæmdastjórinn telur sig geta glaðst yfir því að geta nú selt viðskiptavini sínum áfengi í sömu verslunferð og hann kaupir mjólkina og aðrar vörur á boðstólum í versluninni, hvers vegna halda fjölmiðlar og sumir þingmenn áfram að tifa á því að verslunin sé á gráu svæði? Hún er í einu orði kolólögleg og þeir sem bera ábyrgð á henni eru lögbrjótar. Höfundur er fyrrverandi formaður BSRB og fyrrverandi stjórnarmaður í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Áfengi og tóbak Verslun Netverslun með áfengi Mest lesið Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Lögum samkvæmt er smásala áfengis á vegum ÁTVR. Ekki annarra. Netverslun með áfengi er hins vegar sögð lögleg ef um raunverulega netverslun er að ræða og þá frá öðru ríki. Framkvæmdastjóri Hagkaupa greindi nýlega frá því að ætlunin væri að hefja sölu á áfengi í verslunum fyrirtækisins. Um yrði að ræða netverslun en með þessu sniði: «Netverslunin mun virka þannig að viðskiptavinir skanna QR-kóða þegar þeir koma inn í verslunina. Á meðan viðskiptavinur verslar aðrar vörur í búðinni setur starfsmaður áfengu vörurnar í poka og í lok verslunarferðarinnar sækir viðskiptavinurinn áfengið á þjónustuborðið.”Einnig yrði boðið upp á heimsendingu.(mbl.is 27.ágúst) Hagkaup brýtur landslög fyrir allra augum Þetta er að sjálfsögðu smásala áfengis sem stríðir gegn íslenskum lögum. Á þingi eru þau til sem segja málið á gráu svæði og fjölmiðlar tönnlast sumir hverjir á þessu líka. Hverju læsu barni má þó ljóst vera að Hagkaup ætlar að selja áfengi í smásölu og að hún er ólögleg nema á vegum ÁTVR. Málið er einfalt. Stjórnvöld hafa hins vegar ekki brugðist við með aðgerðum. Lögregla hefur enn ekki brugðist við kærum sem legið hafa hjá henni árum saman, meðal annars af hálfu Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum og ÁTVR. Þegar fjármála- og efnahagsráðherra spurði hvað dveldi orminn langa ruku lögbrjótarnir og stuðningsmenn þeirra á þingi og í fjölmiðlum upp til handa og fóta og sögðu ráðherrann vera með óeðlileg afskipti af ákæruvaldinu! Ráðherrann var hins vegar einfaldlega að spyrjast fyrir um hvers vegna ekki væri brugðist við í samræmi við landslög. Og hver á að gæta almannahags ef ákæruvaldið bregst ekki við kærum – af eða á – ef Alþingi sinnir ekki eftirlits- og aðhaldshlutverki sínu, stjórnskipunar og eftirlitsnefnd þingsins stígur ekki inn í málið fyrr en seint og um síðir, að ekki sé nú minnst á dómsmálaráðherrann?Við þessar aðstæður er það fullkomlega eðlilegt að fjármála- og efnahagsráðherra spyrjist fyrir um málið, hvar það sé statt í löggæslu- og réttarkerfinu. Það er líka eðlilegt að heilbrigðisráðherrann bregðist við með þeim hætti sem hann hefur gert með opinberum yfirlýsingum gegn lögleysunni og á Willum Þór þakkir skildar.Nú bregður svo við að helstu samtök heilbrigðisstétta og forvarnarsamtaka sameinast í áskorun þar sem einmitt er tekið undir með heilbrigðisráðherra jafnframt því sem stjórnvöld eru hvött til að grípa í taumana. Samtökin eru þessi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Félag lýðheilsufræðinga, Félag sjúkraþjálfara,Ljósmæðrafélag Íslands, Læknafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, SjúkraliðafélagÍslands, Félagsráðgjafafélag Íslands,Lyfjafræðingafélag Íslands, Félag áfengis- ogvímuefnaráðgjafa, SÁÁ, Fræðsla og forvarnir-félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu,Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka íforvörnum. Og þessar er áherslurnar: Taka undir orð heilbrigðisráðherra um þá yfirstandandi ógn sem nú steðjar að grundvallarmarkmiðum lýðheilsu vegna meintrar ólöglegrar netsölu áfengis, sem fram komu í opinberu bréfi ráðherra þann 5. júní sl. (sjá að neðan í pdf) Í tilefni þess að rótgróin íslensk verslanakeðja, Hagkaup, áætlar að hefja áfengissölu til neytenda á næstu dögum skora félögin á yfirvöld að kveða strax upp úr um hvort