Vilja koma í veg fyrir að börnin taki lögin í eigin hendur Lovísa Arnardóttir skrifar 29. ágúst 2024 07:01 Elísabet hefur verið í samfélagslögguteyminu í um þrjú ár. Myndin er tekin á menningarnótt í fyrra og Elísabet er lengst til hægri. Aðsend Elísabet Ósk Maríusdóttir hefur verið lögreglumaður í fjögur ár og þar af þrjú sinnt svokallaðri samfélagslöggæslu. Hún sinnir því meðfram almennum löggæslustörfum einn dag í viku. Samfélagslögreglan vinnur markvisst að því að stytta boðleiðir og efla traust í nærsamfélaginu. Samfélagslöggæsla var efld með 120 milljóna styrk frá yfirvöldum í vor til tveggja ára með það að markmiði að „auka traust á lögreglu og sýnileika í samfélaginu, leysa félagsleg vandamál og ná til barna og ungmenna í viðkvæmri stöðu.“ Á höfuðborgarsvæðinu hafa verið starfandi svokallaðar samfélagslöggur hefur verið frá árinu 2019 og hefur síðustu ár lagt sérstaka áherslu á stafrænt ofbeldi meðal barna og vopnaburð barna og ungmenna. „Samfélagslögregla er hugmyndafræði og stefna löggæslu sem leggur áherslu á nauðsyn þess að lögreglumenn byggi upp jákvæð tengsl við samfélagið sem þeir þjóna. Markmið samfélagslögreglu er að draga úr glæpum og óreglu með því að vinna með samfélagsþegnum að því að greina og leysa vandamál sem tengjast almannaöryggi,“ segir í tilkynningu um verkefnið á vef stjórnarráðsins. Halla Bergþóra er lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Þá segir enn fremur að samfélagslögregla færi lögreglumenn nær samfélaginu með því að vera sýnilegri. Forvarnir samfélagslögreglu snúa jafnframt að ábyrgri notkun samfélagsmiðla, stafrænu ofbeldi og einelti, miðlun kynferðislegra mynda á netinu auk fræðslu vegna hótana og kúgana vegna stafrænna gagna. Lagt er upp með að sinna forvörnum vegna kynferðisbrota með áherslu á samþykki og vinna gegn ofbeldi barna og ungmenna. Lögð hefur verið áhersla á samfélagslöggæslu og afbrotavarnir hjá lögreglu um allt land en að þessu sinni var verkefnið eflt með ráðstöfun stöðugilda á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Þannig verða sett tvö stöðugildi á höfuðborgarsvæðið og eitt á Norðurland eystra til næstu tveggja ára. Hundrað prósent aukning „Þetta er um það bil 100 prósent aukning,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. „Það er svo mikið ákall frá samfélaginu um að sinna virku forvarnarstarfi,“ segir Halla Bergþóra. Samfélagslögreglan fari í heimsóknir í skóla, á íbúafundi og annað og eigi í virkum samskiptum með það að markmiði að sjá merki fyrr og grípa inn í áður en börn leiðast út í eitthvað. „Þau hafa líka stokkið til í skóla ef eitthvað hefur komið upp á,“ segir Halla Bergþóra og tekur dæmi frá síðasta skólaári í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Skólastjórnendur höfðu þá samband vegna myndsendinga barnanna. „Við erum oft að koma inn of seint í málin því skólastjórnendur hugsa ekki til okkar. Við viljum endilega breyta því,“ segir Elísabet Ósk. Enginn einn sem ræður við þetta Halla Bergþóra segir lögregluna í virku samstarfi við þjónustumiðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og barnavernd en það sé lykilatriði að draga úr ofbeldi og tryggja farsæld barna. „Það er alltaf þannig í þessum málum að það er ekki einn aðili sem getur tekist á við þetta. Við verðum að gera þetta saman. Þetta er bara eins og með heimilisofbeldi. Lögreglan getur ekki ein tekist á við það. Það eru svo margir sem koma að. Ofbeldi snertir svo marga.“ Samfélagslöggurnar hittu fólk í miðbænum á menningarnótt.Mynd/Sandra Sif Ottadóttir Halla Bergþóra segir mikla fjölgun tilfella þar sem börn brjóta af sér og Elísabet segir málin orðin erfiðari. Það sé algengara að börnin séu vopnuð sem geri málin alvarlegri oft þegar þau komi upp. Brýnt að grípa snemma inn þegar börn eru vopnuð Töluvert hefur verið fjallað um vopnaburð barna. Sérstaklega í kjölfar stunguárásar á menningarnótt þar sem ungmenni réðst að þremur öðrum ungmennum. Ein stúlka er enn í lífshættu. „Það hefur alveg komið fyrir að við erum kölluð til í einhvern skóla og kennarinn er með fulla skúffu af hnífum sem hann hefur verið að fjarlægja af börnunum án þess að hringja í okkur,“ segir Elísabet og að teymið viti að það þurfi að færa sig nær skólanum svo stjórnendur og kennarar hugsi til þeirra og fái þá með. „Það er brýnt að grípa inn í ef svo margir krakkar eru að mæta vopnaðir í skólann. Í fyrsta lagi er það alvarlegt brot og svo er það eitthvað sem við viljum vita af. Þegar við förum í skólana og tölum við krakkana um vopnaburð reynum við að útskýra fyrir þeim að þau eigi ekki að taka lögin í sínar hendur. Við förum í tveggja ára háskólanám og svo auka þjálfun í hverjum mánuði til þess einmitt að mega taka lögin í okkar hendur,“ segir Elísabet. Samfélagslögreglan fer í heimsókn á öllum skólastigum en mesta áherslan hefur verið lögð á 7. til 10. bekk.Aðsend Hún segir það þó enn mikilvægara að börnin átti sig á því að þau geti alltaf leitað til lögreglunnar. „Sama hvort vandamálið er stórt eða smátt og þó að eiginlegt brot hafi kannski ekki átt sér stað. Stórt og lögbundið hlutverk lögreglu er nefnilega líka að koma í veg fyrir afbrot. Svo erum við öll bundin þagnarskyldu samkvæmt lögum svo að nafnið þeirra og allar upplýsingar fara ekkert út fyrir lögreglustöðina. Við viljum að þau geti leitað til okkar í stað þess að taka lögin í sínar hendur og það sem þau græða á því er til dæmis að sleppa við afleiðingarnar sem fylgja því að beita annan ofbeldi,“ segir Elísabet og að það sama eigi við um foreldra og aðra forráðamenn. „Þau geta leitað til okkar ef þeim finnst þau eða barnið sitt vera komin á einhverjar villigötur. Við viljum endilega hjálpa og grípa inn í hvers konar áhættuhegðun sem fyrst.“ Hægt að leita annað líka Vilji fólk ekki leita til þeirra séu líka aðrir staðir. Mikilvægast sé að segja frá og fá hjálp. „Það er til dæmis Rauði krossinn, Bergið headspace, Foreldrahús og Pieta. Ég segi alltaf við krakkana í skólunum ef þið munið bara eftir einum af þessum stöðum sem ég nefndi prófið að hafa samband og ef þið eruð á „röngum“ stað er örugglega einhver þarna sem getur leiðbeint ykkur á „réttan“ stað.“ Halla Bergþóra segir lögregluna reyna að ná utan um vopnaburð barna. Börnin vísi til þess að þurfa að verja sig en fyrir hverju sé ekki endilega skýrt. „Þú kannski setur á þig vopn og ætlar ekki að nota það. En svo kemurðu í hættulegar aðstæður þar sem þú ert með vopnið og þá notarðu það. Þá getur þetta verið svo örlagaríkt, því þetta er svo hættulegt vopn. Þú getur eyðilagt annað líf eða skemmt það. Það getur því verið mjög örlagaríkt fyrir þann sem beitir vopninu,“ segir Halla Bergþóra. Samfélagsmiðlar hættulegir Hún segir mikilvægt að foreldrar fylgist vel með börnunum sínum og samfélagsmiðlunum þeirra. Þó svo að börnin séu inni í herbergi séu þau ekki endilega örugg þar vegna hættu á ofbeldi eða einelti í gegnum síma eða samfélagsmiðla. Elísabet segir mikilvægt fyrir foreldra sem dæmi að kanna allar stillingar í öppum og hvort krakkarnir séu, til dæmis, með fleiri en einn aðgang á sínum samfélagsmiðlum. „Það er gott að vera gagnrýnni og fylgjast vel með hópum sem krakkarnir eru í og hverjir eru í hópnum. Foreldrar þekkja oftast vini barna sinna og ef það er einhver á samfélagsmiðlunum þeirra sem þau þekkja ekki eiga þau ekki að hika við að spyrja út í manneskjuna og jafnvel henda henni út. Það getur verið einhver að villa á sér heimildir, ókunnugur eða einhver í árganginum eða vinahópi barnanna. Elísabet segir að þau app sem foreldrar ættu að fylgjast vel með séu Instagram, TikTok og Snapchat. Þá nefnir hún einnig Discord og Telegram. Hitta hópa og einstaka börn Elísabet Ósk segir að þegar einhver hefur samband þá byrji teymið á að setja upp fræðsluáætlun sem sé svo framfylgt í samstarfi margra aðila. Hún nefnir sem dæmi átök á milli ákveðinna hópa í einu hverfi á höfuðborgarsvæðinu í fyrra sem þau hafi verið fengin til að aðstoða við. Fyrst hafi þau séð um fræðslu fyrir allan árganginn en svo tekið fund með þeim krökkum sem málið varðaði og foreldrum þeirra. Þau börn sem hafi sérstaklega verið tilkynnt hafi verið tekin í viðtal með foreldrum sínum og barnavernd. Ekki sé hægt að tala um yfirheyrslu vegna ungs aldurs barnanna en það hafi farið fram samtal í einrúmi á milli barnsins, foreldra þeirra, lögreglunnar og barnaverndar. Samfélagslögreglan heimsækir skóla og félagsmiðstöðvar.Aðsend „Þegar þau leita til okkar með eitthvað svona alvarlegt gerum við það sem við getum.“ Lögreglan reyni að greina vandann með því að afla sér upplýsinga hjá skólum, félagsmálayfirvöldum og börnunum sjálfum. „Það er rosalega gott að vinna í teymisvinnu og markmiðið er alltaf að gæta að hagsmunum barnanna. Sama hvort það er þolandi eða gerandi skiptir máli að taka á þessu frá öllum hliðum,“ segir Halla Bergþóra. Elísabet segir viðtölin við börnin og foreldrana oftast ganga vel. Það komi þó alveg upp að foreldrarnir vilji ekki viðurkenna vandann eða að barnið sitt geti hagað sér illa. Það geti haft áhrif á vinnslu málsins. Umgjörðin að bregðast „Það endar yfirleitt þannig að barnið heldur áfram að haga sér þannig og svo springur það einhvern veginn. En það er ekkert endilega bara foreldrum að kenna. Það er þá umgjörðin í kringum barnið sem er að bregðast. Þetta er alltaf stærra vandamál en bara einhver einn ræður við,“ segir Elísabet og heldur áfram: „En þegar við mætum í skólann finnst krökkunum það yfirleitt æðislegt. Það breytir svo miklu varðandi viðhorf þeirra til okkar starfs og traust þeirra til okkar. Þau sjá lögregluna aðallega í fréttum, sérstaklega erlendis frá, þegar eitthvað kemur upp á. Það er alls konar á Tik Tok og öðrum miðlum. Oft eru þau bara að sjá það versta og vita ekkert hvað við gerum. Alltaf þegar ég er í heimsókn í skóla er ég spurð hversu marga ég hef skotið,“ segir Elísabet. Hún segir börnin reglulega leita til þeirra í þessum heimsóknum og sum segi frá ótryggum aðstæðum eða atvikum sem þau hafa lent í. „Við auðvitað hlustum og tökum því alvarlega sem okkur er sagt. Það skiptir svo miklu máli ef þú ert barn og ert að segja frá í fyrsta sinn að þér sé trúað og einhver fari í málið.“ Elísabet segir að við lok hverrar fræðslu tilkynni þau krökkunum að þau verði áfram í skólanum og að það sé hægt að koma til þeirra til að tala. „Ég man að eitt sinn þá tókum við barn úr skólanum og barnavernd fór beint heim til þess. Þá hafði barnið greint frá ótryggum aðstæðum heima. Ég var svo ánægð að það var bara strax gripið inn.“ Halla Bergþóra segir það mjög gott að stjórnvöld sjái að snemmtæk íhlutun, eins og þetta verkefni, skipti máli. Ofbeldi geti haft langvarandi og víðtæk áhrif og með því að minnka boðleiðir og efla traust sé hægt að koma í veg fyrir að atvik verði alvarlegri. „Ef við getum komið í veg fyrir að barn þurfi að fara á Stuðla þá er það þjóðfélagslega hagkvæmt. Það er dýrt að hafa börn í svona vistun og erfitt fyrir barnið sjálft og alla aðstandendur þeirra.