Segir oft alltof marga uppi á jökli og inni í íshellum Lovísa Arnardóttir skrifar 30. ágúst 2024 09:26 Mikill viðbúnaðrur var á jöklinum þegar slysið varð. Í fyrstu var talið að tveir væru fastir undir ísnum auk þeirra tveggja sem slösuðust. Vísir/Vilhelm Borgar Antonsson segir slysið á Breiðamerkurjökli ekki þurft að hafa átt sér stað. Borgar rekur ferðaþjónustufyrirtækið Ice Cave in Iceland sem fer í hellaferðir á veturna. Hann segir mikla þörf á nýju regluverki. Það séu of margir upp á jökli og í hellum í einu sem skerði öryggi og upplifun gesta. Hann segir að eins og öðrum landsmönnum hafi honum verið brugðið yfir íshellaslysinu síðustu helgi við Breiðamerkurjökul. Bandarískt par varð undir ísnum. Karlmaðurinn var úrskurðaður látin á vettvangi en unnusta hans flutt slösuð á slysadeild í Reykjavík. Hún er þungið. Borgar segir slysið ekki hafa þurft að eiga sér stað. Það sé afar sorglegt að hugsa til þess. Borgar fór yfir þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það er vegna þess að við höfum ekki stundað þessar ferðir á sumrin, þessi fyrirtæki sem eru í þessum íshellaferðum, einfaldlega af því að þetta er það hættulegt að við getum ekki tryggt öryggi gesta í þessum ferðum,“ segir Borgar. Hann segir einhverja hafa farið af stað og aðrir hafi fylgt. Það hafi einhverjir reynt þetta í fyrra en það hafi ekki sami fjöldi farið í þær ferðir og þær hafi ekki verið á eins löngu tímabili. Sjálfur segist hann opna fyrir bókanir í október og það sé opið fram í mars. Það sé talinn öruggur tími. „En svo getur alveg verið heitt vor og ísinn orðinn svona sumarlegur fyrr sko, þá bara aflýsir maður þeim ferðum og borgar gestum til baka. Segir því miður og það er ekki öruggt að fara í ferð.“ Borgar segir ekki sanngjarnt að henda Vatnajökulsþjóðgarði undir rútuna í þessu máli. Það hafi verið leyfi í gildi en flestir sem stundi þessar ferðir hafi vitað og virt það að ekki væri öruggt að fara í þessar ferðir þannig það hafi ekki þurft að banna það. Þeir sem stundi íshellaferðir á veturna fari yfirleitt í aðra starfsemi á sumrin eins og jöklagöngur, jeppaferðir, snjósleðaferðir eða jafnvel kajakferðir. Fyrirtækin sjálf beri ábyrgð „Þeir sem bera eingöngu ábyrgð á þessu slysi eru þeir sem buðu upp á þessar ferðir í sumar og það eru nokkur fyrirtæki,“ segir Borgar. Borgar er sjálfur að aka gestum úr skemmtiferðaskipum á Djúpavog í sumar og segist því ekki vita eða hafa heyrt af gagnrýnisumræðu á þessar ferðir í sumar. Borgar hefur farið í íshellaferðir í átta ár. Hann segir margt mega bæta í rekstri þeirra. Sem dæmi sé einn leiðsögumaður yfirleitt með of marga með sér. „Einn leiðsögumaður hefur ekkert með fjórtán manns að gera inni í íshelli,“ segir hann og að hámark ætti að vera um tíu manns. Hann segir Vatnajökulsþjóðgarð þurfa að taka þetta til skoðunar. Vantar allt eftirlit Hvað varðar nám í þessum fræðum segir Borgar að öllum beri að fara á námskeið en það sé enginn að athuga hvort fólk sé með þessa pappíra í gildi eða hvort menn séu með meira próf til að meira aka fólkinu að hellinum eða upp á jökul. „Þetta eftirlit vantar og þarna vantar valdheimildir til svæðisráðsins á Hornafirði. Þannig að þjóðgarðsvörður og landverðir á Breiðamerkurjökli og Breiðamerkursandi megi athuga svona mál.“ Hann segir að það sem fyrirtækin eigi að vera að gera sé að selja gestum upplifun. Það sé verið að troða allt of mörgum inn á jökul í einu. Hann segir „heimafyrirtækin“ hafa farið fram á það fyrir fjórum árum að þjóðgarðurinn setti takmörk um fjölda. Það hafi verið sett af stað vinna við það en vegna stjórnvaldskæru frá einu stærsta ferðaþjónustufyrirtækinu hafi sú vinna ekki farið lengra. Borgar segist vona að ráðherra ferðamála taki þessi mál til skoðunar. Ef það þurfi að breyta lögum þá verði að gera það. „Þetta er eins og villta vestrið stundum.“ Ferðamennska á Íslandi Slys á Breiðamerkurjökli Bítið Vatnajökulsþjóðgarður Sveitarfélagið Hornafjörður Tengdar fréttir Fengu ekki vitneskju um slys níu dögum fyrir banaslys Vatnajökulsþjóðgarður fékk enga vitneskju um slys sem að ferðamaður í íshellaferð á Breiðamerkurjökli lenti í níu dögum fyrir banaslys á svæðinu. Þann 16. ágúst féll ísklumpur úr nokkurra metra hæð og lenti á höfði mannsins með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund í stutta stund. 29. ágúst 2024 17:15 Ice Pic Journeys harma slysið á Breiðamerkurjökli „Við hjá Ice Pic Journeys hörmum mjög það slys sem átti sér stað í Breiðamerkurjökli síðastliðinn sunnudag í ferð á okkar vegum. 29. ágúst 2024 16:23 „Ég horfði á stykkið og sólina baka það“ Birgir Þór Júlíusson kom að bandaríska manninum sem lést í slysi á Breiðamerkurjökli á sunnudag. Hann reyndi endurlífgun en án árangurs. Birgir Þór er einn eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Niflheima sem skipuleggur íshellaskoðun í jöklinum. Birgir var í hellinum rétt áður en hann hrundi og varaði annan leiðsögumanninn sem var á leið inn við því að stykki í hellinum gæti hrunið. 28. ágúst 2024 23:38 Konan sem lenti undir ísfarginu er ólétt Kona sem slasaðist alvarlega þegar hún varð fyrir ísfargi við Breiðamerkurjökul á sunnudaginn er ólétt. Samkvæmt heimildum fréttastofu er konan á batavegi og barnið sakaði ekki. 28. ágúst 2024 14:50 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Hann segir að eins og öðrum landsmönnum hafi honum verið brugðið yfir íshellaslysinu síðustu helgi við Breiðamerkurjökul. Bandarískt par varð undir ísnum. Karlmaðurinn var úrskurðaður látin á vettvangi en unnusta hans flutt slösuð á slysadeild í Reykjavík. Hún er þungið. Borgar segir slysið ekki hafa þurft að eiga sér stað. Það sé afar sorglegt að hugsa til þess. Borgar fór yfir þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það er vegna þess að við höfum ekki stundað þessar ferðir á sumrin, þessi fyrirtæki sem eru í þessum íshellaferðum, einfaldlega af því að þetta er það hættulegt að við getum ekki tryggt öryggi gesta í þessum ferðum,“ segir Borgar. Hann segir einhverja hafa farið af stað og aðrir hafi fylgt. Það hafi einhverjir reynt þetta í fyrra en það hafi ekki sami fjöldi farið í þær ferðir og þær hafi ekki verið á eins löngu tímabili. Sjálfur segist hann opna fyrir bókanir í október og það sé opið fram í mars. Það sé talinn öruggur tími. „En svo getur alveg verið heitt vor og ísinn orðinn svona sumarlegur fyrr sko, þá bara aflýsir maður þeim ferðum og borgar gestum til baka. Segir því miður og það er ekki öruggt að fara í ferð.“ Borgar segir ekki sanngjarnt að henda Vatnajökulsþjóðgarði undir rútuna í þessu máli. Það hafi verið leyfi í gildi en flestir sem stundi þessar ferðir hafi vitað og virt það að ekki væri öruggt að fara í þessar ferðir þannig það hafi ekki þurft að banna það. Þeir sem stundi íshellaferðir á veturna fari yfirleitt í aðra starfsemi á sumrin eins og jöklagöngur, jeppaferðir, snjósleðaferðir eða jafnvel kajakferðir. Fyrirtækin sjálf beri ábyrgð „Þeir sem bera eingöngu ábyrgð á þessu slysi eru þeir sem buðu upp á þessar ferðir í sumar og það eru nokkur fyrirtæki,“ segir Borgar. Borgar er sjálfur að aka gestum úr skemmtiferðaskipum á Djúpavog í sumar og segist því ekki vita eða hafa heyrt af gagnrýnisumræðu á þessar ferðir í sumar. Borgar hefur farið í íshellaferðir í átta ár. Hann segir margt mega bæta í rekstri þeirra. Sem dæmi sé einn leiðsögumaður yfirleitt með of marga með sér. „Einn leiðsögumaður hefur ekkert með fjórtán manns að gera inni í íshelli,“ segir hann og að hámark ætti að vera um tíu manns. Hann segir Vatnajökulsþjóðgarð þurfa að taka þetta til skoðunar. Vantar allt eftirlit Hvað varðar nám í þessum fræðum segir Borgar að öllum beri að fara á námskeið en það sé enginn að athuga hvort fólk sé með þessa pappíra í gildi eða hvort menn séu með meira próf til að meira aka fólkinu að hellinum eða upp á jökul. „Þetta eftirlit vantar og þarna vantar valdheimildir til svæðisráðsins á Hornafirði. Þannig að þjóðgarðsvörður og landverðir á Breiðamerkurjökli og Breiðamerkursandi megi athuga svona mál.“ Hann segir að það sem fyrirtækin eigi að vera að gera sé að selja gestum upplifun. Það sé verið að troða allt of mörgum inn á jökul í einu. Hann segir „heimafyrirtækin“ hafa farið fram á það fyrir fjórum árum að þjóðgarðurinn setti takmörk um fjölda. Það hafi verið sett af stað vinna við það en vegna stjórnvaldskæru frá einu stærsta ferðaþjónustufyrirtækinu hafi sú vinna ekki farið lengra. Borgar segist vona að ráðherra ferðamála taki þessi mál til skoðunar. Ef það þurfi að breyta lögum þá verði að gera það. „Þetta er eins og villta vestrið stundum.“
Ferðamennska á Íslandi Slys á Breiðamerkurjökli Bítið Vatnajökulsþjóðgarður Sveitarfélagið Hornafjörður Tengdar fréttir Fengu ekki vitneskju um slys níu dögum fyrir banaslys Vatnajökulsþjóðgarður fékk enga vitneskju um slys sem að ferðamaður í íshellaferð á Breiðamerkurjökli lenti í níu dögum fyrir banaslys á svæðinu. Þann 16. ágúst féll ísklumpur úr nokkurra metra hæð og lenti á höfði mannsins með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund í stutta stund. 29. ágúst 2024 17:15 Ice Pic Journeys harma slysið á Breiðamerkurjökli „Við hjá Ice Pic Journeys hörmum mjög það slys sem átti sér stað í Breiðamerkurjökli síðastliðinn sunnudag í ferð á okkar vegum. 29. ágúst 2024 16:23 „Ég horfði á stykkið og sólina baka það“ Birgir Þór Júlíusson kom að bandaríska manninum sem lést í slysi á Breiðamerkurjökli á sunnudag. Hann reyndi endurlífgun en án árangurs. Birgir Þór er einn eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Niflheima sem skipuleggur íshellaskoðun í jöklinum. Birgir var í hellinum rétt áður en hann hrundi og varaði annan leiðsögumanninn sem var á leið inn við því að stykki í hellinum gæti hrunið. 28. ágúst 2024 23:38 Konan sem lenti undir ísfarginu er ólétt Kona sem slasaðist alvarlega þegar hún varð fyrir ísfargi við Breiðamerkurjökul á sunnudaginn er ólétt. Samkvæmt heimildum fréttastofu er konan á batavegi og barnið sakaði ekki. 28. ágúst 2024 14:50 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Fengu ekki vitneskju um slys níu dögum fyrir banaslys Vatnajökulsþjóðgarður fékk enga vitneskju um slys sem að ferðamaður í íshellaferð á Breiðamerkurjökli lenti í níu dögum fyrir banaslys á svæðinu. Þann 16. ágúst féll ísklumpur úr nokkurra metra hæð og lenti á höfði mannsins með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund í stutta stund. 29. ágúst 2024 17:15
Ice Pic Journeys harma slysið á Breiðamerkurjökli „Við hjá Ice Pic Journeys hörmum mjög það slys sem átti sér stað í Breiðamerkurjökli síðastliðinn sunnudag í ferð á okkar vegum. 29. ágúst 2024 16:23
„Ég horfði á stykkið og sólina baka það“ Birgir Þór Júlíusson kom að bandaríska manninum sem lést í slysi á Breiðamerkurjökli á sunnudag. Hann reyndi endurlífgun en án árangurs. Birgir Þór er einn eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Niflheima sem skipuleggur íshellaskoðun í jöklinum. Birgir var í hellinum rétt áður en hann hrundi og varaði annan leiðsögumanninn sem var á leið inn við því að stykki í hellinum gæti hrunið. 28. ágúst 2024 23:38
Konan sem lenti undir ísfarginu er ólétt Kona sem slasaðist alvarlega þegar hún varð fyrir ísfargi við Breiðamerkurjökul á sunnudaginn er ólétt. Samkvæmt heimildum fréttastofu er konan á batavegi og barnið sakaði ekki. 28. ágúst 2024 14:50