Aron er handboltamaður í FH og Björn knattspyrnumaður með sama félagi en þeir eru einnig æskuvinir.
En báðir eru þeir nokkuð liðtækir á golfvellinum. Á dögunum kom út myndband á YouTube-síðu Brutta golf þar sem sýnt var frá einvígi ársins á Golfvellinum í Setberginu.
Hlaðvarpsstjörnurnar Vilhjálmur Freyr Hallsson og Andri Geir Gunnarsson tóku einnig þátt. Vilhjálmur og Björn saman í liði og Andri og Aron saman í liði. Leikið var eftir fyrirkomulaginu Texas Scramble og var mikið fjör á hringnum.
Það sem einkenndi hringinn var andlegt stríð liðanna og voru menn að reyna ná hvor öðrum á taugum. En fjórmenningarnir flottir á vellinum en svo fór að lokum að Aron og Andri höfðu betur eins og sjá má hér að neðan.