“ Elísabet segir samfélagslögregluna hafa lagt áherslu á 7. til 10. bekk en þau langi að fara meira inn í framhaldsskólana. Þau vinni nú að því að skipuleggja vetrarstarfið og heimsóknir í skóla og félagsmiðstöðvar. Lögreglan Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Tengdar fréttir Þungar áhyggjur af vopnaburði ungmenna Yfirlögregluþjónar um allt land lýsa yfir áhyggjum af auknum vopnaburði ungmenna og ofbeldishegðun. Þeir segja mikla vinnu fyrir höndum og ekki síst hjá foreldrum til að snúa við þróuninni. Drengur á sextánda ári situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa stungið tvær stúlkur og dreng á sama reki. Sautján ára stúlka er í lífshættu. 28. ágúst 2024 13:25 Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum og sífellt algengara er að hnífur komi við sögu. Dómsmálaráðherra er slegin yfir lífshættulegulegri hnífaárás á menningarnótt. Nú þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt til að sporna við slíkum brotum. 27. ágúst 2024 19:28 Mikill fjöldi lýst atburðarásinni við Skúlagötu Stúlka sem stungin var ítrekað með hníf í bíl við Skúlagötu að lokinni flugeldasýningunni á Menningarnótt er enn í lífshættu. Rannsókn lögreglu er sögð miða vel. Mikill fjöldi fólks varð vitni að árásinni. 27. ágúst 2024 14:32 Faðir pilts sem lenti í stunguárás hélt að sonurinn væri látinn Faðir palestínsks drengs sem varð fyrir alvarlegri stunguárás á menningarnótt ásamt tveimur íslenskum stúlkum segist hafa talið að hann væri að bjarga lífi barnanna sinna með því að flytja til Íslands. Hann óttast nú um líf sonarins. 26. ágúst 2024 19:34 Einn þolenda stunguárásarinnar piltur frá Palestínu Einn þeirra sem varð fyrir stunguárás við Skúlagötu á Menningarnótt er af erlendum uppruna. Hinir brotaþolendurnir tveir og meintur gerandi eru hins vegar íslenskir ríkisborgarar. Þetta staðfestir Grímur Grímsson í samtali við fréttastofu, en áður hafði komið fram að öll fórnarlömbin þrjú auk árásarmannsins væru íslenskir ríkisborgarar. Grímur kveðst ekki geta tjáð sig frekar um stöðu viðkomandi eða uppruna hans að öðru leyti. 26. ágúst 2024 17:01 Stúlkan enn í lífshættu en rannsókn miðar vel Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir rannsókn lögreglu á stunguárás við Skúlagötu á menningarnótt miða vel og að lögregla hafi verið í nokkuð hefðbundnum rannsóknaraðferðum. Stúlkan sem var stungin er enn í lífshættu. 26. ágúst 2024 11:47 Sextán ára drengur í gæsluvarðhaldi vegna stunguárásarinnar Sextán ára drengur sem er grunaður um að hafa stungið þrjú ungmenni með hnífi í miðborginni í gærkvöld var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald í héraðsdómi Reykjavíkur til 30. ágúst að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 25. ágúst 2024 22:24 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Samfélagslöggæsla var efld með 120 milljóna styrk frá yfirvöldum í vor til tveggja ára með það að markmiði að „auka traust á lögreglu og sýnileika í samfélaginu, leysa félagsleg vandamál og ná til barna og ungmenna í viðkvæmri stöðu.“ Á höfuðborgarsvæðinu hafa verið starfandi svokallaðar samfélagslöggur hefur verið frá árinu 2019 og hefur síðustu ár lagt sérstaka áherslu á stafrænt ofbeldi meðal barna og vopnaburð barna og ungmenna. „Samfélagslögregla er hugmyndafræði og stefna löggæslu sem leggur áherslu á nauðsyn þess að lögreglumenn byggi upp jákvæð tengsl við samfélagið sem þeir þjóna. Markmið samfélagslögreglu er að draga úr glæpum og óreglu með því að vinna með samfélagsþegnum að því að greina og leysa vandamál sem tengjast almannaöryggi,“ segir í tilkynningu um verkefnið á vef stjórnarráðsins. Halla Bergþóra er lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Þá segir enn fremur að samfélagslögregla færi lögreglumenn nær samfélaginu