slík sala sé lögleg. Yfirvöld geta ekki horft aðgerðarlaus á þá lýðheilsuógn sem nú steðjar að vegna stóraukinnar netsölu áfengis á Íslandi. Í samþykktri stefnu Alþingis um lýðheilsustefnu til ársins 2030 segir að Íslendingar verði meðal fremstu þjóða í lýðheilsustarfi sem byggist á bestu vísindaþekkingu og reynslu og að stjórnvöld skuli hafa lýðheilsu að leiðarljósi við alla áætlanagerð og stefnumótun. Í lögum um verslun með áfengi og tóbak segir að starfrækja skuli ÁTVR og að markmið laganna sé að skilgreina umgjörð um smásölu áfengis og heildsölu tóbaks sem byggist á bættri lýðheilsu og samfélagslegri ábyrgð, að takmarka og stýra aðgengi að áfengi og tóbaki og draga þannig úr skaðlegum áhrifum áfengis- og tóbaksneyslu, og að vernda ungt fólk gegn neyslu áfengis og tóbaks og takmarka framboð á óæskilegum vörum. Félögin skora á yfirvöld að hvika í engu frá samþykktri lýðheilsustefnu til ársins 2030 og markmiðum gildandi laga um um einkasölu ÁTVR á áfengi. En hverjir eiga Haga og hver er ábyrgð þeirra? Tuttugu stærstu hluthafar í Högum, sem aftur eiga Hagkaup, eru samkvæmt upplýsingum á vefsíðu félagsins: Gildi lífeyrissjóður á 17,71%, LSR, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A deild á 11,37%, Lífeyrissjóður verslunarmanna 10,55%, Brú- lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga, 9,04%, Kaldbakur ehf, 7.77%, Birta lífeyrissjóður á 7,39%, Festa-lífeyrissjóður 4,54%, Stapi lífeyrissjóður á 3,45%, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda á 2,97%, Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar 2,14% , LSR, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins B deild á 2,08%, Hagar hf 2%, Vanguard Total International 1,3%. Vangurad Emerging Markets Stock 1,27%, Almenni lífeyrissjóðurinn 1,01%, Frjálsi lífeyrissjóðurinn 0,86%, Lífsverk lífeyrissjóður 0,68%, Vuanguard Fiduciary Trust Compa 0,63%, Legal and General ICAV 0,60% og Arctic Funds PLC 0,54%. Lögleysa í skjóli lífeyrissjóða Eins og hér má sjá eru Hagar að uppistöðu til í eigu lífeyrissjóða landsmanna. Hver er ábyrgð þeirra, hvað segir ASÍ, hvað segir Efling og VR, hvað segir BSRB, Sameyki, hvað segir BHM og hvað segir Kennarasamband Íslands? Og hvað segja Samtök atvinnulífsins, er þeim sama þótt landslög séu brotin? Annað veifið segja talsmenn lífeyrissjóðanna að þeir vilji siðlega fjárfestingarstefnu, ekki fjárfesta í vopnaiðnaði eða barnaþrælkun, en hvað með fyrirtæki sem hunsa heilbrigðisstéttirnar og brjóta landslögin ef þannig geti þau grætt sem mest? Í fyrirsögn er vísað í aðgerðaleysi lífeyrissjóðanna. Ef til vill væri nær að tala um þá sem gerendur því öllu þessu vindur fram í þeirra skjóli. Og að lokum spurning til fjölmiðla Í fréttagrein mbl.is sem fyrr er vitnað til kveðst framkvæmdastjóri Hagkaupa vera spenntur fyrir þessu nýja verkefni og rifjar upp að fyrir 17 árum síðan hafi Hagkaup gert ráð fyrir víndeild í sinni verslun. Síðan bætir hann við orðrétt „Við héldum að þá yrðu aðeins 1-2 ár í að það yrði löglegt að selja áfengi í versluninni. En sá tími er því miður ekki kominn.“ Með öðrum orðum, framkvæmdastjórinn segir lögin sem muni heimila það sem hann nú hyggst framkvæma séu ekki komin. Áform hans eru því ólögleg þótt hártoga megi málin með því að segja að vínflaskan standi vissulega ekki enn í hillunni við hliðina á mjólkinni. En fyrst framkvæmdastjórinn telur sig geta glaðst yfir því að geta nú selt viðskiptavini sínum áfengi í sömu verslunferð og hann kaupir mjólkina og aðrar vörur á boðstólum í versluninni, hvers vegna halda fjölmiðlar og sumir þingmenn áfram að tifa á því að verslunin sé á gráu svæði? Hún er í einu orði kolólögleg og þeir sem bera ábyrgð á henni eru lögbrjótar. Höfundur er fyrrverandi formaður BSRB og fyrrverandi stjórnarmaður í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins.
Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun