Ég neita að pissa standandi Inga Sæland skrifar 2. september 2024 07:00 Stjórnvöld hafa loksins tekið á einu brýnasta vandamáli þjóðarinnar — klósettmálunum! Í „byltingakenndri“ reglugerð ráðherra Sjálfstæðisflokksins Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem tók gildi fyrr í sumar er kveðið á um innleiðingu kynlausra klósetta, þar sem allir geta létt á sér í sátt og samlyndi, óháð kyni og kynvitund. Í reglugerðinni segir að snyrtingar verði nú aðstöðumerktar, til dæmis með myndum af salerni, skiptiaðstöðu og þvagskálum, frekar en kynjamerktar. Í þeim tilvikum þar sem snyrtingar kvenna og karla verða áfram aðskildar, skuli einnig vera til staðar kynhlutlaus snyrting. Reglugerðin býður því upp á tvo valkosti: Valkostur 1: Salerni verða opin fyrir báðum kynjum. Konur geta notið þeirra forréttinda að setjast á útmignar klósettsetur og fá að upplifa spennuna sem fylgir því að vita aldrei hvaða óvænta gest þær hitta í næsta bás. Valkostur 2: Öllum rekstraraðilum er gert að byggja ný kynlaus salerni. Sjálfstæðisflokkurinn, sem þykist talsmaður þeirra, neyðir þá til að fjárfesta í klósettbyltingunni miklu, kostnaður sem gæti hlaupið á milljónum króna. Þessi kostnaðarsama framkvæmd kemur á versta tíma fyrir marga litla og meðalstóra rekstraraðila sem þegar eiga í gríðarlegum erfiðleikum með að standa undir greiðslubyrði okurvaxta. Þessi reglugerð er enn eitt dæmið um hvernig stjórnvöld hafa gert risavaxnar breytingar á samfélaginu án samráðs við almenning eða atvinnurekendur. Hávær minnihluti hefur á örskömmum tíma náð að snúa samfélaginu á hvolf með yfirgangi og aðkasti á alla þá sem voga sér að vera þeim ekki sammála. Að taka af kynjaskipt salerni er hrein og klár aðför að persónuvernd og öryggi kvenna. Þrátt fyrir að við konur séum líka menn þá ættu flestir að vera búnir að fatta, að við erum ekki alveg eins. Ég mótmæli því af öllum kröftum og tel það gróft brot á mannréttindum okkar að þvinga okkur til að pissa standandi ellegar setjast á annara manna þvag. En hvort sem þú þarft að deila bás með ókunnugum af hinu kyninu eða ert rekstraraðili sem berst í bökkum, þá er eitt víst; stjórnvöld velja frekar að ráðast á réttindi kvenna og sturta fé fyrirtækja niður í kynlaus klósett fremur en að takast á við þá kerfislægu kreppu sem hrjáir samfélagið okkar á öllum sviðum. Það er kominn tími til að stíga niður fæti og segja STOPP! Hingað og ekki lengra! Ég þori! Höfundur er formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Sjá meira
Stjórnvöld hafa loksins tekið á einu brýnasta vandamáli þjóðarinnar — klósettmálunum! Í „byltingakenndri“ reglugerð ráðherra Sjálfstæðisflokksins Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem tók gildi fyrr í sumar er kveðið á um innleiðingu kynlausra klósetta, þar sem allir geta létt á sér í sátt og samlyndi, óháð kyni og kynvitund. Í reglugerðinni segir að snyrtingar verði nú aðstöðumerktar, til dæmis með myndum af salerni, skiptiaðstöðu og þvagskálum, frekar en kynjamerktar. Í þeim tilvikum þar sem snyrtingar kvenna og karla verða áfram aðskildar, skuli einnig vera til staðar kynhlutlaus snyrting. Reglugerðin býður því upp á tvo valkosti: Valkostur 1: Salerni verða opin fyrir báðum kynjum. Konur geta notið þeirra forréttinda að setjast á útmignar klósettsetur og fá að upplifa spennuna sem fylgir því að vita aldrei hvaða óvænta gest þær hitta í næsta bás. Valkostur 2: Öllum rekstraraðilum er gert að byggja ný kynlaus salerni. Sjálfstæðisflokkurinn, sem þykist talsmaður þeirra, neyðir þá til að fjárfesta í klósettbyltingunni miklu, kostnaður sem gæti hlaupið á milljónum króna. Þessi kostnaðarsama framkvæmd kemur á versta tíma fyrir marga litla og meðalstóra rekstraraðila sem þegar eiga í gríðarlegum erfiðleikum með að standa undir greiðslubyrði okurvaxta. Þessi reglugerð er enn eitt dæmið um hvernig stjórnvöld hafa gert risavaxnar breytingar á samfélaginu án samráðs við almenning eða atvinnurekendur. Hávær minnihluti hefur á örskömmum tíma náð að snúa samfélaginu á hvolf með yfirgangi og aðkasti á alla þá sem voga sér að vera þeim ekki sammála. Að taka af kynjaskipt salerni er hrein og klár aðför að persónuvernd og öryggi kvenna. Þrátt fyrir að við konur séum líka menn þá ættu flestir að vera búnir að fatta, að við erum ekki alveg eins. Ég mótmæli því af öllum kröftum og tel það gróft brot á mannréttindum okkar að þvinga okkur til að pissa standandi ellegar setjast á annara manna þvag. En hvort sem þú þarft að deila bás með ókunnugum af hinu kyninu eða ert rekstraraðili sem berst í bökkum, þá er eitt víst; stjórnvöld velja frekar að ráðast á réttindi kvenna og sturta fé fyrirtækja niður í kynlaus klósett fremur en að takast á við þá kerfislægu kreppu sem hrjáir samfélagið okkar á öllum sviðum. Það er kominn tími til að stíga niður fæti og segja STOPP! Hingað og ekki lengra! Ég þori! Höfundur er formaður Flokks fólksins.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar