Landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson gekk til liðs við Hertha Berlin á dögunum en liðið leikur í næst efstu deild í Þýskalandi. Í dag mætti liðið Kaisterslautern á útivelli og byrjaði Jón Dagur leikinn á varamannabekk Berlínarliðsins.
Gestirnir frá Berlín skoruðu fyrsta mark leiksins í dag en heimamenn svöruðu með tveimur mörkum fyrir hlé og leiddu 2-1 í hálfleik. Gestirnir náðu forystunni á nýjan leik í síðari hálfleik en heimamenn jöfnuðu metin í 3-3 á 68. mínútu. Sannkallaður markaleikur.
Jón Dagur kom inn af bekknum á 75. mínútu og aðeins fjórum mínútum síðar skoraði Mickael Cuisance sigurmarkið fyrir gestina og Jón Dagur fagnaði því sigri í sínum fyrsta leik fyrir Berlínarliðið.
Í Póllandi skoraði Davíð Kristján Ólafsson mark Cracovia sem tapaði 2-1 gegn Radomiak Radom á útivelli. Davíð Kristján kom inn af bekknum í hálfleik og minnkaði muninn í 2-1 á 63. mínútu leiksins. Lið Cracovia er í þriðja sæti pólsku deildarinnar eftir sjö leiki.