með því að vera sýnilegri. Forvarnir samfélagslögreglu snúa jafnframt að ábyrgri notkun samfélagsmiðla, stafrænu ofbeldi og einelti, miðlun kynferðislegra mynda á netinu auk fræðslu vegna hótana og kúgana vegna stafrænna gagna. Lagt er upp með að sinna forvörnum vegna kynferðisbrota með áherslu á samþykki og vinna gegn ofbeldi barna og ungmenna. Lögð hefur verið áhersla á samfélagslöggæslu og afbrotavarnir hjá lögreglu um allt land en að þessu sinni var verkefnið eflt með ráðstöfun stöðugilda á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Þannig verða sett tvö stöðugildi á höfuðborgarsvæðið og eitt á Norðurland eystra til næstu tveggja ára. Hundrað prósent aukning „Þetta er um það bil 100 prósent aukning,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. „Það er svo mikið ákall frá samfélaginu um að sinna virku forvarnarstarfi,“ segir Halla Bergþóra. Samfélagslögreglan fari í heimsóknir í skóla, á íbúafundi og annað og eigi í virkum samskiptum með það að markmiði að sjá merki fyrr og grípa inn í áður en börn leiðast út í eitthvað. „Þau hafa líka stokkið til í skóla ef eitthvað hefur komið upp á,“ segir Halla Bergþóra og tekur dæmi frá síðasta skólaári í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Skólastjórnendur höfðu þá samband vegna myndsendinga barnanna. „Við erum oft að koma inn of seint í málin því skólastjórnendur hugsa ekki til okkar. Við viljum endilega breyta því,“ segir Elísabet Ósk. Enginn einn sem ræður við þetta Halla Bergþóra segir lögregluna í virku samstarfi við þjónustumiðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og barnavernd en það sé lykilatriði að draga úr ofbeldi og tryggja farsæld barna. „Það er alltaf þannig í þessum málum að það er ekki einn aðili sem getur tekist á við þetta. Við verðum að gera þetta saman. Þetta er bara eins og með heimilisofbeldi. Lögreglan getur ekki ein tekist á við það. Það eru svo margir sem koma að. Ofbeldi snertir svo marga.“ Samfélagslöggurnar hittu fólk í miðbænum á menningarnótt.Mynd/Sandra Sif Ottadóttir Halla Bergþóra segir mikla fjölgun tilfella þar sem börn brjóta af sér og Elísabet segir málin orðin erfiðari. Það sé algengara að börnin séu vopnuð sem geri málin alvarlegri oft þegar þau komi upp. Brýnt að grípa snemma inn þegar börn eru vopnuð Töluvert hefur verið fjallað um vopnaburð barna. Sérstaklega í kjölfar stunguárásar á menningarnótt þar sem ungmenni réðst að þremur öðrum ungmennum. Ein stúlka er enn í lífshættu. „Það hefur alveg komið fyrir að við erum kölluð til í einhvern skóla og kennarinn er með fulla skúffu af hnífum sem hann hefur verið að fjarlægja af börnunum án þess að hringja í okkur,“ segir Elísabet og að teymið viti að það þurfi að færa sig nær skólanum svo stjórnendur og kennarar hugsi til þeirra og fái þá með. „Það er brýnt að grípa inn í ef svo margir krakkar eru að mæta vopnaðir í skólann. Í fyrsta lagi er það alvarlegt brot og svo er það eitthvað sem við viljum vita af. Þegar við förum í skólana og tölum við krakkana um vopnaburð reynum við að útskýra fyrir þeim að þau eigi ekki að taka lögin í sínar hendur. Við förum í tveggja ára háskólanám og svo auka þjálfun í hverjum mánuði til þess einmitt að mega taka lögin í okkar hendur,“ segir Elísabet. Samfélagslögreglan fer í heimsókn á öllum skólastigum en mesta áherslan hefur verið lögð á 7. til 10. bekk.Aðsend Hún segir það þó enn mikilvægara að börnin átti sig á því að þau geti alltaf leitað til lögreglunnar. „Sama hvort vandamálið er stórt eða smátt og þó að eiginlegt brot hafi kannski ekki átt sér stað. Stórt og lögbundið hlutverk lögreglu er nefnilega líka að koma í veg fyrir afbrot. Svo erum við öll bundin þagnarskyldu samkvæmt lögum svo að nafnið þeirra og allar upplýsingar fara ekkert út fyrir lögreglustöðina. Við viljum að þau geti leitað til okkar í stað þess að taka lögin í sínar hendur og það sem þau græða á því er til dæmis að sleppa við afleiðingarnar sem fylgja því að beita annan ofbeldi,“ segir Elísabet og að það sama eigi við um foreldra og aðra forráðamenn. „Þau geta leitað til okkar ef þeim finnst þau eða barnið sitt vera komin á einhverjar villigötur. Við viljum endilega hjálpa og grípa inn í hvers konar áhættuhegðun sem fyrst.“ Hægt að leita annað líka Vilji fólk ekki leita til þeirra séu líka aðrir staðir. Mikilvægast sé að segja frá og fá hjálp. „Það er til dæmis Rauði krossinn, Bergið headspace, Foreldrahús og Pieta. Ég segi alltaf við krakkana í skólunum ef þið munið bara eftir einum af þessum stöðum sem ég nefndi prófið að hafa samband og ef þið eruð á „röngum“ stað er örugglega einhver þarna sem getur leiðbeint ykkur á „réttan“ stað.“ Halla Bergþóra segir lögregluna reyna að ná utan um vopnaburð barna. Börnin vísi til þess að þurfa að verja sig en fyrir hverju sé ekki endilega skýrt. „Þú kannski setur á þig vopn og ætlar ekki að nota það. En svo kemurðu í hættulegar aðstæður þar sem þú ert með vopnið og þá notarðu það. Þá getur þetta verið svo örlagaríkt, því þetta er svo hættulegt vopn. Þú getur eyðilagt annað líf eða skemmt það. Það getur því verið mjög örlagaríkt fyrir þann sem beitir vopninu,“ segir Halla Bergþóra. Samfélagsmiðlar hættulegir Hún segir mikilvægt að foreldrar fylgist vel með börnunum sínum og samfélagsmiðlunum þeirra. Þó svo að börnin séu inni í herbergi séu þau ekki endilega örugg þar vegna hættu á ofbeldi eða einelti í gegnum síma eða samfélagsmiðla. Elísabet segir mikilvægt fyrir foreldra sem dæmi að kanna allar stillingar í öppum og hvort krakkarnir séu, til dæmis, með fleiri en einn aðgang á sínum samfélagsmiðlum. „Það er gott að vera gagnrýnni og fylgjast vel með hópum sem krakkarnir eru í og hverjir eru í hópnum. Foreldrar þekkja oftast vini barna sinna og ef það er einhver á samfélagsmiðlunum þeirra sem þau þekkja ekki eiga þau ekki að hika við að spyrja út í manneskjuna og jafnvel henda henni út. Það getur verið einhver að villa á sér heimildir, ókunnugur eða einhver í árganginum eða vinahópi barnanna. Elísabet segir að þau app sem foreldrar ættu að fylgjast vel með séu Instagram, TikTok og Snapchat. Þá nefnir hún einnig Discord og Telegram. Hitta hópa og einstaka börn Elísabet Ósk segir að þegar einhver hefur samband þá byrji teymið á að setja upp fræðsluáætlun sem sé svo framfylgt í samstarfi margra aðila. Hún nefnir sem dæmi átök á milli ákveðinna hópa í einu hverfi á höfuðborgarsvæðinu í fyrra sem þau hafi verið fengin til að aðstoða við. Fyrst hafi þau séð um fræðslu fyrir allan árganginn en svo tekið fund með þeim krökkum sem málið varðaði og foreldrum þeirra. Þau börn sem hafi sérstaklega verið tilkynnt hafi verið tekin í viðtal með foreldrum sínum og barnavernd. Ekki sé hægt að tala um yfirheyrslu vegna ungs aldurs barnanna en það hafi farið fram samtal í einrúmi á milli barnsins, foreldra þeirra, lögreglunnar og barnaverndar. Samfélagslögreglan heimsækir skóla og félagsmiðstöðvar.Aðsend „Þegar þau leita til okkar með eitthvað svona alvarlegt gerum við það sem við getum.