Um er að ræða fiska sem drápust eftir að þeim skolaði frá heimkynnum sínum í ferskvatni í miklum flóðum í fyrra.
Mikil stækja er sögð liggja frá hræjunum í höfn Volos, sem er vinsæll ferðamannastaður.

Í gær voru net notuð til að veiða fiskinn upp og áætlað að um 40 tonn hafi verið flutt á brott á sólarhring.
Achilleas Beos, borgarstjóri Volos, sagði á blaðamannafundi í gær að ólyktin væri óbærileg og þá var hann harðorður í garð stjórnvalda fyrir að grípa ekki til aðgerða. Rotnandi fiskurinn gæti skapað vandamál fyrir aðrar tegundir á svæðinu.
Beos og sérfræðingar segja að hægt hefði verið að koma í veg fyrir dauða fiskana með því að leggja net í ánna þar sem þeir komu niður en það hafi líklega orðið þeim að aldurtila að komast út í sjó.
Rannsókn stendur yfir á málinu.