Þar hafi reynst vera mjög alvarlegt vinnuslys á byggingarsvæði í Urriðaholti. Í tilkynningu segir að rannsókn málsins sé á frumstigi. Þá ætlar lögregla ekki að veita frekari upplýsingar um málið.
Fram kom í frétt Vísis fyrr í dag að einn dælibíll hafi verið sendur á vettvang og þrír sjúkrabílar. Auk slökkviliðs og sjúkrabíla var töluverður fjöldi lögreglumanna á vettvangi eins og má sjá á myndinni hér að neðan.

Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu eða myndir á ritstjorn@visir.is.
Fréttin hefur verið uppfærð.