“ Lögreglan reyni að greina vandann með því að afla sér upplýsinga hjá skólum, félagsmálayfirvöldum og börnunum sjálfum. „Það er rosalega gott að vinna í teymisvinnu og markmiðið er alltaf að gæta að hagsmunum barnanna. Sama hvort það er þolandi eða gerandi skiptir máli að taka á þessu frá öllum hliðum,“ segir Halla Bergþóra. Elísabet segir viðtölin við börnin og foreldrana oftast ganga vel. Það komi þó alveg upp að foreldrarnir vilji ekki viðurkenna vandann eða að barnið sitt geti hagað sér illa. Það geti haft áhrif á vinnslu málsins. Umgjörðin að bregðast „Það endar yfirleitt þannig að barnið heldur áfram að haga sér þannig og svo springur það einhvern veginn. En það er ekkert endilega bara foreldrum að kenna. Það er þá umgjörðin í kringum barnið sem er að bregðast. Þetta er alltaf stærra vandamál en bara einhver einn ræður við,“ segir Elísabet og heldur áfram: „En þegar við mætum í skólann finnst krökkunum það yfirleitt æðislegt. Það breytir svo miklu varðandi viðhorf þeirra til okkar starfs og traust þeirra til okkar. Þau sjá lögregluna aðallega í fréttum, sérstaklega erlendis frá, þegar eitthvað kemur upp á. Það er alls konar á Tik Tok og öðrum miðlum. Oft eru þau bara að sjá það versta og vita ekkert hvað við gerum. Alltaf þegar ég er í heimsókn í skóla er ég spurð hversu marga ég hef skotið,“ segir Elísabet. Hún segir börnin reglulega leita til þeirra í þessum heimsóknum og sum segi frá ótryggum aðstæðum eða atvikum sem þau hafa lent í. „Við auðvitað hlustum og tökum því alvarlega sem okkur er sagt. Það skiptir svo miklu máli ef þú ert barn og ert að segja frá í fyrsta sinn að þér sé trúað og einhver fari í málið.“ Elísabet segir að við lok hverrar fræðslu tilkynni þau krökkunum að þau verði áfram í skólanum og að það sé hægt að koma til þeirra til að tala. „Ég man að eitt sinn þá tókum við barn úr skólanum og barnavernd fór beint heim til þess. Þá hafði barnið greint frá ótryggum aðstæðum heima. Ég var svo ánægð að það var bara strax gripið inn.“ Halla Bergþóra segir það mjög gott að stjórnvöld sjái að snemmtæk íhlutun, eins og þetta verkefni, skipti máli. Ofbeldi geti haft langvarandi og víðtæk áhrif og með því að minnka boðleiðir og efla traust sé hægt að koma í veg fyrir að atvik verði alvarlegri. „Ef við getum komið í veg fyrir að barn þurfi að fara á Stuðla þá er það þjóðfélagslega hagkvæmt. Það er dýrt að hafa börn í svona vistun og erfitt fyrir barnið sjálft og alla aðstandendur þeirra.“ Elísabet segir samfélagslögregluna hafa lagt áherslu á 7. til 10. bekk en þau langi að fara meira inn í framhaldsskólana. Þau vinni nú að því að skipuleggja vetrarstarfið og heimsóknir í skóla og félagsmiðstöðvar.
Lögreglan Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Tengdar fréttir Þungar áhyggjur af vopnaburði ungmenna Yfirlögregluþjónar um allt land lýsa yfir áhyggjum af auknum vopnaburði ungmenna og ofbeldishegðun. Þeir segja mikla vinnu fyrir höndum og ekki síst hjá foreldrum til að snúa við þróuninni. Drengur á sextánda ári situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa stungið tvær stúlkur og dreng á sama reki. Sautján ára stúlka er í lífshættu. 28. ágúst 2024 13:25 Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum og sífellt algengara er að hnífur komi við sögu. Dómsmálaráðherra er slegin yfir lífshættulegulegri hnífaárás á menningarnótt. Nú þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt til að sporna við slíkum brotum. 27. ágúst 2024 19:28 Mikill fjöldi lýst atburðarásinni við Skúlagötu Stúlka sem stungin var ítrekað með hníf í bíl við Skúlagötu að lokinni flugeldasýningunni á Menningarnótt er enn í lífshættu. Rannsókn lögreglu er sögð miða vel. Mikill fjöldi fólks varð vitni að árásinni. 27. ágúst 2024 14:32 Faðir pilts sem lenti í stunguárás hélt að sonurinn væri látinn Faðir palestínsks drengs sem varð fyrir alvarlegri stunguárás á menningarnótt ásamt tveimur íslenskum stúlkum segist hafa talið að hann væri að bjarga lífi barnanna sinna með því að flytja til Íslands. Hann óttast nú um líf sonarins. 26. ágúst 2024 19:34 Einn þolenda stunguárásarinnar piltur frá Palestínu Einn þeirra sem varð fyrir stunguárás við Skúlagötu á Menningarnótt er af erlendum uppruna. Hinir brotaþolendurnir tveir og meintur gerandi eru hins vegar íslenskir ríkisborgarar. Þetta staðfestir Grímur Grímsson í samtali við fréttastofu, en áður hafði komið fram að öll fórnarlömbin þrjú auk árásarmannsins væru íslenskir ríkisborgarar. Grímur kveðst ekki geta tjáð sig frekar um stöðu viðkomandi eða uppruna hans að öðru leyti. 26. ágúst 2024 17:01 Stúlkan enn í lífshættu en rannsókn miðar vel Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir rannsókn lögreglu á stunguárás við Skúlagötu á menningarnótt miða vel og að lögregla hafi verið í nokkuð hefðbundnum rannsóknaraðferðum. Stúlkan sem var stungin er enn í lífshættu. 26. ágúst 2024 11:47 Sextán ára drengur í gæsluvarðhaldi vegna stunguárásarinnar Sextán ára drengur sem er grunaður um að hafa stungið þrjú ungmenni með hnífi í miðborginni í gærkvöld var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald í héraðsdómi Reykjavíkur til 30. ágúst að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 25. ágúst 2024 22:24 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Þungar áhyggjur af vopnaburði ungmenna Yfirlögregluþjónar um allt land lýsa yfir áhyggjum af auknum vopnaburði ungmenna og ofbeldishegðun. Þeir segja mikla vinnu fyrir höndum og ekki síst hjá foreldrum til að snúa við þróuninni. Drengur á sextánda ári situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa stungið tvær stúlkur og dreng á sama reki. Sautján ára stúlka er í lífshættu. 28. ágúst 2024 13:25
Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum og sífellt algengara er að hnífur komi við sögu. Dómsmálaráðherra er slegin yfir lífshættulegulegri hnífaárás á menningarnótt. Nú þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt til að sporna við slíkum brotum. 27. ágúst 2024 19:28
Mikill fjöldi lýst atburðarásinni við Skúlagötu Stúlka sem stungin var ítrekað með hníf í bíl við Skúlagötu að lokinni flugeldasýningunni á Menningarnótt er enn í lífshættu. Rannsókn lögreglu er sögð miða vel. Mikill fjöldi fólks varð vitni að árásinni. 27. ágúst 2024 14:32
Faðir pilts sem lenti í stunguárás hélt að sonurinn væri látinn Faðir palestínsks drengs sem varð fyrir alvarlegri stunguárás á menningarnótt ásamt tveimur íslenskum stúlkum segist hafa talið að hann væri að bjarga lífi barnanna sinna með því að flytja til Íslands. Hann óttast nú um líf sonarins. 26. ágúst 2024 19:34
Einn þolenda stunguárásarinnar piltur frá Palestínu Einn þeirra sem varð fyrir stunguárás við Skúlagötu á Menningarnótt er af erlendum uppruna. Hinir brotaþolendurnir tveir og meintur gerandi eru hins vegar íslenskir ríkisborgarar. Þetta staðfestir Grímur Grímsson í samtali við fréttastofu, en áður hafði komið fram að öll fórnarlömbin þrjú auk árásarmannsins væru íslenskir ríkisborgarar. Grímur kveðst ekki geta tjáð sig frekar um stöðu viðkomandi eða uppruna hans að öðru leyti. 26. ágúst 2024 17:01
Stúlkan enn í lífshættu en rannsókn miðar vel Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir rannsókn lögreglu á stunguárás við Skúlagötu á menningarnótt miða vel og að lögregla hafi verið í nokkuð hefðbundnum rannsóknaraðferðum. Stúlkan sem var stungin er enn í lífshættu. 26. ágúst 2024 11:47
Sextán ára drengur í gæsluvarðhaldi vegna stunguárásarinnar Sextán ára drengur sem er grunaður um að hafa stungið þrjú ungmenni með hnífi í miðborginni í gærkvöld var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald í héraðsdómi Reykjavíkur til 30. ágúst að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 25. ágúst 2024 22:24